Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 23
5 ATVINNA/TILKYNNINGAR Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir námsstykjum vegna náms á skólaárinu 2004-2005. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði og raunvísindum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í doktorsnámi. Með umsóknum skulu fylgja staðfesting á skólavist og námssárangri, tvenn meðmæli, ferilskrá og önnur þau verk sem umsækjandi telur að komið geti að gagni við mat umsóknar. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Brynjólfsson, formaður sjóðsstjórnar (sb@hi.is, http://www.hi.is/~sb/minningarsjodur). Umsóknum ber að skila til Alþjóðaskrifstofu Háskólastigsins, Neshaga 16, IS 107 REYKJAVÍK. Umsóknarfrestur er til 8. nóvember 2004. Stefnt er að því að tilkynna úthlutun í byrjun desember. Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar: Námsstyrkir í verkfræði og raunvísindum. Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra og aðildarfélög þess um land allt, veita fyrirtækjum og þjónustuaðil- um viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember ár hvert. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar: 1. Fyrir fullkomlega aðgengilegt húsnæði, sem nýtist bæði gestum og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringar á áður óaðgengilegu húsnæði, til verulegra bóta fyrir hreyfihamlaða. Þeir aðilar sem vilja koma til greina við úthlutun viðurkenninga á þessu ári eða tilnefna aðra til viðurkenninga, komi ábendingum á framfæri við Sjálfsbjörg í síðasta lagi föstudaginn 12. nóvember 2004. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Hátúni 12, 105 Reykjavík sími: 5 500 300; fax: 5 500 399 Netfang: mottaka@sjalfsbjorg.is Sumarhús óskast Leiga- Skiptileiga Orlofssjóður BHM óskar eftir að taka á leigu sumarhús í tvo mánuði í sumar á suðaustur- og suðvesturlandi. Óskað er eftir skiptileigu við önnur félagasamtök. Húsin þurfa að vera í góðu ástandi með öllum búnaði og umsjón. Orlofshúsin sem Orlofssjóður BHM hefur í boði til skiptileigu eru í Brekkuskógi í Biskupstungum og eru með heitum potti. Ennfremur kemur til greina leiga frá öðrum aðilum. Áhugasamir sendi svar fyrir 10. nóv. á netfang: obhm@bhm.is. Námskeið um niðurrif á asbesti ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að vinna við tilkynningaskylt asbestniðurrif er veldur lítilli mengun Á við um niðurrif á t.d. þakplötum og ytri klæðningu utan- húss, svo og minniháttar niðurrif og viðhaldsvinnu innanhúss, t.d. á heilum plötum, gluggakistum o.fl. Námskeiðið veitir ekki réttindi til stærri verkefna eða vinnu við laust asbest þar sem hætta er á verulegri asbestmengun. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 1. nóvember kl. 9:15-12:00 að Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík og er námskeiðsgjald kr. 10.000. Þeir sem ætla á námskeiðið verða að vera búnir að ganga frá skráningu og greiðslu fyrir kl.16:00 fimmtudaginn 28. október hjá Vinnueftirlitinu í síma 550 4600 Námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þátttöku. Reykjavík: Grunnnámskeið (stykkjavöruflutningur fyrir utan geislavirk og sprengifim efni): 11. október 2004. Flutningur í tönkum: 12. október 2004. Flutningur á sprengifimum farmi: 13. október 2004. Til að að endurnýja réttindi fyrir flutninga í tönkum og eða flutning á sprengifimum farmi verður viðkomandi að hafa gild réttindi fyrir stykkjavöruflutninga (grunnnámskeið). Skráning og nánari upplýsingar hjá umdæmisskrifstofu Vinnueftirlitsins, Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími: 550 4600. 22-30 (04-12) Smáa 23.10.2004 18:28 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.