Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 28. október 2004 39 Tónelska í Bústaðakirkju Cuvilliés strengjakvartettinn frá Munchen lék á tónleikum Kamm- ermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju s.l. sunnudagskvöld . Kvartettinn skipa þeir Florian Sonnleitner 1. fiðla, Aldo Volpini 2 fiðla, Roland Metzger víóla og Peter Wöpke selló . Margir vinir Kammermúsíkklúbbs- ins munu minnast Sinnhoffer kvart- ettsins, sem oft gladdi hjörtu manna á árum áður í Bústaðakirkju undir for- ystu Ingos Sinnhoffer, sem er minnis- stæður fyrir góðan fiðluleik og einnig hitt að hann sat á þrífæti úr tré, er hann lék og var stundum allt að því staðinn á fætur þegar mest gekk á í tónlistinni. Nú er þessi góði maður fallinn frá, en annar kominn í hans stað og kvartettinn heldur áfram, undir nýju nafni, að heimsækja tón- elska íslendinga í Bústaðakirkju. Er það vel og staðfesting þess að þrátt fyrir allt er flest það sem mestu skipt- ir í röð og reglu í heiminum. Strengjakvartett í F dúr eftir Antonín Dvorak, hinn svonefndi am- eríski kvartett, var fyrst leikinn. Þetta sama verk var einnig flutt af strengja- kvartettinum Pi-Kap, frá Tékklandi á tónleikum í Salnum mjög nýlega og sýnir það verðugar vinsældir verksins. Meira nýnæmi var að heyra Strengja- kvartett nr. 1 eftir Leos Janacek, sem kenndur er við skáldsögu Leos Tolstojs, Kreutzer sónötuna. Stíll þessa ágæta tónskálds er skemmti- lega persónulegur og ávallt ferskur, eins og strengjakvartettinn er gott dæmi um. Formið er sérkennilegt, sumir mundu ef til vill segja losara- legt, en stílbrögð höfundarins eru það sterk að verkið fær, þrátt fyrir allt sannfærandi heildarsvip. Veigamesta viðfangsefnið á þess- um tónleikum var Strengjakvartett í B dúr op.130 eftir Ludwig van Beet- hoven og einn af hinum fimm síð- ustu. Þetta verk er frægt fyrir margra hluta sakir og meðal annars vegna Fúgunnar stóru, sem útgefandinn taldi Beethoven á að að- skilja frá verkinu og semja annan léttari lokakafla, sem fékk þannig hlutverk sam- bærilegt við hestinn í Fjalla- Eyvindi. Á þessum tónleik- um var strengjakvartettinn fluttur með sínum rétta lokakafla. Sagt er að Beethoven hafi stund- um haft erfiðar svefnfarir þar sem hann glímdi við hina miklu kontra- punktista fyrri alda. Með sama hætti og Bach samdi fúgulistina og Mozart lokakafla Júpiter sinfóníunnar, varð Beethoven að láta kontrapunktinn til sín taka. Það gerði hann af allri sinni þekkingu og hugkvæmni og af öllu afli eins og hans var von og vísa. Út- koman er „Grosse Fuge“ og hefur önnur eins fúga ekki verið samin fyrr né síðar. Fyrir nútímamönn- um virðist augljóst hve eðlilegur endir fúgan er á þessu víðfeðma kammer- verki og heppilegur til að skapa formlegt jafnvægi. Þeir strengjakvartettar eru til sem náð hafa lengra en Cuvilliés kvartett- inn í stálfingraðri nákvæmni. En tón- elsku hafa þeir félagar á við hvern sem er og það skiptir mestu máli. Yfirleitt léku þeir þessi verk mjög vel og bestir voru þeir í Beethoven. Í hinni frægu Cavatínu flæddi lýríkin eins og Faxaflói út í sólarlagið og tíminn stóð kyrr. ■ edda.is KOMIN Í VERSLANIR Á flugi sínu um skóginn rekast Benedikt, Dídí og Daði dreki á grátandi stúlku. Þau hafa ekki hugmynd um hver hún er – og það sem verra er, hún veit það ekki sjálf. Þau leita ráða hjá Magnúsi mikla, vitrasta álfi skógarins, sem leiðir þau á rétta braut – og sú er ævintýralegri en nokkurt þeirra hefði órað fyrir. Bækurnar um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson hafa fyrir löngu öðlast miklar vinsældir hjá íslenskum börnum. Hér ratar Benedikt í ný og spennandi ævintýri með gömlum og nýjum vinum sínum í Álfheimum. JPV útgáfa hefur sent frá sér bók-ina Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnars- son. Stundum eiga guð og vísindin engin svör við stærstu spurningum lífsins. Hér er rakin saga ís- lenskrar fjöl- skyldu með fatlað barn – sagt frá gleð- inni yfir nýfæddu barni og angist- inni yfir sjúkleika þess, tilraunum til að fá bót á meinum þess og sorg- inni yfir því sem ekkert fær breytt. Sigmundur Ernir Rúnarsson deilir með lesandanum reynslu og sárs- auka sem hefur mótað hann og hans nánustu. Barn að eilífu er einstök og áleitin uppeldissaga þar sem flestar kenndir mannshugans kallast á í áhrifamiklu uppgjöri við lífið sjálft. Sigmundur Ernir Rúnarsson er löngu landskunnur fjölmiðlamaður og ljóðskáld. Barn að eilífu er fyrsta saga hans; í senn spennandi og hreinskilin frásögn af óvenjulegu lífshlaupi föður og dóttur. Hjá Máli og menningu er kominút í kilju spennusagan Skáldið eftir Michael Connelly. Blaðamaðurinn Jack stendur yfir moldum bróð- ur síns, lög- reglumanns sem svipti sig lífi og krotaði á dauðastundu þessi undar- legu orð á bíl- rúðu: Utan tíma – handan rúms. Jack neitar að trúa því að bróðir hans hafi framið sjálfsmorð. Upp á eigin spýt- ur tekur Jack að rannsaka endalok lögreglumanna víðs vegar um Bandaríkin sem allir eru sagðir hafa svipt sig lífi í starfi. Smám saman kemur hann auga á sameiginlega þræði sem beina sjónum í eina og sömu átt – að morðingja sem hann kallar Skáldið. Leitin að Skáldinu leiðir Jack í myrkviði sjúkra ofbeldis- manna þar sem siðleysið ríkir og brátt verður atburðarásin honum ofviða. Þýðandi er Brynhildur Björnsdóttir. Hjá Máli og menningu er Miskunnsemi Guðs eftir Kerstin Ekman komin út í kilju, í þýð- ingu Sverris Hólmarssonar. Vorið 1916 heldur Hillevi Klarin, nýútskrif- uð ljósmóðir frá Uppsölum, til starfa í afskekkt- um smábæ í Norður-Svíþjóð. Hún rekur sig fljótt á að veruleiki þess fólks sem þar lifir lýtur öðrum lögmálum, og fyrr en varir slær í brýnu milli hennar og kreddufullra bæjarbúa. Um leið er þetta saga um dulda hæfileika sem brjótast fram; um launráð, svik og ótrúlegar hefndir. Miskunnsemi Guðs er fyrsta bindið í þríleik og hefur hlotið af- bragðs viðtökur gagnrýnenda sem almennra lesenda. NÝJAR BÆKUR TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Cuvilliés kvartettinn Bústaðakirkja 54-55 (38-39) Menning 27.10.2004 19:15 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.