Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 28. október 2004 Gerður Kristný edda.is Til hamingju! Gerður Kristný fer með lesandann í mikla siglingu um óvæginn heim fjölmiðlanna og líf ungrar konu sem teflir á tæpasta vað. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 2004. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir meðal annars: „Bátur með segli og allt er bráðskemmtileg og spennandi saga um efni sem snertir kviku okkar allra. Á meistaralegan hátt er skyggnst inn í líf ungrar konu sem lifað hefur í tilfinningalegri útlegð frá sínum nánustu og frá fyrstu tíð vanist því að engum sé að treysta – allra síst fjölskyldunni.“ Við óskum Gerði Kristnýju innilega til hamingju! KOMIN Í VERSLANIR! DAVID BLUNKETT Vill skoða möguleika á að refsa þeim sem neyða fólk í hjónaband. Nauðungarhjónabönd: Vilja beita refsingum BRETLAND, AP Breska stjórnin ætlar að skoða möguleika á að gera það refsivert að neyða fólk í hjóna- band, sagði David Blunkett, inn- anríkisráðherra Bretlands. Hann sagði stjórnvöld líka ætla að hækka lágmarksaldur fólks sem fengi að koma til landsins sem makar þeirra sem fyrir eru í Bret- landi. „Nauðungarhjónaband er ein- faldlega brot á mannréttindum,“ sagði Blunkett. „Það er eitt af- brigði heimilisofbeldis sem gerir lítið úr fólki með því að neita því um réttinn til að ákveða hvernig lífi það lifir.“ ■ Ungverjar: Banna papriku UNGVERJALAND, AP Ungverska ríkis- stjórnin hefur bannað sölu á papriku eftir að eiturefni upp- götvuðust í paprikum í dreifingu hjá þrem ungverskum fyrirtækj- um. Heilbrigðisráðherra landsins sagði að bannið muni gilda þangað til komið sé í ljós hve mikið magn er að ræða sem er eitrað. Eiturefnin myndast vegna myglu og eru sögð geta verið hættuleg ef borðað er meira en hálft kíló af papriku á viku. Þetta er mjög bagalegt fyrir Ungverja sem nota mikið papriku í matar- gerð sinni. ■ Önnum kafið slökkvilið: Veiðir upp drukkna Íra ÍRLAND, AP Drukknir Dyflinnarbúar gera slökkviliðsmönnum lífið leitt. Ástæðan er sú að í viku hverri stökkva eða falla drukknir einstak- lingar fram af göngubrúm sem ligg- ja yfir Liffey-ána sem skiptir mið- borg Dyflinnar í tvennt. Að sögn talsmanna slökkviliðs- ins þurfa slökkviliðsmenn að meðal- tali að bjarga tíu vegfarendum úr ánni í viku hverri. Flestir þjást hin- ir drukknu sundgarpar af ofkæl- ingu og þurfa aðhlynningu af þeim sökum, að auki er mengun í ánni svo mikil að hvor tveggja sá sem dettur í ána og sá sem kemur til bjargar þurfa meðferð. ■ FATASÖFNUN Mikil aukning hefur orðið í fatasöfnun Rauða kross Ís- lands milli ára. Í fyrra söfnuðust 660 tonn af fötum, en nú stefnir í að um 800 tonn safnist á árinu. „Við reiknum með að senda frá okkur svona 75 gáma til útlanda á árinu,“ segir Örn Ragnarsson, for- maður fataflokkunar hjá Rauða krossinum. Hann segir vonir standa til að afrakstur fatasölunn- ar til útlanda verði meiri en í fyrra, þegar hann var 5,7 milljón- ir, en þar spilar óhagstæð gengis- þróun þó inn í. „Hins vegar er verslunin okkar á Laugavegi 12 að skila tölvuvert meiru heldur en í fyrra, en þá var heildarvelta henn- ar um 6 milljónir.“ Rauði krossinn úthlutar einnig fatnaði til bág- staddra. „Í fyrra voru um 600 fjöl- skyldur sem fengu úthlutað fatn- aði og í þeim yfir þúsund börn. Einnig sendum við föt í fangelsin og Byrgið, auk þess sem lögregla og neyðarmóttökur sjúkrahúsa fá hjá okkur föt,“ segir Örn. Örn segir orsakir aukinnar fatasöfnunar ekki liggja fyrir, en bendir á að fólk hreinsi gjarnan til í fataskápum hjá sér áður en skipt er um húsnæði. „Sjálfsagt eru þarna samverkandi þættir. Við erum líka orðin miklu sýnilegri á Sorpustöðvunum,“ segir hann. - óká Vegagerðin: Verkefni sitji á hakanum SAMGÖNGUR Í gangi er endurskoð- un á vegáætlun þar sem gert er fyrir niðurskurði á framkvæmd- um Vegagerðarinnar á fjárlögum næsta árs. Ekki er búið að ákveða neitt varðandi hvaða verkefni á vegá- ætlun verða látin sæta afgangi, að sögn Jóns Rögnvaldssonar vega- málastjóra. „En mér þykir líklegt að það dreifist um allt land því þetta er nokkuð mikið sem skorið verður niður.“ Í heildina er gert ráð fyrir að skorið verði niður í framkvæmd- um sem nemi 1,7 milljörðum króna. Hluti niðurskurðarins er vegna framkvæmda í Héðins- fjarðar- eða Siglufjarðargöngum, en annað dreifist yfir landið. - óká Rauði krossinn: Met í fatasöfnun ÖRN RAGNARSSON Formaður fataflokkunar hjá Rauða krossi Íslands segir að úthlutun á fatnaði til bágstaddra fari fram í flokkunarstöð Rauða krossins í Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði þar sem hver sem er geti gengið inn án þess að þurfa að sanna fátækt sína. 10-11 27.10.2004 21:23 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.