Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 29.10.2004, Qupperneq 1
● æðislegt að sjá pólska ríkissjónvarpið María Valgeirsson: ▲ SÍÐA 42 Digital Ísland á Fjölvarpinu ● sævar biðst afsökunar Sævar Þór Gíslason: ▲ SÍÐA 28 Allt fallið í ljúfa löð MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR ÖÐRUVÍSI RÁÐSTEFNA Útskriftar- nemendur í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík bjóða til öðruvísi ráðstefnu í dag. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar verða í boði, ásamt kappræðum um hvort leyfa eigi áfengisauglýsingar á Íslandi. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 29. október 2004 – 296. tölublað – 4. árgangur BARIST UM SÆTI Í BANKARÁÐI Tvær fylkingar munu takast á um sæti í bankaráði Íslandsbanka. Straumur fjárfest- ingarbanki vill þrjú sæti en fylking forstjóra bankans býður fram sex fulltrúa. Sjá síðu 2 600 MILLJÓNA NIÐURSKURÐUR Óhjákvæmilegt er að draga úr þjónustu Landspítalans til að ná fram um 600 millj- óna sparnaði á næsta ári. Stjórnarnefndin kynnti ráðherra hugmyndir í gær. Sjá síðu 2 FUNDAÐ MEÐ SJÚKRAÞJÁLFUR- UM Samninganefnd heilbrigðisráðherra boðaði á fyrsta samningafundi með sjúkra- þjálfurum endurskoðun á kerfi þeirra. Sjúk- lingum fer stöðugt fjölgandi. Sjá síðu 6 ENN EITT KLÚÐRIÐ Í FLÓRÍDA Nokkur þúsund kjörseðlar, sem senda átti til kjósenda í Flórída svo þeir gætu greitt at- kvæði utan kjörfundar, týndust. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 32 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 28 Sjónvarp 40 Mist Þorkelsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Árlegt hrekkja- vökupartí ● matur ● tilboð KJARAMÁL Auknar líkur virðast á því að kjarasamningar náist milli sjómanna og útvegsmanna. Samn- inganefnd Sjómannasambands Ís- lands hefur verið boðuð til fundar í húsi ríkissáttasemjara í dag. Sævar Gunnarssonar, formaður sambandsins, segir að menn eigi í viðræðum og því séu líkur til þess að menn nái saman. Formlegur fundur samninganefnda sjó- manna og útvegsmanna hefur enn ekki verið boðaður en nær stöðug- ar viðræður hafa staðið síðan í september. Tæp tíu ár eru síðan sjómenn og útvegsmenn náðu síð- ast samkomulagi um kjarasamn- ing. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði við setningu ársfundar sambands- ins í gær að hann bæri þau ánægjulegu tíðindi að komin væri veruleg hreyfing á viðræðurnar. Það væru afar góð tíðindi eftir allt sem á undan hefði gengið. Björgólfur Jóhannsson, for- maður LÍÚ, sagði á ársfundi sam- bandsins í gær að hann teldi allar forsendur til þess að samningar næðust. Útvegsmenn hefðu lagt áherslu á hagræðingu í útgerðinni og ávinningi af henni yrði skipt á milli útgerðar og sjómanna. - ghg NÝTT UPPHAF Á ARNARHÓLI Á legsteininum stendur: „Jóna Jónsdóttir, hún reitti hann til reiði.“ Fimmtán mannúðarfélög hvöttu til breyttra viðhorfa gegn ofbeldi og misrétti sem beint væri gegn konum. Jóhanna Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir ofbeldið koma öllum við. Réttarkerfið láti undir höfuð leggjast að draga ofbeldismenn til saka. nr. 43 2004 FERSK OG FRJÓ GERÐUR KRISTNÝ » Jólabarn á leiðinni + Glæpasögur Sigríður Anna Þórðardóttir Töskur og hanskar stjörnuspá fólk tíska bækur persónuleikaprófSJÓNVARPSDAGSKRÁ 29. okt. - 4. nóv. ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU DAG Jólabarn á leiðinni ● glæpasögur ● töskur og hanskar VÍÐA VÆTA Í KVÖLD Rigning með köflum vestan til í fyrstu en síðan víða um land í kvöld. Hlýnandi veður og hiti víðast 4-9 stig á láglendi. