Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 10
10 28. október 2004 FIMMTUDAGUR MISJAFNAR MÓTTÖKUR Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum fá misjafnar viðtökur á ferðalögum sínum um landið. Þessi mótmælandi er að bíða eftir að George W. Bush komi á útifund í Vienna í Ohio. HEILBRIGÐISMÁL Lifrarbólgufarald- ur hjá hommum virðist heldur vera í rénun, að því er fram kom í viðtali við Harald Briem sótt- varnalækni hjá Landlæknisemb- ættinu. Hópsýkingar af völdum lifrar- bólgu A höfðu brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulönd- um, en þær eru vel þekkt vanda- mál meðal þeirra, að sögn Harald- ar. Í framhaldi af því beindi Land- læknisembættið þeim tilmælum til homma hér á landi að láta bólu- setja sig gegn lifrarbólgu. „Það er erfitt að átta sig á því hvort aukning hefur orðið á slík- um bólusetningum hér vegna þessa,“ sagði Haraldur. „Fólk sem er að fara til Afríku og Asíu lætur bólusetja sig hvort eð er. Það myndi ekki sjást í svona tölfræði þótt fleiri hommar myndu láta bólusetja sig heldur en áður.“ Haraldur sagði að vandamálið væri enn til staðar í Osló, Kaup- mannahöfn, Málmeyjarsvæðinu og í London. Samkvæmt fréttum þaðan væri faraldurinn sennilega búinn að ná hámarki og færi síðan að fjara út. - jss Íbúar vilja búa á Fljótsdalshéraði Sjálfstæðisflokkur og Héraðslisti mynda meirihluta fyrstu sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. SVEITARSTJÓRNARMÁL Oddvitar L- lista Héraðslistans og D-lista Sjálfstæðisflokks hafa undirritað samkomulag um samstarf í meiri- hluta nýs sameinaðs sveitarfélags Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. Soffía Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna verður forseti bæjarstjórnar og Skúli Björnsson, oddviti Héraðslistans verður formaður bæjarráðs. Þá hefur verið samþykkt að hefja viðræður við Eirík Björn Björg- vinsson, fráfarandi bæjarstjóra Austur-Héraðs um starf bæjar- stjóra sveitarfélagsins. Hann seg- ist hafa tekið vel í slíkar umræður og það eigi bara eftir að ganga frá formlegum atriðum eins og ráðn- ingarsamningi. Í sveitarstjórnarkosningunum sem fóru fram 16. október fékk Á- listi Áhugafólks um sveitarstjórn- armál einn mann kjörinn, Fram- sóknarflokkur þrjá, Sjálfstæðis- flokkur þrjá og Héraðslistinn fékk fjóra menn kjörna. Í næstu viku verður fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar og ef nafnanefnd verður þá búin að skila tillögum, verður tekin ákvörðun um nafn á sveitarfélag- inu og hvort tekið verður upp nafnið Fljótsdalshérað, sem hlaut flest atkvæði íbúa í skoðunar- könnun sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningunum, eða 689. Sveitarfélagið Hérað fékk 263 atkvæði og Egilsstaðabyggð hlaut 149 atkvæði. Aðrar tillögur fengu færri atkvæði. „Fyrstu verkefni sveitarfé- lagsins eru að koma stjórnsýsl- unni í gang og skipa í helstu störf og nefndir. Þá þarf að vinna að langtíma fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun, en það eru miklar framkvæmdir og fólksfjölg- un framund- an á svæð- inu,“ segir Soffía Lár- usdóttir. „Þá þarf einnig að skoða byggðasamlög sem sveitarfélögin tóku þátt í og fara ofan í þau mál.“ Í sameinuðu sveitarfélagi eru 3.476 íbúar. Flestir þeirra búa í því sem nú er stærsti þéttbýliskjarni á austur- landi, sameinuðum Egilstöðum og Fellabæ. Um 30% íbúa búa í dreif- býli og nokkur hópur verkamanna býr á Kárahnjúkum sem nú tilheyrir þessu nýja sveitarfélagi. svanborg@frettabladid.is BÓLUSETNINGAR Samtökin ’78 hafa beint þeim tilmælum til fólks á heimasíðu sinni að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu. Sóttvarnalæknir Landlæknisembættisins: Lifrarbólgufaraldur í rénun ■ EVRÓPA■ EVRÓPA 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 The Prodigy, Keith Flint Ljósmynd: Sigurjón Ragnar NR. 44 - 2004 • Verð kr. 599 PRODIGY- PLAKAT Í MIÐOPNU! Stefán Gíslason og Harpa Lind skína skært: í l i í : SUMARIÐ FÓR Í HUNDANA! Hildur Helga: Besta d agskrái n!28. okt.