Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR ÞÖGUL MÓTMÆLI Efnt verður til þögulla mótmæla á Arnarhóli klukkan 17. Verið er að mótmæla nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjaness um heimilisof- beldi sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum. Kvennaathvarfið, Stígamót, Neyðarmóttaka kynferðisbrota og fleiri samtök standa fyrir mótmælunum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 28. október 2004 – 295. tölublað – 4. árgangur ● sagður með samkynhneigða rödd Gefur út sína fyrstu plötu Þórir: ▲ SÍÐA 36 GEÐSJÚKUR Í EINANGRUN Færa þurfti mjög geðsjúkan fanga frá Sogni í ein- angrun á Litla-Hrauni þar sem hann dvaldi í átta daga. Fangelsismálastofnun segir erfitt að fá fanga vistaða á geðdeildum. Sjá síðu 2 SKIPUN STJÓRNAR Í UPPNÁMI Verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins dró tilnefningar sínar í stjórn til baka eftir að ljóst var að þingið myndi fella þær. Sjá síðu 4 BÆR BRÝTUR EIGIN REGLUR Kópavogsbær virðist hafa brotið eigin regl- ur þegar bærinn úthlutaði tveggja mánaða gömlu fyrirtæki lóð fyrir fjölbýlishús. Fyrir- tækið var skömmu síðar selt. Sjá síðu 6 GLÆPUR SKEKUR FÍKNIEFNA- LÖGREGLU Yfirlögregluþjónn segir að fyrrverandi yfirmaður í fíkniefnalögreglunni, hafi játað fyrir sér fjárdrátt sem hann er ákærður fyrir og borið að hann væri beittur fjárkúgun. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 50 Tónlist 42 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 36 Sjónvarp 52 ● tíska ● heimili ● ferðir ● tilboð Tekur snið fram yfir merki Sesselja Thorberg: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Allt landið Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. ÞYKKNAR UPP VESTAN TIL Skúrir þar þegar kemur fram á daginn. Bjartviðri austan til. Hlýnandi veður, fyrst norðvestan og vestan til. Sjá síðu 4. Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Yfirmaður sakaður um aðgæsluleysi Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem gættu yfirmanns síns voru uggandi um öryggi sitt þegar ráðist var á þá á laugardag. Þeir reyndu fjór- um sinnum að reka á eftir yfirmanninum. Gatan var talin afar hættuleg. SPRENGJUÁRÁS Friðargæsluliðarnir íslensku sem urðu fyrir sjálfs- morðsárás í Kabúl síðastliðinn laugardag höfðu beðið yfirmanns síns fyrir utan teppaverslun á Chicken street í klukkustund þeg- ar árásin var gerð. Heimildir Fréttablaðsins herma að friðar- gæsluliðarnir hafi verið uggandi og hafi fjórum sinnum reynt að reka á eftir yfirmanni sínum enda hefði þeim verið ljóst að þessi gata væri talin afar hættuleg. Hluti íslensku friðargæsluliðanna stóð fyrir utan verslunina vopnað- ur. Þeir voru íklæddir einkennis- klæðum og óku ökutæki merktu friðargæsluliði NATO. Vestræn sendiráð og hjálparstofnanir hafa varað starfsmenn sína við að fara um svokallað Chicken street, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Tveir létust í sprengjutilræðinu á laugardag, 23 ára amerísk kona og 11 ára gömul afgönsk stúlka auk tilræðismannsins. Fréttablaðið kynnti Hallgrími Sigurðssyni, yf- irmann íslenska friðargæsluliðs- ins í Kabúl efnisatriði þessarar fréttar í gærkvöldi en símasam- band við hann slitnaði. Atburðarásin í kringum árásina verður könnuð, að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar, ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segist ekki hafa neinar upp- lýsingar um hversu lengi verslun- arferð Hallgríms hafi staðið yfir eða hvort undirmenn hans hafi verið uggandi um stöðu sína. „Til mín hafa ekki borist skriflegar skýrslur um atburðinn og heldur ekki kvartanir frá mönnum í frið- argæsluliðinu. Við förum yfir þetta með eigin yfirmönnum og í ráðgjöf við aðra sem vinna á staðnum.