Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 24
28. október 2004 FIMMTUDAGUR Tímaritið Birta - frítt fyrir þig • Fatnaður sem tekið er eftir • Glæpasögur • Jólabarn og lamandi gleði • Hvað fer mest í taugarnar á þér? • Bíómyndir vikunnar • Sjónvarpsdagskráin • Persónuleikapróf • Stjörnuspá og margt fleira ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS Mikið úrval af öndunarjökkum Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 N‡ji Skátabú›ar kúrinn gengur í allra ve›ra von o g klikkar aldrei. fiú kemur í n‡ju Skátabú›ina og kaupir Karrimor fatna› o g skó, einnig göng ustafi og byrjar a› labba í 1/2 tíma til klukk utíma á göngustígum bæ jarins sem oftast í viku, árangurinn kem ur fljótlega í ljó s, me› ánægju, hamingj u og vellí›an. P.S. Mundu a› dr ekka miki› af va tni , og bor›a gó›an og h ollan mat. Gangi flér vel í N‡ja skátabú›a rkúrnum, Sem ge ngur og gengur og klikka r aldrei. SKÁTABÚÐARK ÚRINN ÖNDUNAR- FATNAÐUR frá fimmtudegi til laugardags tilboðsdagar Polartec flís windstopper 9.995 kr. Frábærar dúnúlpur Stærðir frá 128 til 176 Verð frá 6.995 kr. Markaður eða mannfé- lag; ESB á tímamótum Í Evrópu geysa nú harðvítug átök þar sem vígvöllurinn er Evrópu- sambandið (ESB) og stendur stríð- ið um félagsleg réttindi vinnandi fólks og tilvist velferðarkerfisins eins og það hefur verið byggt upp og rekið af opinberri hálfu. Mark- aðsvæðingarsinnar hafa yfirhönd- ina innan framkvæmdastjórnar ESB og keyra nú áfram hugmynda- fræði sína undir gunnfána „sam- keppninnar“, einkavæðingar og of- urtrúar á markaðinn. Verkalýðs- hreyfingin í Evrópu, sem upphaf- lega studdi framgang Evrópusam- bandsins vegna loforða um bætt kjör og aukin réttindi félaga sinna, á hins vegar undir högg að sækja. Á morgun, föstudaginn 29. októ- ber, efnir BSRB til opins fundar með framkvæmdastjóra og vara- formanni EPSU, Evrópusambands starfsfólks í almannaþjónustu, þeim Carola Fischbach-Pyttel og Anne-Marie Perret. Tilefni fundar- ins er hin nýja umdeilda tillaga að tilskipun Evrópusambandsins um Innri markað á sviði þjónustu. Sú tilskipun er unnin af framkvæmda- nefnd ESB í framhaldi af Lissabon ráðstefnunni árið 2000, en þar var sett það háleita markmið að Evrópa (Evrópusambandið) skuli verða orðin samkeppnishæfasta mark- aðseining byggð á þekkingu í heim- inum árið 2010. Er tilskipunin frek- ari útfærsla á innri markaði ESB sem var komið á 1993 þar sem hornsteinarnir voru fjórfrelsið svokallaða; frjálst flæði fjár- magns, frjálst flæði fólks, frjálst flæði vöru og frjálst flæði þjón- ustu. Tilskipunin um innri markað þjónustu er að óbreyttu aðför að velferðarkerfinu og réttindum verkafólks í Evrópu og er Ísland þá ekki undanskilið. Nægir þar að nefna svokallaða upprunalands- reglu eða country of origin princ- iple. Hún er útfærsla á því mark- miði að gera fyrirtækjum í þjón- ustu kleift að starfa hvar sem er innan Evrópu. Reglan kveður á um að fyrirtæki sem hyggst starfa í öðrum löndum innan ESB, skuli einungis fylgja þeim lögum og reglum sem það land hefur sett sem fyrirtækið á höfuðstöðvar sín- ar í. Því blasir við að fyrirtæki geta flutt höfuðstöðvar sínar til þeirra landa þar sem eftirlit er ekki mikið, verkalýðshreyfingin er veik og kjarasamningar þ.a.l. slak- ir eða ekki til. Það á svo að vera í höndum stjórnvalda í uppruna- landinu, þ.e. í því landi sem fyrir- tækið á höfuðstöðvar sínar, að halda uppi eftirliti með innlendum fyrirtækjum sem starfa á alþjóð- legum vettvangi. Það er fyrirfram ljóst að slíkt eftirlit verður í besta falli í skötulíki. Spurningin er því hvers konar Evrópusamband er það sem er nú í mótun og hvernig við getum haft áhrif á þá þróun? Staðreyndin er að Ísland stendur utan ESB, en meginaðkoma okkar að bandalag- inu liggur annars vegar í gegnum samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið og hins vegar í gegn- um þau ráð og nefndir sem aðilar vinnumarkaðarins kunna að hafa aðgang að. Á þeim vettvangi