Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 48
22 28. október 2004 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Páll Kristinsson hefur farið á kostum í fyrstu fjórum leikjum Njarðvíkurliðsins í vetur en alla leikina hefur liðið unnið með meira en tuttugu stiga mun, fyrstir liða í sögu úrvalsdeildar- innar. Páll er stigahæstur hjá Njarðvíkurliðinu með 21,1 stig að meðaltali og er sá Íslendingur í deildinni sem hefur lagt langmest til síns liðs í fyrstu fjórum umferð- um Intersport-deildarinnar. „Liðs- heildin er búin að vera mjög góð hjá okkur og þar skiptir miklu máli að við byrjuðum á því að fara í æf- ingaferð til Danmerkur fyrir tíma- bilið sem tókst mjög vel. Við fórum út með stóran hóp og vorum auk þess mikið saman í fjáröflun fyrir ferðina í sumar. Það hefur verið mikið bil á milli þeirra eldri og yngri hjá okkur í gegnum tíðina og það hefur náð að brúast með þess- ari ferð og því hve við höfum náð að vera mikið saman. Við leik- mennirnir höfum líka ákveðið það í sameiningu að gera þetta að skemmtilegu tímabili með því að gera það sjálfir skemmtilegt,“ seg- ir Páll. Njarðvíkurliðið hefur spilað mjög hraðan bolta það sem af er tímabili og Páll játti því að það hentaði honum vel. „Ég nýt mín vel í hröðum bolta og það hefur æxlast þannig að ég er mikið opinn. Í næsta leik getur vel verið að það verði einhver annar. Við erum með breiðan og góðan hóp og það eru allir að skila sínu, allt frá útlend- ingnum til ungu strákanna. Við erum með gott lið og vorum mjög heppnir með Bandaríkjamanninn Matt Sayman. Hann er gull af manni, spilar frábæra vörn og leggur sig alltaf fram. Síðan er Brenton Birmingham í feikna- formi og það hjálpar okkur. Vörnin hefur verið góð og það hefur gert það að verkum að sigrarnir hafa orðið svona stórir „ sagði Páll. Páll æfði með landsliðinu í sum- ar og hann sagði aðspurður að það ætti sinn þátt í því að hann væri jafngóðu formi og raun ber vitni. „Það voru góðar æfingar í sumar og öflugir mótherjar og það gerði manni eflaust gott,“ sagði Páll. Hann sagði að Einar Árni Jó- hannsson, þjálfari liðsins sem er að stýra liði í fyrsta sinn í efstu deild karla, hefði haldið vel utan um liðið. „Hann hefur staðið sig mjög vel og ég hef ekki orðið var við neitt reynsluleysi. Hann hefur auðvitað reynslu af því að stýra liðum í stórum leikjum úti eftir að hafa verið með unglingalandslið- ið.“ Hann sagðist eiga vona á meiri mótspyrnu frá andstæðingum Njarðvíkur í næstu leikjum og hræddist það ekki. „Þessir leikir okkar hafa alls ekki verið léttir. Við höfum komið sterkir upp í lok- in og klárað marga leiki þá. Deild- in er mjög sterk og það eru fullt af erfiðum leikjum framundan. Við ætlum okkur hins vegar að taka alla titla sem í boði eru - það þýðir ekkert annað,“ sagði Páll en Njarð- víkingar hafa ekki unnið titla und- anfarin tvö ár - nokkuð sem er óvenjulegt á þeim bænum. ■ PÁLL Í FRÁBÆRU FORMI Páll Kristinsson getur verið ánægður með byrjun sína í Intersport-deildinni en strákurinn hefur farið á kost- um með liði Njarðvíkur. Langefstur Íslendinga í Intersport-deildinni Páll Kristinsson hefur leikið frábærlega í upphafi Intersport-deildarinnar og lið hans Njarðvík hefur unnið alla leikina með meira en tuttugu stiga mun. Fabio Capello, þjálfari Juventus,segist fullviss um að