Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 22
Sumir viðburðir mannlífsins varpa ljósi og skuggum langar leiðir fram og aftur um tímann. Landnám Íslands, ritun Íslendingasagna og endurheimt sjálfstæðis þjóðarinn- ar eftir langa mæðu hafa þessa sér- stöðu í sögu Íslands. Heimsstyrj- aldirnar tvær, kreppan mikla á milli þeirra og hrun kommúnism- ans fyrir 15 árum teljast til slíkra atburða á heimsvísu. Kreppan mikla 1929-39 markaði djúp spor í Ameríku og Evrópu. Margir Bandaríkjamenn á öllum aldri lýsa sjálfum sér enn í dag sem Rooseveltdemókrötum, og sú sjálfslýsing er arfur frá þeim tíma, þegar allt að því fjórði hver vinnu- fús og vinnufær maður var at- vinnulaus langtímum saman, og sár fátækt og sorg svarf að fjöl- mörgum heimilum. Bandaríkja- mönnum tókst þó að tefla nokkuð vel úr þessari erfiðu stöðu, og svo er að miklu leyti fyrir að þakka Franklin D. Roosevelt forseta, enda þótt hann tæki ekki nema að litlu leyti þeim ábendingum, sem honum bárust um færar leiðir til að binda bráðan enda á kreppuna. Roosevelt var bent á það strax 1934, að stóraukin ríkisútgjöld myndu lyfta hagkerfinu upp úr lægðinni, úr því að heimilin og einkafyrirtækin stóðu sem fastast á bremsunni. Hann hafði þá þegar þanið ríkisútgjöld talsvert umfram skattheimtu til að örva efnahagslíf- ið, en honum leizt þó ekki vel á mikinn ríkishallarekstur og hélt því að sér höndum. Kreppan dróst því á langinn, þótt atvinnuleysi minnkaði smám saman eftir 1932 og hagvöxtur glæddist, og henni lauk ekki fyrr en síðari heimsstyrj- öldin brauzt út 1939, því að þá fyrst jukust útgjöld ríkisins til muna vegna stríðsins. Ríkisútgjöld til annars en landvarna námu 3% af landsframleiðslu Bandaríkja- manna, þegar Roosevelt varð for- seti 1932, og höfðu með vörnum hækkað í 44% af landsframleiðslu, þegar hann dó í embætti skömmu fyrir stríðslok 1945. Æ síðan hafa menn ekki þurft að óttast djúpar kreppur, því að nú kunna menn ráð til þess að komast hjá atvinnu- hruni. Lausnin er samt ekki stríð, heldur aukin umsvif almanna- valdsins, ef einkageirinn stendur á sér. En þrálátt atvinnuleysi er eigi að síður vandamál víða um heim. Mestur er vandinn í mörgum þró- unarlöndum. Atvinnuleysistölur þar eru að vísu nokkuð á reiki, en vandinn blasir samt við og stafar að miklu leyti af stöðugum straumi fólks úr dreifbýli í borgir. Land- búnaður þarf á sífellt færra fólki að halda þar eins og í iðnríkjunum, því að tækniframfarir leysa sífellt fleiri vinnandi hendur af hólmi, og fólkið flykkist því burt úr sveitun- um og býr við stopula eða enga vinnu og bág kjör í borgunum. Menntun er áfátt, og margt fólk hefur því lítið annað fram að færa á vinnumarkaði en vöðvaaflið eitt. Í Naíróbí, höfuðborg Keníu, býr t.d. næstum helmingur borgarbúa í fátækrahverfum, flestir án raf- magns og rennandi vatns. Jafnvel í Botsvönu, sem á heimsmet í hag- vexti síðan 1965, er fimmti hver maður atvinnulaus og fjórði hver í Namibíu, þar sem ýmislegt er að öðru leyti eins og það á að vera og Íslendingar hafa lagt hönd á plóg. Hlutskipti atvinnulausra í fátækra- ríkjum þriðja heimsins er mun verra en í okkar heimshluta, þar eð atvinnuleysisbótum og öðrum al- mannatryggingum er ábótavant. Búferlaflutningum úr sveit í bæ er nú að mestu leyti lokið báðum megin Atlantshafsins. Atvinnu- leysið í Evrópu á sér því aðrar or- sakir, einkum ósveigjanlegt vinnu- markaðsskipulag, ónóga grósku og of mikla áhættufælni í efnahagslíf- inu. Margar þjóðir álfunnar hafa