Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 19
15FIMMTUDAGUR 28. október 2004 ■ LEIÐRÉTT Minnisleysi: Tesopinn hjálpar LÆKNAVÍSINDI Ný bresk rannsókn sýnir að regluleg tedrykkja getur bætt minni fólks. Vísindamenn frá háskólanum í Newcastle hafa komist að því að te inniheldur efnasambönd sem bæla niður virkni tiltekinna hvata í heil- anum en þessir hvatar brjóta niður efni og valda með því alzheimer. Að sögn BBC er áhrifamáttur græns tes ívið meiri en hefðbundins. Vonast er til að á grunni þessar- ar uppgötvunar verði hægt að þróa sérstakt te fyrir sjúklinga sem hefur sömu áhrif og þau lyf sem nú eru notuð til að halda sjúkdómnum niðri, en engar aukaverkanir. ■ „Það er rangt að Flóki hafi drepið fé sitt úr hor,“ segir Ragnar Guðmundsson á Brjáns- læk. Honum er annt um mann- orð Hrafna-Flóka sem hafðist við á Brjánslæk í eitt ár á sinni tíð en þá hét Brjánslækur reyndar ekki Brjánslækur heldur eitthvað allt annað eða kannski ekki neitt. „Hið rétta er að Geirmundur heljarskinn fann hjörð þegar hann nam land hér á nesinu fyrir handan og það var hjörð Flóka,“ segir Ragnar með þunga í röddinni. Tilgáta hans er að féð hafi týnst í skóginum en í þá daga var landið skógi vaxið. „Ég hef enga trú á að Flóki hafi ekki hugsað um fé sitt.“ Þrálátur orðrómur um að hjörð Flóka hafi drepist úr hor fer fyrir brjóstið á Ragnari sem vill að hið sanna komi í ljós. Hann erfði áhugann á Flóka frá föður sínum og vinnur að því ljóst og leynt að halda minningu hans á lofti. Liður í því er að koma á fót Hrafna-Flóka safni í kjall- ara nærliggjandi prestsseturs sem Ragnar dundar sér við að gera upp þessa dagana. Tóftir Flóka eru sýnilegar og standa vonir til að þær verði grafnar upp í bráð. - bþs Ranglega var sagt í blaðinu í gær að Gísli á Uppsölum hefði dvalið síðustu ár ævi sinnar á hjúkrun- arheimilinu á Patreksfirði. Hann dvaldi þar aðeins í fáa daga, flutt- ist þangað á þorláksmessu 1986 og lést á gamlársdag sama ár. RAGNAR GUÐMUNDSSON Á BRJÁNSLÆK Flóki hugsaði ekki illa um féð sitt. Málsvörn landnámsmanns: Flóki drap ekki féð Risarækjan úr skelinni: Mjúk og bragðgóð RISARÆKJUELDI Risarækjueldi Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið vel og er nú svo komið að fyrirtækið hyggst sleppa af því takinu og fela það öðrum. Fimm ár eru liðin síðan fulltrúar fyrir- tækisins kynntu sér risarækjueldi í Nýja Sjálandi og hefur verið unnið að því statt og stöðugt síðan. Tilraunirnar lofa góðu, svo góðu raunar að Úlfar Eysteinsson, mat- reiðslumeistari, fullyrðir að risa- rækjurnar eigi eftir að slá í gegn þegar þær koma á markað. Úlfar matreiddi risarækjuna fyrir blaðamenn í gær og var það samdóma álit þeirra sem snæddu að bragðgóð væri hún. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir hana meira að segja alveg sérstaklega góða en hann er mikill rækjumaður og hefur borðað rækjur víða um heim.“Mér finnast rækjur mjög góðar og þessar rækjur alveg sér- staklega góðar,“ sagði Alfreð í gær. „Ég hef borðað svona risa- rækjur erlendis og ég verð að segja það að þessar virðast vera mýrki en útlenskar og bara betri í alla staði.“ Hann vildi þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja að þetta væru bestu rækjur sem hann hefði bragðað um ævina. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri OR, telur að risarækjueldið geti orðið blómleg atvinnugrein enda auðveldara að ala risarækj- ur en margan fiskinn. Ætla má að fyrir kílóið af alinni risarækju fá- ist tvö þúsund krónur. Nokkrir hafa sýnt áhuga á að taka við kefl- inu af OR og færa þannig eldið af tilraunastigi og gera að burðugri atvinnugrein. - bþs ALFREÐ ÞORSTEINSSON STJÓRNAR- FORMAÐUR ORKUVEITUNNAR Mér finnast rækjur mjög góðar og þessar rækjur alveg sérstaklega góðar.“ 18-19 (24klst) 27.10.2004 19:31 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.