Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 18
18 29. 0któber 2004 FÖSTUDAGUR Kýótó-bókunin er sérstök bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Samningurinn var gerður í New York árið 1992 og öðl- aðist gildi tveimur árum síðar. Kyoto- bókunin var gerð í desember 1997 og nær fyrsta skuldbindingartímabil hennar frá 2008 til 2012. Alþingi samþykkti bókunina árið 2002. Til hvers? Að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að al- þjóðlegri samvinnu um að auðvelda fé- lagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum. Hvernig? Aðilum bókunarinnar ber að stemma stigu við auknum gróðurhúsaáhrifum með því að draga úr útstreymi gróður- húsalofttegunda af mannavöldum og vernda og auka svokallaða viðtaka og geyma, þ.e. lífmassa, skóga, höf og önnur vistkerfi, fyrir slíkum lofttegund- um. Einnig að gera viðeigandi ráðstaf- anir og undirbúa aðgerðir sem auð- velda félagslega og efnahagslega aðlög- un að loftslagsbreytingum. Hverjir? Tæplega áttatíu ríki heimsins eiga aðild að Kýótó-bókuninni. Þáttur Íslands? Íslensk stjórnvöld hafa ákveð- ið hvernig uppfylla beri markmið Kýótó-bókunarinn- ar. Draga á úr útstreymi gróð- urhúsalofttegunda frá sam- göngum með almennum aðgerðum og með breyttri skattlagningu á dísilbílum sem leiði til meiri innflutn- ings slíkra bíla til einkanota. Tryggja á að fyrirtæki í ál- iðnaði geri fullnægjandi ráðstafanir til þess að halda útstreymi flúorkolefna frá framleiðslunni í lágmarki. Leita á leiða til að draga úr orkunotkun í fiskiskipaflot- anum. Draga á úr urðun úr- gangs og útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda frá urðunarstöðum. Auka á bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu. Leggja á áherslu á rann- sóknir á þeim þátt- um sem áhrif hafa á útstreymi gróður- húsalofttegunda og þróun lausna og úr- ræða til að mæta því. Efla á fræðslu og upplýsingagjöf til almennings um leiðir til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda. HVAÐ ER? KÝÓTÓ-BÓKUNIN Fundað var undir yfirskriftinni: Sterkari saman, á ársfundi ASÍ í gær: Af hverju? Það hefur skírskotun í tvennt. Við höfum verið að upplifa að sótt hefur verið að réttindum launafólks, einkum og sér í lagi samningsbundnum rétt- indum. Einstaklingur á ekki að þurfa að horfa í réttindin hver fyrir sig. Það er grundvöllur í starfi stéttarfélaganna að við erum sterkari sameinuð heldur en hver í sínu lagi. En við vitnum líka til þess að sem þjóðfélag stöndum við sterkari ef samstarf næst milli at- vinnuhreyfinga, verkfalýðshreyfinga og stjórnvalda. Okkur finnst að það hafi slaknað á vilja og einurð í því samstarfi. Horfir fólk ekki frekar í eigin hags- muni en heildarinnar? Ég held reyndar ekki. Ég held að fólk hafi mjög ríkan skilning á því að við séum sterkari saman, sérstaklega hér á Íslandi. Við höfum af því mjög mikla og brýna hagsmuni. Þarf þá ekki að kynna kosti verk- fallsbaráttu meðal fólks? Jú, það er augljóst mál að það stend- ur upp á okkur að efla til meiri kynn- ingar á fræðunum og baráttu verka- lýðshreyfingar og virkja fólk í því starfi sem þar fer fram. GYLFI ARNBJÖRNSSON Efla þarf einurðina VERKALÝÐSSTÖRF SPURT & SVARAÐ Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur ekki gengið heill til skógar að undanförnu en í gær versnaði honum svo mikið að ótti greip um sig í hans herbúðum. Arafat hefur verið við stjórnvöl- inn síðan á sjöunda áratugnum og því er leiðtogakreppa fyrirsjáan- leg ef hann fellur frá. Barist á mörgum vígstöðvum Yasser Arafat fæddist í ágúst 1929 en ekki er nákvæmlega ljóst hvar hann kom inn í þennan heim. Opinber skjöl sýna að hann hafi fæðst í Egyptalandi en sjálfur hefur hann alltaf sagst vera fædd- ur í Jerúsalem, vafalaust til að auka trúverðugleika sinn sem leiðtogi Palestínumanna. Strax að lokinni útskrift úr verkfræðideild Háskólans í Kaíró, upp úr 1950, hóf Arafat af- skipti af stjórnmálum. Hann var virkur meðlimur í Bræðralagi múslíma í Egyptalandi, samtökum sem andæfðu afhelgun samfé- lagsins og spilltri harðstjórn þá- verandi leiðtoga þessa heims- hluta. Hann barðist með egypska hernum í Súezdeilunni árið 1956. Næstu árin starfaði hann í Kuwait þar sem hann stofnaði ásamt palestínskum flóttamönnum hina herskáu Fatah-hreyfingu sem síð- ar varð ein af aðildarhreyfingum Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Arafat varð svo leiðtogi PLO árið 1969 en á þessum árum var þegar farið að bera á einræð- istilburðum hans við stjórnvölinn. Á fyrri hluta ferils síns vakti Yasser Arafat athygli fyrir áherslu sína á samninga og við- ræður við leiðtoga Ísraels í stað skæruhernaðar og