Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 39
Haukar tóku á móti sænska liðinu Savehof í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á Ásvöllum í gær. Fyrir fram var búist við erfiðum leik þar sem andstæðingarnir hafa gríðarlega sterka leikmenn innan sinna raða og var því búist við það yrði á brattann að sækja fyrir Hafn- firðinga. Gestirnir byrjuðu betur og voru skrefi framar í sínum aðgerðum. Fljótlega jafnaðist þó leikurinn og Haukamenn sigu fram úr með Ás- geir Örn Hallgrímsson í broddi fylkingar sem skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik og misnotaði aðeins tvö skot. Þá átti Jónas Stefánsson góða innkomu í markinu, varði þrjú skot á stuttum tíma. Svíarnir gerðu til- raunir með 4-2 vörn gegn Haukum en það virtist ekki slá þá neitt út af laginu. Lið Hauka lék á köflum mjög góðan handbolta og leiddi í hálfleik, 19-15. Svipað var uppi á teningnum í þeim seinni og leiddu heimamenn með tveimur til fjórum mörkum. Maður hefði haldið að Haukarnir væru með sigurinn í hendi sér því staðan var 35-32 þegar rúmlega 90 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá gengu gestirnir á lagið en að sama skapi hrundi leikur Hauka og náðu Svíarnir að jafna leikinn þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar brunuðu upp völlinn til að freista þess að innsigla sigurinn en allt kom fyrir ekki og jafntefli því staðreynd. Ásgeir Örn var besti maður vall- arins, skoraði 12 stig. Hann var svekktur í leikslok. „Það var náttúr- lega algjör skandall að missa þetta niður,“ sagði Ásgeir að leik loknum. „Við þurfum að sýna hærri staðal af handbolta ef við ætlum okkur stærri hluti. Við spilum mjög fínan bolta í fyrri hálfleik, sérstaklega í sókninni. Við hefðum mátt gera betur í vörninni. En endirinn var engan veginn nógu góður.“ ■ FÓTBOLTI Það er mikið undir í risa- slag Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag. Knattspyrnustjórarnir Alex Ferguson hjá Manchester United og Arsene Wenger hjá Arsenal hafa hafið sitt venjubundna sál- fræðistríð en það er ljóst að það er mun meira sem liggur á bak við þennan leik en stigin þrjú sem í boði eru. Arsenal hefur spilað 49 leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að bíða ósigur og getur spilað þann fimmtugasta í dag ef liðinu tekst að forðast tap gegn leik- mönnum Manchester United. Heimaliðið hefur ekki byrjað vel í deildinni og fari svo að liðið tapi verður það fjórtán stigum á eftir Arsenal þegar aðeins tveir mán- uðir eru búnir af deildinni. Leikmenn Manchester United hafa verið duglegir við að gefa út yfirlýsingar fyrir leikinn og sagði argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze meðal annars að hann og félagar hans yrðu tilbúnir í barát- tu upp á líf og dauða. „Við vitum hvað við þurfum að gera og munum gefa allt sem við eigum til að stoppa leikmenn Arsenal. Leikirnir gegn þeim hafa alltaf verið harðir og þessi verður engin undantekning,“ sagði Heinze. Frammistaða liðanna það sem af er tímabilinu hefur verið ólík því að meðan leikmenn Arsenal hafa leikið við hvurn sinn fingur þá hefur leikmenn United skort stöðugleikann. Nú hefur liðið hins vegar endurheimt Rio Ferdinand auk þess sem Wayne Rooney er kominn á fullt og liðið hlýtur að fara að hrökkva í gírinn. Í dag er það lífsnauðsyn ef ekki á illa að fara. ■ N‡jar og nota›ar vinnuvélar www.icehotels.is NORDICA HOTEL E N N E M M / S ÍA / N M 13 7 7 3 Fimmtugasti leikurinn án taps í húfi fyrir Arsenal Manchester United og Arsenal mætast á Old Trafford í ensku úrvals- deildinni í dag og vilja leikmenn United væntanlega koma í veg fyrir að Arsenal-menn gangi af velli taplausir í fimmtugasta skiptið í röð. 3 eftirminnilegar viðureignir liðanna 3. apríl 2004 - undanúrslit bikar Manchester United–Arsenal 1–0 Arsenal var nálægt því að skora tvívegis í byrjun leiksins áður en Paul Scholes skoraði sigurmark leiksins (sjá mynd) með þru- muskoti eftir góðan undirbúning Ryans Giggs. Sigurinn var sérstak- lega sætur fyrir þær sakir að United kom í veg fyrir að Arsenal ætti möguleika á því að vinna enska bikarinn þrisvar í röð, nokkuð sem Alex Ferguson, stjóra United, hefur ekki leiðst. 21. sept. 2003 - deildin Manchester United–Arsenal 0–0 Patrick Viera, fyrirliði Arsenal, var rekinn út af (sjá mynd) og allt varð vitlaust. Ruud van Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu á lokamínútum og fjórir leikmanna Arsenal fóru í bann eftir að slagsmál brutust út. 8. maí 2002 - deildin Manchester United–Arsenal 0–1 Franski framherjinn Sylvain Wiltord (sjá mynd) skoraði sigur- markið í leiknum sem tryggði Arsenal enska meistaratitilinn þetta árið. Það skemmdi ekkert fyrir leikmönnum liðsins og Arsene Wenger að tryggja sér titilinn á Old Trafford, heimavelli helstu andstæðinga þeirra. HAUKAR-SAVEHOF Á ÁSVÖLLUM Í GÆR Ásgeir Örn var besti maður vallarins og skoraði 12 mörk. Jón Arnór Stefánsson: 15 stig í sigri KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Dynamo St. Pét- ursborg hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í rússnesku úrvalsdeild- inni í körfubolta en Dynamo-liðið vann CSK VVS Samara 90-82 á heimavelli í gær. Jón Arnór skor- aði 11 af 15 stigum sínum í fyrri hálfleik en Dynamo var tveimur stigum undir í hálfleik. 43-45. Jón Arnór lék í 32 mínútur í leiknum og auk stiganna 15 þá var hann með 4 fráköst, 4 stoðsend- ingar og 4 fiskaðar villur. Jón Arnór er með 13 stig, 3 stoðsend- ingar og 5,3 fiskaðar villur að meðaltali í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en hann hefur spilað í 25 mínútur í leik. ■ Haukar mættu sænska liðinu Savehof í Meistaradeildinni í handknattleik: Klaufaskapur í lokin 38-39 (26-27) SPORT 23.10.2004 21:39 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.