Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 20
S amkvæmt tölum frá Lánstrausti hefur árangurslausum fjár-námum fjölgað verulega á þessu ári. Árangurslaust fjárnámþýðir á mannamáli að sá sem skuldar á engar eignir til þess að greiða skuldina. Hann er í raun gjaldþrota og einungis undir lánadrottninum komið hvort farið er fram á slíkan úrskurð. Einstaklingar sem lenda í þessari stöðu fara í kjölfarið á van- skilaskrá og koma að lokuðum dyrum víða í samfélaginu. Ein skýr- ing þess að fleiri og fleiri komast í slíka stöðu er aukinn aðgangur að lánsfé og tækifærum til aðgangs að efnislegum gæðum án þess að vera búnir að vinna fyrir þeim. Sá sem er löngu búinn að ráð- stafa launum sínum áður en hann fær þau í hendur hefur ekki mikið svigrúm. Ekki þarf mikil áföll til að enda á köldum klaka van- skila. Vanskilum fylgir mikill kostnaður, sérstaklega ef ekki er gripið þegar í stað til viðeigandi ráðstafana. Slæmri fjárhagsstöðu fylgir gjarnan skömm og afneitun sem verður til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar fyrr en innheimtu- og lögfræðikostnaður hefur safn- ast ofan á vanskilin. Fjárhagslegt sjálfstæði er ein af stoðum þess að vera fullburða þátttakandi í samfélaginu. Alvarlegir fjárhagserfiðleikar eru mikil ógæfa sem hefur verulegar félagslegar afleiðingar. Lang- vinnar fjárhagsáhyggjur grafa undan sjálfsvirðingu og hafa oft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks. Frelsi einstaklinga til þess að haga lífi sínu með þeim hætti sem hver og einn kýs er af hinu góða. Frelsinu fylgir sú ábyrgð að nýta sér það til uppbyggingar fremur en niðurrifs og helsis. Hver og einn ber ábyrgð á eigin lífi, en um leið berum við ábyrgð hvert á öðru. Það er því vandamál samfélagsins alls þegar hópur fólks missir fótanna og getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Um leið og krafan er sú að hver og einn beri ábyrgð á fjármálum sín- um hlýtur einnig að vera nauðsynlegt að gera kröfu til fjármálafyr- irtækja og annarra fyrirtækja sem lána vörur sínar og þjónustu að þau beri ábyrgð á viðskiptavinum sínum. Fyrirtæki sem hleypir viðskiptavini í háa skuld án þess að stöðva viðskiptin við hann, ætti sjálft að bera nokkra sök. Mikið framboð af lánsfé og hörð sam- keppni mega ekki verða til þess að menn slaki á ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart viðskiptavinum. Fyrirtækin Lánstraust og Ráðgjafarstofa um fjármál heimil- anna hafa staðið fyrir fræðslu í grunnskólum um fjármál. Mikil- vægt er að átak verði gert í því að upplýsa fólk um stjórn eigin fjár- mála og afleiðingar þess að missa tökin á þeim. Menntakerfið þarf einnig að leggja sitt af mörkum. Að kunna fótum sínum forráð í fjármálum er veganesti sem mun reynast ungu fólki notadrjúgt þegar haldið er út í lífið. Alvarleg fjárhagsvandræði eru alltaf slæm, en sýnu verst er að horfa upp á ungt fólk loka á framtíðar- möguleika sína með óráðsíu og óstjórn fjármála. Það ætti að vera keppikefli menntakerfisins, atvinnulífsins og lánastofnana að und- irbúa ungt fólk undir það að taka ábyrgð á fjármálum sínum. ■ 29. 