Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 14
UMFERÐARLJÓS Ný tegund umferð- arljósa hefur skotið upp kollinum í höfuðborginni sem þykja bjart- ari en þau sem vegfarendur hafa áður átt að venjast. Talsverð ásókn er í umferðarljós af hálfu almennings Umferðarljósum hefur fjölgað nokkuð í höfuðborginni síðustu fimm árin. Árið 1999 voru 97 gatnamót með götuvitum en í ár stefnir í að þau verði 111 talsins. Hins vegar hefur fjöldi hnappa- stýrðra gangbrautarljósa staðið í stað. Að sögn Dagbjarts Sigur- brandsson, umsjónarmanns um- ferðarljósa hjá Gatnamálastofu, eru flestir nýir götuvitar sem settir eru upp í bænum af þessari nýju gerð. Á síðustu mánuðum hefur þeim verið komið upp víða um borgina, meðal annars á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar og við Stekkjar- bakka. Ljóminn skæri stafar af litlum ljósadíóðum, eða tvískautalömp- um, sem í æ ríkari mæli leysa hin- ar hefðbundnu glóperur af hólmi. Dagbjartur telur að birtan eigi eftir að koma sér vel þegar sólin er lágt á lofti. Ekki er nóg með að tví- skautalamparnir lýsi skærar heldur eyða þeir margfalt minna rafmagni en glóperurnar, tólf vöttum í stað hundrað vatta. Á síð- asta ári hljóðaði rafmagnsreikn- ingurinn fyrir umferðarljós borg- arinnar upp á 9.650.000 krónur. Nær tífalt minni rafmagnsnotkun lækkar þann reikning sem því nemur. Á móti kemur að nýju ljósin eru dýrari en þau gömlu, nú kostar hausinn hundrað þúsund krónur. Dagbjartur segir að nokkuð sé um að fólk hafi samband við Gatnamálastofu til að athuga hvort hægt sé að kaupa gömlu ljósin fyrst ný tegund hafi leyst þau eldri af hólmi. Því miður fyrir þetta fólk er einungis peru- stæðunum skipt út og kíttað upp í þannig að hausinn er áfram notað- ur. Ásókn fólks í ljós er slík að fyrir hefur komið að umferðar- ljósum sé hreinlega stolið og í eitt skipti fannst fulltengdur götuviti í fíkniefnagreni sem lögreglan hafði ráðist inn í. Til viðbótar brautarljósunum björtu eru ýmsar spennandi nýj- ungar í deiglunni hjá Dagbjarti og félögum, til dæmis skynjarar sem nema hreyfingar vegfarenda. sveinng@frettabladid.is ÓLAFUR SVEINN JÓHANNESSON Ástin blómstrar á Tálknafirði í kvöld. Rómantík á Tálknafirði: Kelað í sundlauginni ÁSTARLÍF Tálknfirsk pör og hjón ætla að koma saman í sundlaug staðarins í kvöld, hafa það kósí og kela jafnvel svolítið. Rómantísk tónlist verður í hátölurunum og kertaljós meðfram laugar- og pottabökkum til að magna áhrifin. „Við gerum þetta til að gleðja fólk og halda því betur saman,“ segir Ólafur Sveinn Jóhannesson, sund- laugarvörður. „Allt svona skiptir máli í fámennu sveitarfélagi,“ segir hann og vitnar um góða reynslu af uppátækinu í Borgar- nesi og Stykkishólmi. Ólafur von- ast til að geta boðið rómantískum sveitungum sínum upp á hvít- vínstár í kvöld og að norðurljósin dansi á himninum. - bþs Forsíða Iðnnemans vekur viðbrögð: Konur í stað veggmynda JAFNRÉTTISMÁL „Það hafa nokkrir hringt hingað og lýst óánægju sinni með myndbirtinguna,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Iðnnemasambands Íslands og ábyrgðarmaður blaðs- ins, þegar hún er spurð hvort myndin á forsíðu tímaritsins Iðn- nemans, sem út kom í gær, hafi vakið viðbrögð fólks. Jónína vill ekki tjá sig um hvort hún sé sátt við myndbirting- una. „Þing Iðnnemasambandsins verður haldið um næstu helgi og þar verður ályktað um þetta mál. Talsmaður frá Femínistafélaginu mun mæta þar og tjá skoðun sína,“ segir Jónína. Hún vildi ekki tjá sig um hver ætlunin með myndbirtingunni hafi verið. