Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 41
29SUNNUDAGUR 24. október 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI „Brilljant Leikshús!“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „Það er mikill uppgangur í Borgar- leikhúsinu þessa daga og sýningin á Héra Hérasyni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu mætir gríðarlega sterkur til leiks.“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „..sýningin var ekki bara skemmtileg og glettilega sett saman heldur komst grafalvarlegur boðskapur hennar mjög vel til skila.“ Elísabet Brekkan / DV Írski hjartaknúsarinn Colin Farrellhefur viðurkennt að hafa prófað heróín. Í viðtali við tímaritið GQ segist hann hafa prófað að reykja eiturlyfið nokkrum sinnum. Hann fjármagn- aði neysluna með því að vinna sem fyrirsæta, en þetta var áður en hann sló í gegn í Hollywood. Segist hann vera hættur þessu í dag. Nýrri mynd um söngkonuna JanisJoplin hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er sú að framleiðendur mynd- arinnar geta ekki kom- ið sér saman um hvernig handritið eigi að vera. Leikkonan Reene Zellweger átti að fara með hlutverk Joplin en telur nú ólík- legt að af því verði. Önnur mynd um Joplin er einnig í burðarliðnum. Þar fer söngkonan og Íslandsvinurinn Pink með hlutverk Joplin. Leikarinn Ben Affleck ætlar aldreiframar að leika í stórum Hollywood-hasarmyndum á borð við Armageddon og Paycheck. „Ég vil aldrei framar halda á byssu eða sprengja eitthvað upp í bíó- mynd. Ég er orðinn leiður á svoleiðis myndum,“ sagði Affleck. Nýjasta mynd hans er gamanmyndin Surviv- ing Christmas. Tuttug ný lög eða lagabúta verðurað finna á nýjustu plötu rapparans Eminems, Encore, sem kem- ur út þann 15. nóvember. Á meðal laga er Just Lose It, sem þegar hefur verið gefið út á smáskífu, og Mosh. Í því lagi gagnrýnir Eminem George W. Bush Bandaríkja- forseta harðlega. Brian Wilson, fyrrum forsprakkiBeach Boys, ætlar að gefa út lag- ið sígilda Good Vibrations á smáskífu í næsta mánuði. Lagið er að finna á plötunni Smile, sem upphaflega átti að koma út fyrir tæpum fjörutíu árum. Smáskífan kemur út þann 29. nóvember. Leikkonan Demi Moore og söng-konan Madonna héldu nýverið partí í London til heið- urs Kaballah-gúrúnum Rabbi Michael Berg. Bæði Moore og Madonna eru Berg afar þakklátar fyr- ir að hafa snúið lífi sínu til betri vegar og ákváðu því að halda fyrir hann partí. Kostuðu herlegheitin um fimm milljónir króna. Gamli refurinn Jack Nicholsonhætti eitt sinn ástarleikjum í miðjum klíðum til að geta fengið sér eplaköku inni í eldhúsi. Eftir að hafa hámað í sig kökuna sneri hann aft- ur inn í svefnherbergi og hélt áfram því sem frá var horfið. Þetta kem- ur fram í nýrri bók um leikarann sem kallast Jack: The Great Sed- ucer. Þar kemur einnig fram að Nicholson gat gert það mörgum sinnum á nóttu. 40-41 (28-29) Skrípó 23.10.2004 19:33 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.