0któber 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Aukið frelsi í fjármálum kallar á betri kunnáttu hvers og eins í stjórn eigin fjármála. Árangursríkt fjárnám FRÁ DEGI TIL DAGS Frelsi einstaklinga til þess að haga lífi sínu með þeim hætti sem hver og einn kýs er af hinu góða. Frelsinu fylgir sú ábyrgð að nýta sér það til uppbygging- ar fremur en niðurrifs og helsis. Hver og einn ber ábyrgð á eigin lífi, en um leið berum við ábyrgð hvert á öðru. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 EES, Barrosso og Buttiglione Guðni einráður Villtustu stjórnmáladraumar Guðna Ágústssonar eru að rætast þessa dag- ana. Strax eftir helgi verður hann eini ráðherrann við störf á Íslandi. Það er mikil ábyrgð. Allir aðrir ráðherrar verða vant við látnir í byrjun næstu viku; hvorki meira né minna en tíu þeirra verða staddir í útlöndum, en Davíð Oddsson utanríkisráðherra er sem kunnugt er í veikindaleyfi á með- an hann jafnar sig eftir erfiða sjúkrahúsvist í sumar. Guðni gæti því allt eins setið einn á ríkisstjórnarfundi á þriðju- dagsmorgun og mátað alla stólana – sér til skemmtunar og yndis – og er næsta auðvelt að sjá fyrir sér valdsmannlegan svipinn á honum fyrir enda borðsins með tóma stólana á báðar hliðar … Norðurlandaráðsþingið Norðurlandaráðsþing verður haldið með pompi og prakt á sýkisbökkunum í Stokkhólmi í næstu viku og sækir það fjöldi íslenskra ráðherra og alþingis- manna, ásamt stóði fréttamanna. Starf- semi Norðurlandaráðsþings virðist lítið hafa breyst þrátt fyrir að þrjú land- anna, Finnland, Danmörk og Sví- þjóð, séu komin undir pilsfald Evrópusambandsins – og tvö ríkin, Noregur og Ísland séu utan þess. En sem fyrr virðist mikilvægt fyrir Íslendinga að halda þétt í þetta samstarf, því það er með það eins og varnar- samstarfið að gróðinn af því er mikill á móts við takmörkuð framlögin. Þetta sést meðal annars á því að Íslendingar tjalda til nánast allri ríkisstjórn landsins á fundinum, alls eru níu ráðherrar skráðir á þingið (sem mun vera langt- um hærra hlutfall en gengur og gerist hjá öðrum Norðurlandaráðsþjóðum) og þar fyrir utan er allt að tugur alþingis- manna á leið á þingið … Eins manns ábyrgð Eftir situr Guðni einn á Íslandi – með þúsundir manna í verkfalli, tugþúsundir barna í aðgerðarleysi, hlutabréfamarkað í frjálsi falli og riðuna sem fer eins og faraldur um gamla kjördæmið hans. En kannski hann bara reddi þessu, einráð- ur maðurinn … ser@frettabladid.is SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Þessa dagana er sérstök ástæða fyrir Íslendinga til að fylgjast með Evrópu og því sem þar er að gerast. Í dag stendur til að leiðtogar Evrópusambandsríkja komi saman í Róm og skrifi und- ir nýja stjórnarskrá fyrir sam- bandið, eins konar nýjan Rómar- sáttmála. Samhliða fer í gang langt og erfitt ferli staðfesting- ar á stjórnarskránni, ýmist í þjóðþingum eða þjóðaratkvæða- greiðslum. Hins vegar tala menn nú um að atburðir mið- vikudagsins kunni að yfir- skyggja undirskriftirnar í dag, en þá frestaði Jose Manuel Barosso, verðandi forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, því að bera upp tillögu um nýja fram- kvæmdastjórn vegna andstöðu þingsins við tiltekinn eða til- tekna framkvæmdastjóra. Eins konar stjórnarkreppa er því komin upp í ESB, þar sem ljóst er að ekki verður hægt að láta nýja framkvæmdastjórn taka við um mánaðamótin eins og til stóð. Romano Prodi og hans menn munu því sitja áfram þar til málið leysist. Fyrstu viðbrögð margra hafa verið þau að túlka þetta sem veikleika ESB. Það sé ekki