lið hans Juventus geti endanlega þurrkað út allar titilvonir Roma en liðin mætast í dag. Um bitran slag verður að ræða því Capello var áður þjálfari Roma og tók með sér þrjá leikmenn þegar hann fyrirvaralítið yfirgaf liðið skömmu fyrir leiktíðina. Hann full- yrðir þó að hann beri engan kala til stjórnarmanna Roma sem þó voru aldrei sáttir við þann árangur sem liðið náði undir hans stjórn. Skotinn dvergvaxni, GordonStrachan, sem skrifar reglulega um enskan fót- bolta eftir að hann hætti þjálfun fyrir nokkrum miss- erum síðan seg- ir Ashley Cole, bakvörð Arsenal, þann besta í heimin- um í dag í sinni stöðu. Segir hann kappann skapa endalausa hættu með sóknarákafa sínum en hann sé jafnframt mun betri varnar- maður heldur en til að mynda Ro- berto Carlos sem löngum hefur þótt einn sá hæfasti í vinstri bakvarða- stöðunni. Ídag hefst í Puerto Rico Heims-meistaramót áhugamanna í golfi en þar leika þrír íslenskir keppendur. Hafa þeir Örn Ævar, Sig- mundur Einar og Heiðar Davíð dvalið undanfarnar tvær vikur í Orlando til undirbúnings og er því ekkert að vanbúnaði að spila eins og þeir geta best. Hitinn er engu að síður mikill en keppni stendur yfir næstu daga. Þrátt fyrir hið stórfenglega metsem lið Arsenal náði í ensku úr- valsdeildinni þegar liðið lék 49 leik án taps vantaði níu leiki til við- bótar til að brjó- ta Evrópumetið sjálft. Það met á stórliðið AC Mil- an en á árunum 1991 til 1993 var liðið taplaust í 58 leikjum í röð. Með liðinu léku þá margir sem munu seint renna úr hugum knatt- spyrnuunnenda: Van Basten, Savicevic, Papin, Rijkaard og fleiri. LIÐIN ÓSIGRANDI: 91-93 Milan 58 leikir 03-04 Arsenal 49 leikir 79-80 Real Sociedad 38 leikir 82-83 Hamburger SV 36 leikir 94-95 Nantes 32 leikir Þrátt fyrir að hafa tryggt liðiCitröen heimsmeistaratitilinn í ralli þegar tvær keppnir eru enn eftir er samt sem áður sú krafa gerð af hálfu liðsins að Sebastien Loeb aki til sigurs í þeim tveimur keppnum sem eftir eru. Ekki eigi að slaka neitt á á þeim bænum enda þótt hvorki aðrir bílafram- leiðendur né keppendur komist ná- lægt efsta sætinu. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM KÖRFUBOLTI Páll Kristinsson hjá Njarðvík hefur byrjað körfu- boltaveturinn frábærlega og þjálfari hans, Einar Árni Jó- hannsson, er ánægður með sinn mann. „Palli æfði með landsliðinu í allt sumar og er þar af leiðandi í mjög góðu formi. Hungrið í það að fá að spila er líka gríðarlega mikið,“ sagði Einar Árni en landsliðsþjálfarinn, Sigurður Ingimundarson, hafði lítil sem engin not fyrir Pál í leikjum landsliðsins í sumar. „Hann hefur verið virkilega ferskur í allt haust. Hann var mjög góður á æfingamótinu í Danmörku og hefur fylgt því frábærlega eftir það sem af er tímabilinu. Palli er einn allra fljótasti tveggja metra maður- inn í bransanum og hann er á heimavelli þegar við keyrum hraðaupphlaupin. Það er heldur ekki verra fyrir hann að hafa mann eins og Matt Sayman til að spila upp því þeir ná mjög vel saman. Palli er að njóta góðs af frá- bærri liðsheild og hann hefur verið að spila frábærlega fyrir okkur,“ sagði Einar Árni. ■ SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Einar Árni Jóhannsson um Pál Kristinsson: Einn allra fljótasti tveggja metra maðurinn í bransanum HÆSTA FRAMLAG LEIKMANNA Í INTERSPORT-DEILDINNI: 1. Joshua