Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 6
6 29. október 2004 FÖSTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Hækkun á verði olíu á þessu ári hefur haft mikil áhrif á rekstrarafkomu sjávarút- vegsins að sögn Björgólfs Jó- hannssonar, formanns Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Hann sagði við setningu ársfunds samtakanna í gær að hækkun á olíureikningi útgerðarinnar síð- ustu tólf mánuði nemi rúmum 2,5 milljörðum króna. Björgólfur sagði ólíklegt að orkufrekar veið- ar gætu gengið til lengdar við þessar aðstæður. Það hvetji til þess að fundnir verði aðrir orku- gjafar fyrir stórnotendur eins og útgerðina. Hann sagði að ekkert virtist í spilunum sem leiddi til lækkunar á olíuverði og því væri mikilvægt að allir mögulegar ráð- stafanir væru gerðar til að lækka þennan kostnað. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra tilkynnti á fundin- um að hann hefði skipað nefnd sem ætti að gera úttekt á starfs- umhverfi sjávarútvegsins og skoða hvort hægt væri að minnka álögur, einfalda og samhæfa ýmsa þjónustu ríkisins til þess að hægt væri að lækka rekstrarkostnað út- gerðarinnar. - ghg Endurskoða greiðslur vegna sjúkraþjálfunar Samninganefnd heilbrigðisráðherra boðaði á fyrsta samningafundi með sjúkraþjálfurum endurskoðun á kerfi þeirra. Sjúklingum fer fjölgandi. Kostnaður Tryggingastofnunar hefur aukist um 84 prósent á fimm árum. HEILBRIGÐISMÁL Heildarkostnaður Tryggingastofnunar og sjúklinga vegna sjúkraþjálfunar hefur hækkað um tæplega 15 prósent á ári og 74 prósent á síðastliðnum fimm árum. Kostnaðarþátttaka Tryggingastofnunar á móti hlut sjúklings hefur hækkað á tímabil- inu og því nemur kostnaðarhækk- un stofnunarinnar um 84 prósent- um, eða um 487 milljónum. Kostn- aðurinn var rúmur milljarður árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags sjálfstætt starf- andi sjúkraþjálfara. „Samninganefnd ráðherra sagði á fyrsta fundi að þeir væru að reyna að endurskoða kerfið í heild sinni, hvort það sé hið eina rétta eða hvort fundnar verði aðr- ar leiðir,“ sagði Haraldur Sæ- mundsson, formaður samninga- nefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. „En það hefur ekkert frekar komið fram um það.“ Sjúklingum hefur fjölgað um 22 prósent. Svokölluðum almenn- um sjúklingum hefur fjölgað um 11 prósent, en öryrkjum sem leita til sjúkraþjálfara um ríflega 40 prósent og ellilífeyrisþegum um 30 prósent. Helsta ástæða þess að fólk leit- ar í auknum mæli til sjúkraþjálf- ara er sú að læknar beina sjúk- lingum sínum æ meira til þeirra. Í öðru lagi fer öldruðum og öryrkj- um, sem oftar en aðrir þurfa á langtímameðferð að halda, hlut- fallslega og stöðugt fjölgandi. Í þriðja lagi hefur fjölgun barna með umönnunarmat aukið verk- efni sjúkraþjálfara og svokölluð- um almennum sjúklingum fjölgar vegna kyrrsetu, tölvunotkunar og fleira. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fækkun legudaga á endurhæfingardeildum, fjölgun bæklunaraðgerða, tilfærsla íþrót- taslysa undir sjúkratrygginga- deild, aukin offita og fleira hafa orsakað aukna eftirspurn fyrir sjúkraþjálfun. Alls hefur meðferðum sjúkra- þjálfara fjölgað um 33 prósent síðastliðin fimm ár. Meðaltaxti á sama tíma hefur hækkað um 37 prósent, eða að jafnaði um 8,2 pró- sent á ári. Verðskrá vegna al- mennrar stofumeðferðar hefur hækkað um 32 prósent, eða að jafnaði um 7,2 prósent á milli ára. jss@frettabladid.is J A R Ð S K J Á L F T I „Skelfing greip um sig í hópn- um þegar við urðum vör við jarðskjálftann enda var hann sá öflugasti í landinu í fjórtán ár,“ segir Helga K. Auðunsdótt- ir, varaformað- ur ELSA, félags lögfræðinema á Íslandi, sem stödd er í Rúm- eníu á alþjóðaráðstefnu lögfræði- nema ásamt átta öðrum íslenskum lögfræðinemum. Ráðstefnan fer fram 100 kíló- metrum norður af Búkarest og skammt frá upptökum skjálftans sem reið yfir í fyrrakvöld. Skjálft- inn mældist tæplega 6 á Richter. „Hópurinn var kominn heim á hótel þegar jarðskjálftinn reið yfir enda var klukkan um ellefu um kvöld að staðartíma,“ segir Helga. „Byggingin skókst og dúaði og myndir hristust á veggj- um. Við rukum öll fram á gang og vissi enginn hvaðan á sig stóð veðrið. Þjófavarnir fóru í gang á öllum bílum og hundar geltu um allt. Sem betur fer urðu þó engin slys á fólki,“ segir Helga. Erlendar fréttastofur skýrðu frá því að miðað við stærð skjálft- ans sé það mesta mildi að enginn hafi slasast og ótrúlegt sé hve lít- ið tjón hafi orðið á mannvirkjum. -jss VEISTU SVARIÐ? 