Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 24. október 2004 ■ MENNINGARSTIKLUR HEILDSÖLU LAGERSALA Vegna flutnings Barna og fullorðins fatnaður með 50-90% afslætti Útivistar, skíða, snjóbretta og golffatnaður einnig mikið úrval af skóm Verð dæmi SKEMMUVEGUR 16 (BLÁ GATA) KÓPAVOGI (NEÐAN VIÐ BYKO) Úlpur: Áður 29.900- Nú : 7.900- Skíðabuxur: Áður 14.900- Nú: 4.900- Barna úlpur Áður: 8.990- Nú: 3.990- Flíspeysur: Áður: 12.900- Nú: 3.900- Opið eingöngu Laugardag 23. október 11:00 til 17:00. Sunnudag 24. október 11:00 til 17:00. Nú er keppni landsliðs mat- reiðslumanna á Ólympíumeistara- mótinu í Erfurt í Þýskalandi lokið. Þeir lentu í þrettánda sæti af þrjá- tíu og tveimur og er það besti ár- angur þeirra á ólympíumeistara- móti til þessa. Íslensku kokkarnir fengu silfur fyrir heita matinn og kalda borðið og voru því alls með 390.724 stig. Ólympíumeistararn- ir þetta árið eru Svíar, sem hlutu 422.990 stig. Þrátt fyrir að lenda í þrettánda sæti eru Íslendingar enn meðal tíu bestu þjóða í matreiðslu í heiminum, því tekið er tillit til ár- angurs í heimsmeistarakeppnum á þeim lista. Næsta keppni landsliðsins verður óopinber heimsmeistara- keppni matreiðslumeistara, Bocuse d'Or, í Lyon í Frakklandi í janúar. Þar mun Ragnar Ómars- son keppa fyrir hönd Íslands. Næsta heimsmeistarakeppni landsliða verður svo í Lúxemborg haustið 2006. ■ EINSTEIN Í MAT Þessi Einstein var skap- aður með rúmlega 60.000 sagógrjónum, lituðum með matarlit, á Ólympíumeistara- móti matreiðslumanna í Erfurt í Þýska- landi. Um 1.100 matreiðslumenn og lið þeirra frá 36 löndum tóku þátt í mótinu. UMBÚIÐ TRÉ Velska listakonan Phillipa Lawrence hefur fengið 10.000 punda styrk til að vefja efni og málmplötur um dauð tré. Hún ætlar að vefja 13 tré í Wales með líni, stálull og áli. Hún hefur þegar hafið verkefnið og eyddi nýlega tveimur dögum í að vefja tré nærri Llandrindod Wells með 125 metrum af rauðu slæðuefni. Hún sagði að bændur í nágrenninu væru mjög ánægðir með framtakið. MENJAR ÚR SÆ Gríski menningarráð- herrann sýndi í vikunni þessi brot af 2.400 ára gamalli bronsstyttu sem fiskimaður fann fyrr í mánuðinum nærri eyjunni Kythnos í Eyjahafinu. AF ÖLLUM HLIÐUM Þetta olíumálverk af Elizabeth Patterson Bonapart sem Gilbert Stuart málaði 1804 er hluti af nýrri sýn- ingu Metropolitan-listasanfsins í New York. Á sýningunni er litið um öxl og nokkur helstu málverk bandarískrar listasögu frá fyrri tímum eru til sýnis. BJARNI GUNNAR KRISTINSSON Einn matreiðslumannanna í íslenska kokka- landsliðinu. Þrettánda sætið 18-31 (18-19) Airwaves 23.10.2004 19:56 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.