ráðizt gegn vinnumarkaðsvandan- um undangengin ár með góðum ár- angri. Írar hafa t.d. kýlt atvinnu- leysið úr 17% niður í 4% nú, Spán- verjar úr 24% í 11%, Danir úr 11% í 6% og Hollendingar úr 14% í 6%. Spánn er eina Evrópulandið, þar sem atvinnuleysi mælist nú með tveggjastafatölu. Atvinnuleysið er þó enn of mikið, einkum í Frakk- landi, Þýzkalandi og á Ítalíu, þar sem það leikur nú á bilinu 8%-9%. Margt leggst á eitt í þessum lönd- um. Lög torvelda vinnuveitendum að segja upp fólki og slæva með því móti vilja þeirra til að ráða fólk í vinnu. Of langdrægar atvinnuleys- isbætur sljóvga áhuga atvinnu- lausra á að leita sér að vinnu. Lög- bundin lágmarkslaun og fram- gangsríkar kaupkröfur voldugra verklýðsfélaga hneigjast til að verðleggja ófaglært utanfélagsfólk út af vinnumarkaðinum. Í Bandaríkjunum er atvinnu- leysið einkum háð hagsveiflunni og hefur dansað í kringum 5% allar götur síðan 1960 án þess að sýna nokkra langtímatilhneigingu til hækkunar, og svo er m.a. fyrir að þakka sveigjanlegu vinnumarkaðs- skipulagi. Samt hefur atvinnuleys- ið þar vestra aukizt um helming síðan 2000, m.a. af því að stjórn Bush forseta hefur reynt að örva atvinnulífið með röngum ráðum, þ.e. með því að minnka álögur á tekjur auðkýfinga. En skattalækk- un bítur ekki á atvinnuleysi, nema hún gagnist launþegum með miðl- ungstekjur. ■ Nú um mánaðamótin er hálfur annar mánuður liðinn síð-an Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráð-herra af Davíð Oddssyni. Ýmsir töldu þá að þetta væru tímabær skipti og vildu jafnvel að fyrrverandi forsætisráð- herra notaði tækifærið og hætti með öllu afskiptum af stjórn- málum. Ekki er ólíklegt að einhverjir þeirra sem þannig hugs- uðu eða töluðu séu nú komnir með bakþanka. Ástæðan er fram- taksskortur og litleysi Halldórs Ásgrímssonar í kennaraverk- fallinu. Það mátti Davíð Oddson eiga að hann fann yfirleitt við svipaðar aðstæður hvenær þjóðinni var nóg boðið og gerði þá skyldu sína. Honum hefur fyrirgefist margt vegna skörungs- skapar á örlagastundum. Nær allan þann tíma sem Halldór hefur gegnt forsætisráð- herraembættinu hafa 45 þúsund grunnskólabörn verið án skóla- göngu vegna verkfalls kennara. Veruleg vandræði hafa skapast í þjóðlífinu, á heimilum fólks og í atvinnulífinu. Börnunum okk- ar líður ekki vel og þau skilja ekki ástandið. Forsætisráðherr- ann hefur hins vegar verið deyfðin uppmáluð; látið eins og mál- ið komi sér ekki við. Fyrir viku síðan þegar uppnám varð í þjóð- félaginu vegna viðræðuslita í deilunni ákvað ráðherrann að kalla deilendur á sinn fund. Margir veltu því fyrir sér hvers vegna hann beið í fjóra daga, frá fimmtudegi og fram á mánu- dag, með að halda þann fund. Þeir bjartsýnustu héldu að ráð- herrann væri að undirbúa útspil sem leyst gæti deiluna þannig að kennsla gæti hafist í þessari viku. Mikil urðu því vonbrigðin þegar í ljós kom að ráðherrann hafði ekkert fram að færa, úti- lokaði íhlutun í málið með fjárframlögum eða lagasetningu, og hafði þau ein boð að flytja að deilendur ættu að halda áfram að tala saman. Ráðherrann setti niður við þetta. Það eru gömul og ný sannindi að betra er að þegja en segja þegar menn hafa ekk- ert fram að færa. Verðmætamat forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans er annars einkennilegt. Nokkrum sinnum hefur þessum sömu stjórnvöldum þótt verkfall sjómanna skapa svo hættulegt ástand fyrir þjóðfélagið að þau hafa svipt stéttarfélag þeirra verkfallsrétti til að hjól sjávarútvegsins