1Hvað nefnist hin nýja tegund mannasem fannst á indónesísku eyjunni Flores? 2Beinagrindur ættingja hvaða frægatónskálds er búið að grafa upp í Aust- urríki? 3Hvað stefnir í að Rauði kross Íslandssafni mörgum tonnum af fötum á þessu ári? Svörin eru á bls. 42 Héraðsdómur Reykjaness: Skilorð fyrir líkamsárás DÓMSMÁL Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals. Maðurinn kýldi annan mann fyrir hnefahögg í andlitið þannig að sá kinnbeinsbrotnaði. Þá fram- vísaði hann fölsuðum lyfseðli á apóteki vitandi að lyfseðillinn væri falsaður. Maðurinn játaði brot sín greiðlega fyrir dómi. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til játningarinnar, ungs aldurs mannsins og að hann hafi ekki áður gerst sekur við almenn hegn- ingarlög. -hrs BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Hækkun á olíu undanfarna tólf mánuði hefur kostað útgerðina 2,5 milljarða króna. Ársfundur útvegsmanna: Finna verður aðra orku- gjafa vegna hás olíuverðs Fólksflutningar: 400 fleiri flytja úr landi FLUTNINGAR Um fjögurhundruð fleiri Íslendingar munu flytjast frá landinu en til þess á þessu ári, að því er fram kemur í vefriti fjár- málaráðuneytisins. Aðfluttum ís- lenskum ríkisborgurum frá útlönd- um hefur fjölgað um 18 prósent á fyrstu þremur ársfjórðungum mið- að við sama tímabil í fyrra en brott- fluttum hefur fjölgað um 7 prósent. Aðfluttum erlendum ríkisborg- urum hefur fjölgað um meira en helming það sem af er ársins miðað við í fyrra og hafa 88 prósentum fleiri en í fyrra flutt á brott. Ráðu- neytið telur að skýringin á þessari aukningu sé sú að skráning er- lendra starfsmanna við Kára- hnjúka hafi breyst og hafi áhrif á flutningana í báðar áttir. Þá bendi tölurnar til þess að margir dvelji stutt hérlendis. - sda Hryðjuverkin í Madríd: Táningur fyrir rétt SPÁNN, AP Sextán ára piltur er fyrsti einstaklingurinn sem réttað er yfir vegna hryðjuverka- árásanna í Madríd sem kostuðu nær 200 manns lífið. Saksóknari ákærði piltinn fyrir að flytja sprengiefni sem var notað í árás- unum og krafðist átta ára fangels- isdóms yfir piltinum, að auki vill saksóknari að pilturinn verði undir eftirliti í fimm ár eftir að afplánun hans lýkur. Pilturinn er sagður hafa þegið greiðslu fyrir að flytja tösku með fimmtán til tuttugu kílóum af sprengiefni til tilræðismanna í Ma- dríd. Sjálfur segist hann ekki hafa vitað hvað var í töskunni. Verði hann fundinn sekur verður hann látinn afplána dóm sinn á stofnun fyrir unglinga. Réttað verður í málinu fyrir unglingadómstóli. ■ HELGA K. AUÐ- UNSDÓTTIR Níu íslenskum lög- fræðinemum stödd- um í Rúmeníu brá í fyrrakvöld. Íslendingar í jarðskjálfta í Rúmeníu: Skelfing greip um sig SAMNINGAVIÐRÆÐUR Samningaviðræður milli sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og samninganefndar heilbrigðis- ráðherra eru hafnar. Þorlákshöfn: Vegagerð boðin út SAMGÖNGUR Til stendur að bjóða út gerð Suðurstrandarvegar Þor- lákshafnarmegin á næstu vikum, hefur Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn, eftir þingmönnum Suðurlands, en þeir funduðu með honum í gær. Ólafur Áki bindur vonir við að nú verði ráðist í framkvæmdir, en vegurinn milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, breytir miklu fyrir samgöngur á Suðurlandi. „Svo byggjum við allt okkar skipulag á veginum, en innkeyrslan kemur hér samhliða í bæinn og við stopp- um með áframhaldandi fram- kvæmdir í miðbænum ef menn standa ekki við að ráðast í gerð vegarins,“ segir hann. - óká 06-07 28.10.2004 21:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.