Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 28. október 2004 23 Spá Fréttablaðsins um NBA Marbury ber Knicks Á þriðjudaginn kemur fer allt á fullt í NBA-boltanum og verður í mörg horn að líta fyrir tilþrifs- þyrsta körfuboltaunnendur. Fyrir tímabilið bættist við nýtt lið, Charlotte Bobcats, og gerði deildin töluverðar breytingar í samræmi við fjölgunina. Í vetur skiptast liðin í sex riðla, þrjá í austur- og vestur- deild og eru fimm lið í hverjum riðli. Í Atlantshafsriðli eru Phila- delphia 76ers, New York Knicks, New Jersey Nets, Toronto Raptors og Boston Celtics. Riðillinn gæti orðið sá jafnasti í Austurdeildinni en öll fimm liðin hafa gert tölu- verðar breytingar. Þar ber fyrst að nefna Knicks en þar hefur Isiah Thomas farið hamförum í nýju starfi sem fram- kvæmdastjóri. Með harðri hendi hefur hann rekið og ráðið menn og ætlar Thomas, ásamt þjálfaranum Lenny Wilkens, að byggja Knicks- liðið í kringum bakvörðinn Stephon Marbury. Þó að Marbury sé villtur á vellinum gæti þetta gengið upp og verður að fróðlegt að fylgjast með gangi mála í New York. Ef Sixers tekst að halda niðri ruglinu í Allen Iverson gæti ýmis- legt gerst þar á bæ. Sömu sögu má segja um Raptors sem hefur náð að sleikja fýluna úr Vince Carter og sannfært hann um að nýtt leik- skipulag hjá þjálfaranum Sam Mitchell gæti slegið í gegn. Celtics leggja traust sitt á Paul Pierce sem og töffarann Ricky Davis. Liðið gæti komist ofarlega í riðilinn en ekkert meira en það. Nets olli vonbrigðum á síðasta tímabili og mun Jason Kidd ekki leika með fyrr en upp úr áramót- um. Travis Best sér um leikstjórn- andahlutverkið og getur Nets hæg- lega blandað sér í toppbaráttu rið- ilsins. ■ FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Óli Stefán Flóventsson sagði upp launasamningi sínum við Grinda- vík í byrjun vikunnar og lýsti því yfir að hann ætlaði að róa á önnur mið. Nú væri tími til þess að reyna eitthvað nýtt. Aðeins nokkrum dögum síðar er hann alvarlega að íhuga að spila áfram með félaginu þar sem hann hafi fengið stuðning sem hann vissi ekki að væri til staðar. „Það er bara allt vitlaust hérna ef ég á að segja eins og er. Þannig að þetta er orðið frekar flókið mál fyrir mig,“ sagði Óli Stefán við Fréttablaðið í gær og bætti við að sama hvað yrði ofan á þá myndi hann samt flytja til Reykjavíkur. Þar ætlar hann að hasla sér völl á nýjum vinnuvettvangi og stefnir síðan á nám í Kennaraháskólanum næsta haust. „Grindavík er orðið mér hug- leikið aftur eftir að ég hef fundið fyrir miklum stuðningi í bænum. Fólk úti á götu er ekki sátt við að ég sé að fara og segir við mig að ég megi ekki fara. Það er svolítið skrítið að eftir að maður segist vera að fara þá heyrir maður ekk- ert nema gott um sjálfan sig. Það hefur komið mér nokkuð á óvart því ég hef ekki heyrt það áður. Ég lít á það sem mikla viðurkenningu fyrir mig og neita því ekki að ég er djúpt snortinn yfir þeim stuðningi sem ég hef fundið. Í raun er ég al- gjörlega orðlaus. Ég átti engan veginn von á þessu og hef greini- lega haft minna álit á mér sjálfur en aðrir. Þetta er bara alveg frá- bært. Það er ljóst að ég þarf að hugsa minn gang alvarlega áður en ég tek ákvörðun,“ sagði Óli Stefán en hann staðfesti að þrjú félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu þegar haft samband við sig. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir það ekki koma í mál að félag- ið leyfi Óla Stefáni að fara. Hann sé með samning við félagið og þeir muni bjóða honum nýjan launa- samning hið fyrsta. „Óli er algjör lykilmaður hjá okkur og í raun hjartað í liðinu. Við viljum að sjálfsögðu halda honum og munum gera honum nýtt tilboð fljótlega. Óli er Grind- víkingur og á að spila fyrir Grindavík,“ sagði Jónas. henry@frettabladid.is Ég er algjörlega orðlaus Óli Stefán Flóventsson er hugsanlega hættur við að hætta hjá Grindavík eftir að hafa fundið fyrir mikilli hlýju frá Grindvíkingum í sinn garð. Hann segist vera djúpt snortinn yfir stuðningnum. HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA? Óli Stefán Flóventsson reynir hér að stöðva Fylkismanninn Björgólf Takefusa í leik liðanna í sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. 48-49 (32-33) SPORT 27.10.2004 22:09 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.