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talsmaður Femínistafélagsins, segir að myndin beri þess merki að klámvæðingin sé búin að ná tökum á allt of mörgum sviðum. „Konur hafa barist fyrir því í ára- tugi að útrýma klámveggmyndum af bílaverkstæðum og því er sorg- legt að sjá að konur eigi í raun að koma í staðinn fyrir veggmynd- irnar,“ segir Katrín. - sda 14 29. október 2004 FÖSTUDAGUR FLUG TIL EGILSSTAÐA KOSTAR FRÁ 5.270 KRÓNUM UPP Í 11.375. Miðað er við netbókun hjá Flugfélagi Íslands um miðjan dag í gær. Verðið ræðst af bókun- arfyrirvara og skilmálum. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? DAGBJARTUR SIGURBRANDSSON Dagbjartur segir að þótt götuvitum hafi fjölgað þá hafi bílum fjölgað meira og umferð þyngst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Brautarljósin björtu Ný gerð götuvita í borginni hefur vakið athygli fyrir skæra birtu en þeir nota tífalt minna rafmagn en þeir gömlu. Á HEIMLEIÐ Íslensku friðargæsluliðarnir sem slösuðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl á laugardag héldu heim á leið í gær. Af því tilefni var slegið upp kveðjuhófi og lyftu menn glösum að skiln- aði. Létt stemning var í hópnum þrátt fyrir hörmungar laugardagsins. Á myndinni eru Haukur Grönli, Stefán Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson og Steinar Magnússon. „Það er allt gott af mér að frétta, þakka þér fyrir,“ sagði Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands framsóknar- kvenna með meiru. „Ég hætti sem að- stoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra um leið og hún en með henni og í því ráðuneyti var gott að vinna. Við framsóknarkonur höfum ferðast um landið á Esso bensíni og sérmerktum Toyota-bíl: Konur til áhrifa! Við höfum nú haldið 11 fundi, en eigum eftir að halda nokkra fundi. Fundirnir hafa verið fjöl- mennir og höfum við skráð hægri, vinstri í flokkinn, hvar sem við hittum konur sem eru með það á hreinu að jafnrétti og réttlæti er það sem koma skal. Það er enda kappsmál að konum fjölgi í flokknum og þær fái ekki síður en karl- arnir aukin áhrif og völd innan hans. Ég hef síðan verið að vinna að undir- búningi að endurskoðun fjárhagslegra samskipta Kópavogsbæjar við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum, en ég er formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs. Kennaraverkfallið hefur líka haft sín áhrif á líf minnar fjölskyldu, en ég eins og aðrir þurfti að setja sérstakar reglur um lestur yngri barnanna minna sem eru 10 og 12 ára, en þau hafa ekki fengið að sofa á morgnana! Við í fram- kvæmdastjórn Landssamband fram- sóknarkvenna sendum líka frá okkur ályktun þar sem við skoruðum á samn- ingsaðila og bentum á þá staðreynd að kennarastéttin er að stórum hluta skip- uð konum og að það sé réttmæt krafa að við samningsgerðina verði ekki litið fram hjá þeirri sjálfsögðu kröfu að kyn- bundnum launamun verði útýmt.“ Skráð hægri, vinstri í flokkinn HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? UNA MARÍA ÓSKARSDÓTTIR FORMAÐUR LFK: ASÍ og LÍÚ: Hafast við á hótelum ÁRSFUNDIR Alþýðusamband Íslands heldur um þessar mundir ársfund sinn á Hótel Nordica, Suðurlands- braut. Landssamband íslenskra útvegsmanna heldur ársfund sinn á sama tíma nokkur hundruð metrum norðar, á Grand hótel Reykjavík við Sigtún 35 nánar til- tekið. Félagsmálaráðherra ávarp- aði fund ASÍ í gærmorgun en sjávarútvegsráðherra hélt ræðu á samkomu LÍÚ fáeinum klukku- stundum síðar. Þeir verkalýðsfor- kólfar sem gista á Nordica þurfa að reiða fram 14.000 krónur fyrir tveggja manna herbergi, per nótt, án morgunverðar, en útvegsmenn þurfa einungis að greiða 10.300 fyrir svipað herbergi, en þeir fá þar að auki staðgóðan morgun- verð með í kaupunum. - shg 14-15 (24klst) 28.10.2004 19:26 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.