-3.no v. HÉLDU LÚXU SVEISLU Í VILLUNNI S INNI! Jóna Arna r kokkur og Ingibjö rg í Oasis : Sjáið myndirnar! Steinunn Truesdal e í hættu í Írak: BÍLLINN SPRAKK Í LOFT UPP! KEYPTI GLÆSIHÚS Í VESTURBÆNUM Lýður Guðmundss on í Bakkavör flytur he im: ÁST, FEGURÐ OG FÓTBOLTI! 01 S&H FORS Í‹A3704 TBL -2 25.10.2 004 15:23 Page 2 Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! MYRTIR Í KOLANÁMU Tveir námumenn voru myrtir í kola- námu í norðausturhluta Tékk- lands. Að sögn lögreglu var annar þeirra hengdur en hinn hafði verið stunginn í hálsinn. HERÓÍNSMYGL STÖÐVAÐ Tékk- neskir tollverðir lögðu hald á um 25 kíló af nær hreinu heróíni um helgina. Tveir tyrkneskir innflytj- endur voru handteknir og eru þeir taldir hafa smyglað meira en 200 kílóum af heróíni frá Tyrklandi til Vesturlanda síðasta hálfa árið. LOFAR KRÓÖTUM STUÐNINGI Heinz Fischer, forseti Austurrík- is, hét Króötum stuðningi sínum við aðildarumsókn þeirra að Evr- ópusambandinu. Fischer lýsti þessu yfir í opinberri heimsókn til Króatíu þar sem hann fundaði með Stipe Mesic forseta og Ivo Sanader forsætisráðherra. Stríðsglæpamaður: Afplánar dóm í Danmörku DANMÖRK Serbneskur stríðsglæpa- maður verður fluttur til Danmerk- ur þar sem hann afplánar átján ára dóm sem Alþjóðlegi refsidómstóll- inn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu kvað upp yfir honum vegna stríðs- glæpa í borgarastríðinu á síðasta áratug. Hann er fyrsti stríðs- glæpamaðurinn sem er fluttur til Danmerkur til afplánunar að því er fram kemur á vef Information. Ranko Cesic var fundinn sekur um pyntingar og tíu morð. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa neytt bræður í fanga- búðum til að hafa munnmök hvor við annan. - bþg FJÁRMÁL Samtals eru nú 54 á biðlista eftir fjármálaráðgjöf hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna, að sögn Ástu Helgadóttur forstöðumanns. Þetta er aðeins hluti þeirra sem leita ráðgjafar þar, því félagsmálaþjónusta Reykjavíkurborgar, Samband ís- lenskra sveitarfélaga og bankarn- ir vísa fólki til ráðgjafarstofunn- ar, þegar það er komið í vanda. Árangurslausum fjárnámum á einstaklinga hefur fjölgað um 50 prósent fyrstu níu mánuðina á milli ára 2003 og 2004, að því er fram kom í blaðinu í gær. Ásta sagði, að starfsfólk ráð- gjafarstofunnar sæi mikið af ár- angurslausum fjárnámum. Það stafaði meðal annars af því að gjaldþrotum hefði fækkað með tilkomu breyttrar löggjafar sem kvæði á um tryggingu þegar ósk- að væri eftir gjaldþrotaskiptum. Hún sagði enn fremur að stöðug eftirspurn væri eftir ráð- gjöf. Þá væri símaráðgjöf alla virka daga klukkan 9 - 12 mikið notuð. Einnig væri gífurleg eftir- spurn eftir fræðslu í framhalds- skóla, starfsmannafélög og fleiri. - jss Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna: Tugir bíða fjármálaráðgjafar FRÆÐSLA Gífurleg eftirspurn er eftir fræðslunám- skeiðum hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. ÍBÚAFJÖLDI NÝS SVEITAR- FÉLAGS Fellahreppur 486 Norður-Hérað 828 Austur-Hérað 2.162 „Fljótsdalshérað“ alls 3.476* *1. október samkvæmt Hagstofu SAMKOMULAG UNDIRRITAÐ Soffía Lárusdóttir og Skúli Björnsson skrifa undir samkomulag um myndun sveitarstjórnar nýja sveitarfélagsins. SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG Nýtt sameinað sveitarfélag á Austur- landi þar sem áður var Fellahreppur, Norður-Hérað og Austur-Hérað. STÁLU VERÐMÆTUM LISTAVERK- UM Þjófar komust undan með glerlistaverk sem metin eru á tæplega 250 milljónir króna. Þjófarnir stálu listaverkunum úr safni við Genfarvatn í Sviss. VÆNDISKONUR SELDU KÓKAÍN Ítalska lögreglan hefur handtekið 30 manns sem tilheyra smygl- hring sem smyglað hefur að minnsta kosti 50 kílóum af kókaíni frá Kólumbíu til Ítalíu og Spánar. Kólumbískar vændiskonur á Ítalíu og Spáni seldu kókaínið. RÁÐIST Á LÖGREGLUSTÖÐ Fjórir unglingar voru handteknir í Aegio í Grikklandi eftir árás á lögreglu- stöð. Mörgum bensínsprengjum var kastað að inngangi lögreglu- stöðvar í fyrrinótt. Enginn særðist í árásinni. Nokkuð hefur verið um eldsprengjuárásir á lögreglu í Grikklandi undanfarið. M YN D /A P 10-11 27.10.2004 21:23 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.