“ Arnór Sigurjónsson, skrif- stofustjóri íslensku friðargæsl- unnar, segir að yfirlýsing sem hann lét falla um að íslensku frið- argæsluliðarnir færu ekki út af flugvellinum nema að brýna nauð- syn bæri til, hafi verið gefin í upp- hafi verksins. Síðan þá hafi hlut- irnir breyst. a.snaevarr@frettabladid.is ghg@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis: Miðlunartillaga vænlegasta leiðin VERKFALL Miðlunartillaga frá ríkis- sáttasemjara er vænlegasta leiðin til að ljúka verkfalli kennara, seg- ir Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis og formaður bæjarráðs Kópavogs. Gunnar telur líklegast að miðlun- artillaga verði byggð á óformlegri tillögu ríkissáttasemjara í síðustu viku. Skoða verði hverju rétt sé að breyta í tillögunni til að mæta launakröfum kennara. Svigrúm verði að vera til að greiða kennur- um laun fyrir yfirvinnu. „Ég veit ekki hvernig miðlun- artillagan yrði. Það er sáttasemj- ara að gera hana og ég vil ekki leggja honum orð í munn varðandi hana. En hún yrði að vera á þess- um nótum svo ekki færi í gang víxlverkun kaups og verðlags.“ Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfé- laganna, segir deilendur eiga að reyna til ýtrustu þrautar að ná saman áður en miðlunartillaga verði lögð fram. Þeir þurfi að ræða tilfærslur innan 26 prósenta kostnaðaráætlunar í tillögudrög- um ríkissáttasemjara. Það reyni á það í dag: „Það er samt mat sátta- semjara ríkisins hvenær hann tel- ur að ekki sé hægt að ganga lengra og miðlunartillögu sé þörf.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagð- ist ganga með opnum huga til fundarins í Karphúsinu í dag. Hann ræði miðlunartillögu þegar hún liggi fyrir. - gag VILJA HÆRRI LAUN FYRIR KENNARANN SINN Um 500 foreldrar og börn mættu á útifund Heimilis og skóla – landssamtaka for- eldra. Þau kröfðust þess að kennarar og sveitarfélögin semdu og börnin fengju lögbundna kennslu. Fjölmargir talsmenn foreldrasamtaka héldu ávörp. Meðal þeirra var Sóley Birgisdóttir, talsmaður foreldrafélaga og foreldraráða í Reykjanesbæ, sem las úr ályktun þeirra: „Fyrir hönd barnanna okkar allra krefjumst við þess að samningsaðilar hætti að ásaka hvor annan og semji sem fyrst.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hóta að taka gísl af lífi í dag: Koizumi læt- ur ekki undan JAPAN, AP Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans, ætlar ekki að láta undan þrýst- ingi íraskra mann- ræningja sem hafa hótað að taka 24 ára gamlan Japana af lífi ef japanskir friðar- gæsluliðar fara ekki úr landinu. Hryðjuverkasam- tök, leidd af Abu Musab al-Zarqawi, sýndu í fyrra- dag vídeoupptöku á netinu af gísl- inum þar sem hann bað Koizumi að verða við kröfum mannræningj- anna. Koizumi, sem er staðfastur bandamaður Bandaríkjamanna í stríðinu, þvertók fyrir það í fjöl- miðlum í gær að verða við kröfun- um. Mannræningjarnir segjast ætla að afhöfða gíslinn í dag. ■ DVERGMAÐUR Dvergmaðurinn var aðeins um metri á hæð. Merkur fundur á af- skekktri eyju: Ný tegund fornmanna BRETLAND Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja tegund manna á indónesísku eyjunni Flores. Talið er að tegundin hafi verið uppi á sama tíma og homo sapiens en dáið út fyrir um 12 þúsund árum. Nýja tegundin hefur hlotið nafnið homo floresiensis. Vísindamennirnir styðja kenn- ingu sína við dvergbeinagrindur sem fundust á eyjunni, sem er mjög afskekkt. Fyrstu beinin fundust grafin tæplega sex metra ofan í jörðinni og töldu vísinda- mennirnir að þeir hefðu fundið líkamsleifar barns. Rannsóknir leiddu hins vegar í ljós að um full- vaxta manneskjur var að ræða. Telja vísindamennirnir að þessi tegund manna hafi verið um einn metri á hæð, með langa handleggi og höfuðkúpu á stærð við greipaldin. Heili þeirra var hins vegar aðeins fjórðungur af stærð heila nútímamannsins. Uppgötvunin þykir einhver sú merkasta á þessu sviði í nokkra áratugi. ■ JUNICHIRO KOIZUMI 01 Forsíða 27.10.2004 22:13 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.