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Friðargæsluliðarnir: Á heimleið SPRENGJUÁRÁS Íslensku friðargæslu- liðarnir þrír, sem særðust í sjálfs- vígssprengjuárás í Kabúl á laugar- dag, koma heim í dag. Þeir lögðu af stað frá Afganistan í gærmorgun. Hallgrímur Sigurðsson, yfir- maður liðsins, sagði að ferð friðargæsluliðsins inn í borgina hafi ekki verið tímamæld en Fréttablaðið hefur greint frá því að friðargæsluliðarnir hafi beðið Hallgríms í um klukkustund fyrir utan verslun í einu hættulegasta hverfi Kabúl. Hann segir að eftir sprenginguna hafi hópurinn strax yfirgefið staðinn til að koma Ís- lendingunum á spítala. Afganska lögreglan hafi hlúð að öðrum sem slösuðust í árásinni. - ghg sjá síðu 4 Mótmæli á Arnarhóli: Misréttið var jarðað MÓTMÆLI Fimmtán mannúðarfélög boðuðu til táknrænnar athafnar á Arnarhóli í gær þar sem misrétti breitt gegn konum að hálfu réttar- kerfisins var jarðsett. Jóhönna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am- nesty, sagði að yfirvöldum bæri skylda til að tryggja vernd kven- na gegn hvers konar misrétti og ofbeldi. Jóhanna sagði að yfirvöld kæmust upp með að draga ofbeld- ismenn ekki til saka: „Réttarkerf- ið er gegnsýrt þeirri hugsun að konur séu sjálfar ábyrgar fyrir ofbeldinu, að þær hafi hvatt til of- beldisins eða komið því af stað með hegðun sinni.“ Þar vísar Jóhanna meðal ann- ars í dóm Héraðsdóms Reykja- ness þar sem refsingu í heimilis- ofbeldismáli var frestað. Látið var að því liggja að kona hefði unnið til ofbeldis gegn sér. - gag Þorlákshöfn vill sorp Reykjavíkur Viðræður eru um að allt sorp af höfuðborgarsvæðinu verði urðað við Þorlákshöfn. Heimamenn segjast hafa áhuga á að gera nútímasorpstöð. Samkomulag um Sorpstöð Suðurlands kynnt í dag. Kjarasamningar sjómanna: Veruleg hreyfing í viðræðum útvegsmanna og sjómanna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Gerður Kristný: UMHVERFISMÁL Vilji er til að flytja allt sorp af höfuðborgarsvæðinu á stórt svæði vestan við Þorláks- höfn, þar sem því yrði eytt. „Mjög vel hefur verið tekið í þessar hugmyndir og þær eru til skoðunar,“ sagði Ólafur Áki Ragn- arsson, bæjarstjóri í Ölfusi, sem athugar málið ásamt Alfreð Þor- steinssyni, stjórnarformanni Sorpu, og Ögmundi Einarssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. Hugmyndirnar eru liður í framtíðarskipulagi sorpmála á Suðurlandi. Ágreiningur hefur verið um starfsemi Sorpstöðvar Suðurlands, en samkomulag til lausnar verður kynnt fulltrúum aðildarsveitarfélaganna í dag. Ólafur Áki sagði að menn væru farnir að horfa á málið í samhengi eftir þetta. „Höfuðborgarsvæðið hefur ekki endalaust pláss í Álfsnesi,“ sagði hann. „Við höfum bent á að við höfum gott svæði fyrir vestan Þorlákshöfn, þar sem gaman væri að gera stöð sem uppfyllti nútíma- kröfur um eyðingu sorps. Við höf- um áhuga á að þetta verði í sam- starfi við Landgræðsluna og Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi. Við höfum rætt þetta við yfir- menn sorpmála í Reykjavík og menn eru að skoða þennan mögu- leika.“ Ólafur Áki sagði að þessi breyting gæti orðið á næstu 4-6 árum. Þá væri ekki verið að tala um að urða allt sorp af þessu stóra svæði, heldur aðeins örlítinn hluta þess. Öðru yrði eytt eða það end- urunnið. Hann sagði enn fremur að sorpurðun Sorpstöðvar Suður- lands í Kirkjuferjuhjáleigu yrði þar með úr sögunni, enda ætti hún ekki heima á þessu svæði, þar sem land væri að aukast að verð- mæti og mikil uppbygging í gangi. Sá staður væri barn síns tíma. Stórt sorpsamlag á suðvestur- horninu gæti allt eins verið í eigu fyrirtækis eins og sveitarfélag- anna. jss@frettabladid.is SÆVAR GUNNARS- SON Formaður Sjó- mannasam- bands Íslands hefur boðað samninga- nefnd sjó- manna til fundar í dag. 01 Forsíða 28.10.2004 22:22 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.