Helm, KFÍ 34,8 2. Darrell Flake, Fjölnir 34,5 3. Darrel Lewis, Grindavík 33,3 4. Damon Bailey, Hamar/Selfoss 31,5 5. Chris Woods, Hamar/Selfoss 29,8 6. Cameron Echols, KR 29 7. Páll Kristinsson, Njarðvík 27,8 8. Grant Davis, ÍR 26 9. Ron Robinson, Tindastóll 24,5 10. Anthony Glover, Keflavík 23,75 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] 1. DEILD KVENNA Í KÖRFUBOLTA UMFG –Keflavík 54-71 (26-31) Stig UMFN: Sólveig Gunnlaugsdóttir 17, Erla Þorsteinsdóttir 12, Svandís Sigurðar- dóttir 11 (17 frák.) Stig Keflavíkur: Res- hea Bristol 26 (8 frák. + 7 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 18, Marín Karlsdóttir 5 KR–Haukar 54-79 Ekki fengust nánari upplýsingar úr leikn- um áður en Fréttablaðið fór í prentun. UMFN–ÍS 60-67 (30-36) Stig UMFN: Woodstra 26 (10 frák. + 7 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 12, aðrar með minna Stig ÍS: Alda Jónsdóttir 21, Lovísa Guðmundsdóttir 20, Signý Hermannsdóttir 10 (15 frák.) ENSKA DEILDABIKARKEPPNIN: Chelsea–West Ham 1-0 1-0 Kezman (57.) Newcastle–Norwich 2-1 1-0 Jenas (2.), 2-0 Ameobi v. (42.), 2-1 Huckerby v. (56.) Southampton–Colchester 3-2 0-1 Danns (7.), 1-1 Blackstock (50.), 2-1 Blackstock (54.), 2-2 Halford (64.), 3-2 Blackstock (80.) Man City–Arsenal 1-2 0-1 Persie (78.), 0-2 Karbassiyoon (90.), 1-2 Fowler (90+4.) Birmingham–Fulham 0-1 0-1 Pembridge (76.) Middlesbrough–Coventry 3-0 1-0 Nemeth (4.), 2-0 Morrison (25.), 3-0 Graham (70.) Charlton–Crystal Palace 1-2 1-0 Hreiðarsson (5.), 1-1 Freedman (41.), 1-2 Torghelle (54.) Bolton–Tottenham 2-3 1-0 King sjm. (27.), 1-1 Defoe (44.), 2-1 Okocha v. (75.), 2-2 Bunjevcevic (84.), 2- 3 Brown (95.) Everton–Preston 2-0 1-0 Carsley (52.), 2-0 Bent (90.) SPÆNSKI KONUNGSBIKARINN: Amurrio–Racing Santander 2-3 0-1 Alvarez (44.), 0-2 Nafti ( 47.), 1-2 Garrido (55.), 2-2 Pierini sjm. (69.), 2-3 Moran (119.) Tarragona–Zaragoza 2-1 1-0 Pinilla (2.), 2-0 Fernando (51.), 2-1 Zapater (90+1.) Ourense–Atletico Madrid 0-3 0-1 Torres (4.), 0-2 Ballesta (42.), 0-3 Nano (55.) Burgos–Real Sociedad 1-3 1-0 Bravo (46.), 1-1 Kovacevic (54.), 1-2 Prieto (64.), 1-3 Alonso (84.) ÞÝSKA BUNDESLIGAN Mainz–Rostock 3-1 1-0 Gerber (54.), 2-0 Weiland (70.), 2-1 Arvidsson (81.), 3-1 Kramny (90.) Leverkusen–Bielefeld 3-2 0-1 Buckley (20.), 1-1 Woronin (50.), 2-1 Woronin (52.), 2-2 Vata (71.), 3-2 Woron- in (78.) Hamburg–Freiburg 4-0 1-0 Mpenza (5.), 2-0 Barbarez (28.), 3-0 Barbarez (51.), 4-0 Barbarez (58.) Stuttgart–Bremen 1-2 1-0 Delpierre (45.), 1-1 Klose (78.), 1-2 Valdez (80.) Nurnberg–Schalke 0-2 0-1 Ailton v. (9.), 0-2 Sand (45.) ÍTALSKA SERÍA A Bologna–Udinese 0-1 0-1 Passaro (55.) Brescia–Siena 0-1 0-1 Pecchia (18.) Cagliari–Parma 2-1 1-0 Abeijon (45.), 1-1 Marchionni (62.), 2-1 Esposito (85.) Chievo–Sampdoria 0-2 0-1 Volpi (32.), 0-2 Diana (35.) Lazio–Messina 2-0 1-0 Manfredini (35.), 2-0 Sousa (74.) Lecce–Inter 2-2 0-1 Adriano (4.), 0-2 Martins (33.), 1-2 Bojinov (36.), 2-2 Bojinov (49.) Milan–Atalanta 3-0 1-0Tomasson (53.), 2-0 Kaladze (71.), 3- 0 Serginho (90+1.) Palermo–Livorno 1-2 1-0 Mutarelli (5.), 1-1 Vidigal (36.), 1-2 Lucarelli (61.) Reggina–Fiorentina 1-2 1-0 Paredes (58.), 1-1 Maresca (72.), 1-2 Miccoli (88.) 48-49 (32-33) SPORT 27.10.2004 22:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.