hryðjuverka. Í nóvember 1974 ávarpaði hann allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna en það var í fyrsta sinn sem leiðtoga óháðra félagasamtaka var sýndur sá sómi. Við það tæki- færi mælti hann þau fleygu orð að hver sá sem hefði réttlátan mál- stað að verja gæti ekki talist hryðjuverkamaður. Oslóarsamkomulagið vendi- punktur Árið 1982 syrti í álinn fyrir Palest- ínumenn þegar Ísraelsher réðist inn í Líbanon en þar hafði PLO haft bækistöðvar sínar. Í kjölfarið hraktist PLO til Túnis og klofn- ings tók að verða vart innan sam- takanna. Á meðan geisaði fyrri Intifada uppreisnin í Palestínu. Árið 1993 urðu vatnaskil í sam- skiptum Ísraela og Palestínu- manna þegar Oslóarsamkomulag- ið svokallaða var undirritað. PLO viðurkenndi þar tilverurétt Ísra- elsríkis gegn því að sjálfstjórn á Vesturbakkanum og á Gaza- svæðinu yrði komið á. Hlutu þeir Arafat, Shimon Peres og Yitzhak Rabin friðarverðlaun Nóbels fyrir vikið ári síðar. Arafat var kjörinn forseti palestínsku heimastjórn- arinnar árið 1996 en áður en varði hafði slegið í brýnu á milli þeirra Benjamins Netanyahu, for- s æ t i s r á ð h e r r a Ísrael sem hafði aðrar hugmyndir um uppbyggingu s j á l f s t j ó r n a r - svæða Palestínu- manna. Þrátt fyrir friðarvið- ræður og samn- inga tókst ekki að finna lausn á mál- inu og haustið 2000 hófst síðari Intifada uppreisnin með tilheyr- andi ofbeldi á báða bóga sem enn hefur ekki tekist að stöðva. Umdeildur en óspilltur Laleh Khalili, sérfræðingur í mál- efnum Palestínu við The School of Oriental and African Studies í Lundúnum, kveður Arafat vera holdgerving palestínskrar þjóð- ernishyggju. Þrátt fyrir flokka- drætti á meðal Palestínumanna þá hefur honum tekist að halda ólík- um hópum saman. Með þætti sínum í Oslóarsamkomulaginu gaf hann fólki von um að raun- verulegur möguleiki væri á palestínsku ríki en margir telja hann einnig ábyrgan fyrir að sigið hafi á ógæfuhliðina því hann hafi samið illilega af sér í mörgum efnum. Khalili segir að Arafat hafi að mörgu leyti verið farsæll leiðtogi Palestínumanna, ekki síst í að skapa samstöðu þeirra á meðal. Hún telur á hinn bóginn að honum hafi algerlega mistekist að bæta lífsskilyrði fólks á herteknu svæðunum og palestínskir flótta- menn hugsa honum margir þegjandi þörfina þar sem hann hefur duflað við að láta af kröf- um um rétt þeirra til að snúa aftur til heimalandsins. Á síðustu árum hefur Ara- fat orðið æ um- deildari á meðal Palestínumanna. Khalili segir margar ástæður liggja að baki þessari ólgu. Sum- um finnst hann of undanlátssam- ur við Ísraelsmenn á meðan öðrum gremst hversu fast hann heldur um alla valdataumana og etji jafnvel hugsanlegum keppi- nautum sínum saman. Jafnframt hefur verið gagnrýnt að einungis þeir sem eru í náðinni fá hjá hon- um stöður, hinir eru hafðir úti í kuldanum. Khalili segir að Arafat sé almennt ekki talinn spilltur en hins vegar eru flestir samstarfs- manna hans það, þar á meðal eig- inkona hans, Suha. Sennilega á Arafat einhver auðæfi en hann notar þau frekar í stjórnmála- legum tilgangi en til hóglífis. Ekki er útséð með hvort Arafat elni sóttin frekar en víst er að þegar þessi 75 ára gamli klækja- refur fellur frá þá mun stórt skarð myndast í röðum Palestínu- manna sem erfitt mun reynast að fylla. ■ Steinunn Jónsdóttir vill í bankaráð Íslandsbanka: Byko-konur í bankaráðum VIÐSKIPTI Steinunn Jónsdóttir gefur kost á sér í bankaráð Ís- landsbanka en nýtt bankaráð verð- ur kjörið á hluthafafundi í næstu viku. Steinunn á dágóðan hlut í bankanum en hún er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar í Byko. Nái hún kjöri verður hún önnur konan sem sest í bankaráð Íslandsbanka í fjórtán ára sögu hans, áður sat þar Guðrún Lárusdóttir, kennd við Stálskip. Ein kona er í bankaráði stórbanka á Íslandi, Brynja Hall- dórsdóttir, fjármálastjóri Byko, situr í stjórn KB banka. Bykoveld- ið teygir sig því víða. - bþs Umbrotasöm ævi Arafats Yasser Arafat hefur leitt Palestínumenn í frelsisbaráttu sinni síðan á sjöunda áratugnum. Versnandi heilsa hefur hins vegar vakið spurningar um hvort nú sjái fyrir endann á þátttöku hans í stjórnmálum. ARAFAT Á YNGRI ÁRUM „Sá sem hefur réttlátan málstað að verja getur ekki talist hryðjuverkamaður. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING YASSER ARAFAT YASSER ARAFAT Heilsu hans hefur hrakað mikið á síðustu vikum. Myndin er tekin fyrr í þessum mánuði. RAMALLAH Ísraelsher lagði híbýli Arafats í Ramallah í rúst, sumarið 2002. M YN D /A P Hópefli um hreinna loft 18-19 (360gráður) 28.10.2004 21:36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.