gætu haldið áfram að snúast. Það getur því ekki verið af sérstakri virðingu fyrir vinnulöggjöfinni eða frjálsum samningsrétti sem stjórnvöld horfa nú aðgerðalaus á kennaraverkfallið og afleiðingar þess. Verkfallið snýr einnig að samstarfsmanni forsætisráðherra í ríkisstjórninni, menntamálaráðherra, sem á að heita æðsta yfir- vald skólanna. Framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hefur því miður ekki verið traustvekjandi. Hún kastar fram stórpólitískum hugmyndum, eins og um endurflutning grunn- skólans til ríkisins, án þess að meina neitt með því og talar út og suður í „vandræðalegu spjalli við kennara“, svo vitnað sé í skrif flokksbróður hennar; menn átta sig ekki á því hvað hún raun- verulega vill og stendur fyrir. Sjá þessir ágætu ráðherrar ekki það sem allir aðrir í þjóðfé- laginu sjá? Forystumenn kennara og sveitarstjórnarmenn hafa sett vinnudeiluna í óleysanlegan hnút og eina lausnin felst í því að ríkisvaldið höggvi á hann. ■ 28. október 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Eftir hálfan annan mánuð eru margir farnir að sakna Davíðs Oddssonar: Framtaksleysi forsætisráðherra FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG ATVINNULEYSI ÞORVALDUR GYLFASON Margar þjóðir álf- unnar hafa ráðizt gegn vinnumarkaðsvandan- um undangengin ár með góðum árangri. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Atvinnuleysi á undanhaldi Kennsla „í miðju fríi“ Með hverjum degi sem líður í kennara- verkfallinu bætast við ný undrunarefni fyrir foreldra skólabarna. Þegar grillti í skímu í myrkinu í gær og sumir foreldr- ar voru farnir að trúa því að kennsla gæti hafist í lok þessarar viku eða byrj- un þeirrar næstu kemur þessi ótrúlega fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins: „Vetr- arfrí gæti sett strik í reikninginn“. Eftir Gerði G. Óskarsdóttur fræðslustjóra í Reykja- vík er haft að „verið sé að skoða málin varðandi vetrarfríið, leysist verkfall á næstu dögum“. Orðrétt segir fræðslustjórinn: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort skipu- lagt [þriggja til fimm daga] vetrarfrí skólanna haldi sér eða hvort kennt verður í fríinu ef samningar nást á næstu dögum“. Og hvað er svona mik- ilvægt við vetrarfrí eftir sex vikna verk- fall? Jú, fræðslustjórinn segir að „í sum- um tilfellum hafi bæði starfsmenn skólanna og foreldrar skipulagt ferða- lög í vetrarfríinu sem yrðu sett úr skorðum ef kennsla hæfist í miðju fríi“. Hvílík röskun! Í „miðju fríi“? Von að ýmsir spyrji: Er veruleikafirringunni engin takmörk sett? Ritskoðun? Viðskiptablaðið segir í gær að hug- myndir starfsnefndar á vegum Framtíð- arhóps Samfylkingarinnar um einka- rekstur grunnskóla, sem kynntar voru á flokksstjórnarfundi fyrir nokkrum dög- um, hafi mælst misjafnlega fyrir í flokknum. Hafi „Hafnarfjarðarkratar“ brugðist ókvæða við enda hafi foringjar þeirra, Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Geirsson, á sínum tíma talað um einkarekstur skóla sem „útboð á börnum“. Spyr blaðið hvort það sé vegna þessarar óánægju sem niður- staða starfshópsins hafi skýringarlaust verið fjarlægð af vef Framtíðarhópsins, framtid.is. Finnst blaðinu þetta lykta af ritskoðun og vera í ósamræmi við „nú- tímaleg og lýðræðisleg vinnubrögð um- ræðustjórnmálanna“ sem Samfylkingin heldur á lofti. gm@frettabladid.is SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS 22-23 Leiðari 27.10.2004 20:46 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.