mun BSRB beita sér að fremsta megni um leið og samtökin vilja leggja sitt lóð á vogarskálina til umræðu hér heima. Höfundur er alþjóðafulltrúi BSRB. Engin skólagjöld Stefna Framsóknarflokksins er skýr varðandi skólagjöld í ríkis- reknum háskólum: engin skóla- gjöld. Í samþykkt síðasta flokks- þings, sem haldið var í febrúar 2003, segir orðrétt um þetta: „Al- menn skólagjöld verði ekki tekin upp í grunnskólum og framhalds- skólum, né í ríkisreknum háskól- um“. Spyrja má, nær afstaða flokks- ins aðeins til grunnnáms í ríkis- reknum háskóla þannig að varð- andi framhaldsnám sé flokkurinn fylgjandi skólagjöldum eða hafi a.m.k. ekki hafnað þeim. Svarið er ótvírætt nei við báðum spurning- unum. Flokksþingið vísaði frá til- lögu um að bæta við orðunum „í grunnnámi“ í ályktunina. Hún hefði þá hljóðað: „né í grunnnámi í ríkisreknum háskólum“. Breyt- ingartillagan hefði dregið úr aðal- tillögunni, þannig að hún væri ekki eins víðtæk og afdráttarlaus. Andstaðan við breytingartillög- una var svo mikil að ekki var heimilað að mæla fyrir henni og ekki mátti ræða hana í umræðun- um, tillögunni var umsvifalaust vísað frá með dagskrártillögu sem Dagný Jónsdóttir flutti og flestir viðstaddir forystumenn flokksins studdu. Skýrari afstöðu er ekki hægt að sýna til málsins. Staðan er þá sú að hendur for- ystumanna flokksins og þing- manna eru algerlega bundnar í þessu máli. Þeir geta ekki hvikað frá samþykktri stefnu. Í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar eru ekki boðuð skólagjöld og reyndar hvergi á þau minnst. Þar stendur að meðal helstu markmiða ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabil- inu sé: að tryggja öllum jöfn tæki- færi til náms án tillits til búsetu og efnahags. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í miðstjórn flokksins, og í honum felast engar heimildir til þess að víkja frá samþykktri stefnu flokksþingsins 2003. Nú er spurt er Framsóknar- flokkurinn tilbúinn til þess að taka upp skólagjöld í sameinuðum háskóla Tækniháskólans og Há- skóla Reykjavíkur? Verði nýi há- skólinn ríkisrekinn er svarið skýrt og ótvírætt nei. Flokkurinn getur ekki staðið að því nema þá að sækja áður nýja stefnu til næsta flokksþings. Verði nýi skól- inn ekki ríkisrekinn háskóli þá þarf fyrst að ákveða hvort ríkið selji Tækniháskólann eða eigi hann áfram og leggi skólann með gögnum og gæðum inn í nýjan skóla sem yrði til úr þeim báðum. Ef ríkið selur Tækniháskólann er um dæmigerða einkavæðingu að ræða og það er alveg nýr flötur. Framsóknarflokkurinn hefur ekk- ert gefið undir fótinn með einka- væðingu í skólakerfinu og það á eftir að ákveða stefnuna. Niður- staðan er þá að flokkurinn getur ekki staðið að slíku nú. Þá er það síðasti kosturinn, sameinaður skóli sem er ekki ríkisrekinn. Hugsanlega má koma sér undan formlegri samþykkt flokksþings með þeirri leið, en ég held að fæstum muni blandast hugur um að þar væri aðeins verið að fara í kringum samþykktina og opna fyrir almenn skólagjöld í öllu há- skólanámi. Til dæmis með því að sameina svo Verkfræði- og raun- vísindadeild HÍ við hinn samein- aða skóla, eða sameina lagadeild HÍ við Viðskiptaháskólann á Bif- röst. Þessi leið gengur ekki held- ur. Niðurstaðan úr öllum mögu- leikum er sú sama, að óbreyttri stefnu flokksins getur hann ekki staðið að því að taka upp almenn skólagjöld. Einfalt og skýrt. Engin skólagjöld. ■ Stefna Framsóknar- flokksins er skýr varðandi skólagjöld í ríkis- reknum háskólum: engin skólagjöld. KRISTINN H. GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN SKÓLAGJÖLD ,, TÆKNIHÁSKÓLINN Greinarhöfundur telur það andstætt stefnu Framsóknarflokksins að taka upp skólagjöld við sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík. PÁLL H. HANNESSON SKRIFAR UM EVRÓPUSAMBANDIÐ Í Evrópu geysa nú harðvítug átök þar sem vígvöllurinn er Evr- ópusambandið (ESB). ,, 24-41 (24-25) Umræðan 27.10.2004 20:47 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.