Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 14
14 28. október 2004 FIMMTUDAGUR Rannsóknir á krabbameinslyfjum fyrir börn: Baldur ráðinn á Karolínska HEILBRIGÐISMÁL Íslenski prófess- orinn, Baldur Sveinbjörnsson, sem starfað hefur við háskólann í Tromsö í Noregi hefur verið ráðinn við Karolínska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi. Hann flytur sig um set í kjölfar uppgötvunar, sem hann gerði ásamt samstarfs- fólki sínu þess efnis að tvö þekkt verkjalyf, Voltaren og Celebra, drepi frumur í krabbameini sem leggst á börn á aldrinum 0-10 ára. „Ég mun starfa við rannsókn- ardeildina á Karolínska sjúkra- húsinu og vinna áfram við þessar og aðrar rannsóknir ásamt fleir- um,“ sagði Baldur. Hann kvað frumniðurstöður rannsóknarinn- ar með verkjalyfin hafa fengið talsverða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Eftir að frumrannsóknir á þessari virkni lyfjanna í Tromsö höfðu sýnt jákvæðar niðurstöður var uppgötvunin þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkra- húsið í Stokkhólmi. Gert er ráð fyrir að í vor hefjist þar skipu- lagðar og umfangsmiklar rann- sóknir á þessari meðferð á börn- um samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð. Auk þessa er unnið að rann- sóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristil- krabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal ann- ars í Bandaríkjunum. - jss Saka hvorir aðra um kosningasvik Demókratar í Ohio ásaka repúblikana um að hindra kjósendur í því að kjósa. Repúblikanar segjast koma í veg fyrir kosningasvik með því að vefengja rétt tugþúsunda nýrra kjósenda til að kjósa. BANDARÍKIN Óttast er að Ohio, einu af þeim fylkjum í Bandaríkjunum þar sem barist er hve harðast um forsetaembættið, verði „Flórída“ þessara kosninga. Demókratar og repúblikanar skiptust á ásökunum á mánudag um kosningasvik, að hindra kjósendur og ógna þeim. Ohio hefur tuttugu kjörmenn og tilheyrir þeim tíu fylkjum þar sem kosningabaráttan er sem hörðust. Af þeim tíu eru einungis tvö fylki, Flórída og Pennsyl- vania, sem hafa fleiri kjörmenn. Á mánudag gengu demókratar um miðborg Columbus, höfuðborg Ohio, með flögg sem á stóðu „Ekki í þetta skiptið?“ og kölluðu „Teljið hvert atkvæði“. Á sama tíma héldu repúblikanar áfram að draga í efa rétt þúsunda nýrra kjósenda til að kjósa. Mögulega þarf því að kalla fyrir alla þá sem dregnir eru í efa, til að komast að niðurstöðu um hver megi kjósa í forsetakosningunum 2. nóvember, að því er fram kemur í bandaríska dagblaðinu Washington Post. Því óttast margir að sama gerist með Ohio líkt og Flórída sem gat ekki tilkynnt um sigurvegara í fylkinu fyrr en 36 dögum eftir forseta- kosningarnar árið 2000. Skoðana- kannanir sýna að Bush og Kerry eru nánast með jafnmikið fylgi og því mun hvert atkvæði skipta máli. Þegar hafa repúblikanar vé- fengt rétt 35.000 nýrra kjósenda til að kjósa í Ohio í þessum kosn- ingum og ætluðu að senda sjálf- boðaliða til 8.000 kjörstaða í gær, til að véfengja tugþúsund annarra nýrra kjósenda. Demókratar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á kosningarnar og telja að margir mæti ekki á kjörstað vegna þessa. Vitað er að kjörskrá- in í Ohio er gölluð og talið að rúm- lega 120.000 nöfn komi tvisvar fyrir. Þá er ótalið hversu margir þeirra sem eru á kjörskrá eiga ekki að geta kosið, meðal annars vegna þess að þeir hafa flutt burt úr fylkinu. Repúblikanar segja að þeir séu að fletta ofan af miklu kjör- skrársvindli og benda á að í Franklinsýslu séu fleiri kjósendur á kjörskrá en íbúar sem hafa ald- ur til að kjósa. Aðrir hafa þó sagt að það sé ekki nauðsynlega merki um svindl, því lög um kjörskrán- ingu banni að kjósendur séu tekn- ir af kjörskrá fyrr en fjórum árum eftir að beiðni um slíkt sé send. svanborg@frettabladid.is þú gætir unnið miða fyrir tvo á Edduhátíðina taktu þatt - kjostu núna´ ´ ALLT UM EDDUNA A VISIR.IS´ – hefur þú séð DV í dag? Tók dóppeningana til að borga fjárkúgara YFIRLÖGREGLUÞJÓNN SEGIR HALL HILMARSSON HAFA JÁTAÐ ÞÓTT HANN NEITI FYRIR DÓMI KERRY OG CLINTON Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ræðir við John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata á fundi í Philadelphiu. Clinton er ný- kominn af sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. MEÐ KJÖRSKRÁNA Í HENDINNI Formaður kjörstjórnar í Clarksýslu í Ohio, Linda Rosicka, með hluta kjörskrár í hend- inni. Óvenjumikil kjörsókn utan kjörfundar: Tíu prósent búin að kjósa BANDARÍKIN Einn af hverjum tíu líklegum kjósendum í banda- rísku forsetakosningunum hafa þegar greitt atkvæði samkvæmt skoðanakönnun fyrir fréttastofu sjónvarpstöðvarinnar ABC. Af þeim greiddu 51 prósent repúblikananum George W. Bush atkvæði en 47 prósent demókratanum John Kerry. Þetta þýðir þó ekki endilega að Bush nái endurkjöri því sam- kvæmt sömu könnun ætla 49 prósent allra líklegra kjósenda að greiða Kerry atkvæði sitt en 48 prósent ætla að kjósa Bush. Það er vel innan skekkjumarka og staðan því jöfn. Mest er um að fólk sé búið að kjósa í Vesturríkjunum, ein ástæðan fyrir því er að í Oregon greiða allir atkvæði bréfleiðis. Að því er ABC-fréttastofan seg- ir frá eru það fyrst og fremst eldri kjósendur og konur sem greiða atkvæði snemma. - bþg UMFJÖLLUN Niðurstöður frumrannsókna á áhrifum verkjalyfja á krabbamein í börnum hafa verið allnokkuð til umfjöllunar í blöðum og tímaritum ytra. M YN D /A P BSRB boðar til opins fundar um þjónustutilskipun ESB Framkvæmdastjóri og varaformaður EPSU (Samtök starfsmanna í al- mannaþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins) halda erindi um umdeilda þjónustutilskipun ESB, sem skipt getur sköpum fyrir vel- ferðarþjónustu og stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar. Anne-Marie PERRET, varaformaður EPSU Carola Fischbach-Pyttel, framkvæmdastjóri EPSU Fundurinn, sem er öllum opinn, fer fram á Grettisgötu 89, 4. hæð, föstudaginn 29. október kl. 9.15. Fundurinn verður haldinn á ensku. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ 14-15 27.10.2004 21:19 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.