Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 4
4 28. október 2004 FIMMTUDAGUR VERKFALL Nú væri nóg komið var viðkvæði foreldra og barna sem mótmæltu verkfalli kennara á útifundi Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra á Austur- velli í gær. Um fimmhundruð manns mættu og hafa ekki fleiri foreldrar mótmælt síðan verk- fall grunnskólakennara hófst 20. september. Ketill Magnússon frá foreldra- félagi Vesturbæjarskóla skoraði á deilendur að hætta strax mara- þonþrasi og ná sáttum: „Ósætti ykkar bitnar harka- lega á börnum sem hafa ekkert gert til að verðskulda þessa meðferð.“ Sóley Birgisdóttir, talsmaður foreldrafélaga og foreldraráða í Reykjanesbæ, las úr ályktun þeirra. Þar stóð að allir sem tengdust deilunni fríi sig ábyrgð. Foreldrar mótmæli ábyrgðarleysi þeirra. Tími sé kominn á að þeir hætti að ásaka hvor annan og leysi vandann. Börnin létu einnig í sér heyra og kröfðust þess að fá menntun. Þar á meðal var Þorleifur Ólafs- son, nemandi í 6. bekk í Voga- skóla. Hann sagði eins og mörg þeirra sakna skólastarfsins. Sér leiddist í verkfallinu. - gag Skipun stjórnar er í uppnámi Verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins dró tilnefn- ingar sínar í stjórn til baka eftir að ljóst var að þingið myndi fella hana í atkvæðagreiðslu. Ítalskur frambjóðandi veldur miklum deilum. EVRÓPA, AP Skipan næstu fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins er í uppnámi eftir að Jose Manuel Barroso dró til baka tillögu sína um skipun stjórnar- innar. Þá var ljóst að þingmenn myndu ekki veita framkvæmda- stjórninni brautargengi vegna andstöðu þeirra við ítalska fram- bjóðandann sem fara á með dóms- mál í framkvæmdastjórninni. Þing Evrópusambandsins verð- ur að samþykkja tilnefningar í framkvæmdastjórnina til að þær taki gildi. Ljóst þótti að þingið myndi ekki samþykkja tilnefn- ingu Rocco Buttiglione í dóms- málin og þar sem aðeins er hægt að greiða atkvæði um fram- kvæmdastjórnina í heild sinni en ekki einstaka meðlimi hennar var ljóst að tillaga Barroso yrði felld ef hún yrði borin undir atkvæði í gær. Ef Barroso hefði látið kjósa um tillögu sína og henni verið hafnað hefði það verið í fyrsta sinn sem þingið hafnaði uppstillingu í stjórn Evrópusambandsins. Það sem veldur andstöðu þing- manna við Buttiglione eru niðr- andi ummæli hans um samkyn- hneigða einstaklinga og einstæðar mæður. Samkvæmt ítölskum fjölmiðl- um reyndi Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, að fá Buttiglione til að draga sig í hlé til að binda enda á deiluna um skipun framkvæmdastjórnarinnar. Því mun Buttiglione hafa hafnað. Berlusconi er líka sagður hafa rætt við samherja sína í ríkis- stjórn um að tilnefna annan ein- stakling í stað Buttiglione. Franco Frattini utanríkisráðherra sagði hins vegar að Buttiglione væri frambjóðandi Ítalíu og að Berlusconi myndi ræða við aðra þjóðarleiðtoga um lausn málsins. Barroso sagðist í gær vonast til að leysa deiluna á næstu vikum og leggja fram nýja tillögu að skipan framkvæmdastjórnarinnar. Þang- að til það gerist verður fráfarandi framkvæmdastjórn áfram við völd en kjörtímabil hennar rennur út um mánaðamót. ■ Óttastu hrun á íslenska hluta- bréfamarkaðnum? Spurning dagsins í dag: Mun brottflutningur landnema frá Gaza og Vesturbakkanum flýta fyrir friðarferlinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 59% 41%Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun HERÓÍNSMYGL STÖÐVAÐ Tékk- neskir tollverðir lögðu hald á um 25 kíló af nær hreinu heróíni um helgina. Tveir tyrkneskir inn- flytjendur voru handteknir og eru þeir taldir hafa smyglað meira en 200 kílóum af heróíni frá Tyrklandi til Vesturlanda síð- asta hálfa árið. LOFAR KRÓÖTUM STUÐNINGI Heinz Fischer, forseti Austurrík- is, hét Króötum stuðningi sínum við aðildarumsókn þeirra að Evr- ópusambandinu. Fischer lýsti þessu yfir í opinberri heimsókn til Króatíu þar sem hann fundaði með Stipe Mesic forseta og Ivo Sanader forsætisráðherra. ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BARROSO DREGUR TILNEFNINGARNAR TIL BAKA Væntanlegur forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tilkynnti þingi Evrópusam- bandsins í gær að hann hygðist ekki láta greiða atkvæði um tillögur sínar heldur vildi hann meiri tíma til að leita sátta. ROCCO BUTTIGLIONE Rammkaþólskur maður og afar íhaldssamur. Í síðasta mánuði sagði hann sam- kynhneigð vera synd. Hefur sagt að einstæðar mæður væru illa til þess fallnar að ala upp börn sín. FIMM HUNDRUÐ MÓTMÆLTU Börnin voru fjölmörg á mótmælafundi Heimilis og skóla á Austurvelli í gær. Þau komu með foreldrum sínum og kröfðust lausnar á kennaradeilunni. Lögreglan fylgdist álengdar með mannfjöldanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ 37. DAGUR VERKFALLS MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI „Hæ, ég heiti Pálmi. Ég er í fyrsta bekk og mér langar að fara í skólann af því að það er svo gaman þar. Þegar ég fer aftur í skólann þá byrja ég að lækna. Takk fyrir,“ sagði nemandi í 1. bekk á útifundi Heimilis og skóla á Aust- urvelli í gær. Pálmi hefur verið 17 daga í skóla en 38 í verkfalli. VERKFALLIÐ VIRKI EKKI „Formað- ur Kennarasambandsins og kenn- arar. Það er ljóst að ykkar aðferð í kjarabaráttu hefur ekki tilætluð áhrif á viðsemjendurna. Hún hef- ur hins vegar alvarleg áhrif á börnin sem þó eru ekki aðilar að þessari deilu,“ sagði Ketill Magn- ússon, talsmaður foreldrafélags Vesturbæjarskóla, á útifundinum í gær. SEMJI STRAX Foreldrar barna í Breiðholtsskóla kröfðust þess að deilendur kæmust strax að sam- komulagi. „Við óskum þess að að- ilar íhugi ábyrgð sína og geri sér grein fyrir því að verið sé að brjóta lög um grunnskóla þessa dagana,“ sagði Sigurjón Sigur- jónsson, talsmaður þeirra á úti- fundinum: „Takið nú eftir orðum okkar: Við förum fram á að þið virðið rétt barna okkar.“ LÖG BROTIN „[Börnin] eiga betra skilið. Þau eiga rétt á 170 daga skólavist á ári samkvæmt lögum sem Al- þingi setti árið 1996 um skóla- skyldu barna. Það er nokkuð ljóst að ekki er hægt að uppfylla þessi lög á árinu og þar með erum við farin að brjóta á rétti barna okkar,“ sagði Kolbrún Ragnarsdóttir, talsmaður for- eldrafélags Borgarskóla á úti- fundinum. - gag Foreldrar og börn kröfðust lausnar á kennaradeilunni: Deilendur hætti mara- þonþrasi og semji HRAÐAKSTUR Ökumaður var stöðvaður fyrir hraðakstur við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut í gærmorgun. Hann var á 124 kílómetra hraða þar sem leyfileg- ur hámarkshraði er 70. Skar mann á háls: Áfram í gæsluvarð- haldi GÆSLUVARÐHALD Gæsluvarðhald yfir 48 ára manni, sem skar leigu- bílstjóra á háls í lok júlí, hefur verið framlengt til áttunda des- ember. Lögreglan í Reykjavík krafðist þess að gæsluvarðhaldið yrði framlengt vegna alvarleika árás- arinnar. Leigubílstjórinn útskrif- aðist af sjúkrahúsi á þriðjudaginn fyrir viku síðan. Skurðurinn var sextán sentímetra langur og þurfti að sauma 56 spor í háls leigubílstjórans. Mikil mildi þótti að ekki hefði farið verr. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. júlí. ■ 04-05 27.10.2004 21:54 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.