von á góðu þegar ekki náist einu sinni að koma saman framkvæmda- stjórn skammlaust. Evrópusam- bandið sé einfaldlega að vaxa sjálfu sér yfir höfuð. Slíkar hrakspár eru þó varasamar, frá- leitt að þessi stjórnarkreppa nú geri Evrópusambandið veikara og fjarlægara okkur Íslending- um og dragi með einhverjum hætti úr nauðsyn þess að við ræðum og íhugum stöðu okkar og samskipti við það. Ekki skal lítið gert úr því að hér er á ferðinni raunverulegt vandamál. En þetta er fyrst og fremst pólitískt vandamál og pólitískt úrlausnarefni þar sem hinn margfrægi lýðræðishalli er tekinn til kostanna. Lýðræðis- hallinn, eða skorturinn á lýð- ræði, í þessu fjölþjóðlega bákni hefur lengi verið áhyggjuefni innan sambandsins og umbætur síðustu árauga, sem m.a. birtast í hinni nýju stjórnarskrá, hafa ekki síst miðað að því að auka veg lýðræðislega kjörinna stofnana í ESB - fyrst og fremst Evrópuþingsins en einnig ráð- herraráðsins. Framkvæmda- stjórnin, sem er embættis- mannastofnun, er hins vegar heldur að missa völd. Einmitt þetta magnar enn frekar upp þau vandamál, sem við Íslend- ingar höfum skilgreint vegna EES-samningsins! Okkar vandi er að samningurinn er gerður við framkvæmdastjórnina. Að- gengi að ákvarðanatöku um lög og reglugerðir sem um okkur eiga að gilda miðast við úrelt hlutverk framkvæmdastjórnar- innar og minnkandi pólitískt vægi hennar í ákvarðanatöku- ferlinu í ESB. Sá gjörningur sem nú hefur orðið – að þingið setur framkvæmdastjórninni stólinn fyrir dyrnar – er stórt stökk áfram á þessari sömu braut. Pólitísk vatnaskil urðu í þessu á sínum tíma þegar þingið knúði fram afsögn fram- kvæmdastjórnar Santers fyrir fimm árum. Öruggt má telja að sama verði uppi á teningnum nú og í leiðinni aukist enn á vanda EES. Í vefmiðli BBC var í vikunni ítarleg umfjöllun um þessi mál og m.a. dregin fram sjónarhóll þingmanna á Evrópuþinginu. Hver svo sem afstaða þeirra annars var þá er greinilegt að þeir eru allir sannfærðir um að þetta andóf hafi styrkt mjög stöðu þingsins í hinu lýðræðis- lega ákvörðunartökuferli ESB. Verði það niðurstaðan úr þessu, að þetta andóf þingsins muni al- mennt skynjað sem styrkleika- merki þingsins, er viðbúið að slíkt geti slegið eitthvað á ótt- ann við miðstýringu og áhrifa- leysi, sem hefur verið áberandi undirtónn í gagnrýninni á stjórnarskrána sem nú þarf að fara til þjóðríkjanna til staðfest- ingar. Því er alveg eins líklegt að þótt stjórnarkreppan nú kunni að skyggja á undirskrift- ina í Róm í dag geti hún í ein- hverjum tilfellum a.m.k. greitt fyrir framgangi stjórnarskrár- innar í staðfestingarferlinu. En um leið og Íslendingar fylgjast með því á hliðarlínunni hvernig valdahlutföllin í Evr- ópusambandinu halda áfram að breytast EES í óhag, er e.t.v. til- efni fyrir alþingismenn að skoða sérstaklega hversu hátíðlega Evrópuþingmenn líta á eftirlits- hlutverk sitt gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Hinu verður þó raunar ekki neitað, að yfirlýst tilefni til pólitískra aðgerða og eftirlits gagnvart framkvæmda- stjórninni – hinn forneskjulegi Ítali, Rocco Buttiglione – jaðrar við að geta flokkast undir póli- tískan rétttrúnað. Þrátt fyrir allt er embætti framkvæmda- stjóra dómsmála ekki nema að hluta til pólitískt embætti. Menn eru einfaldlega komnir út á hálan ís, þegar embættismanna- ráðningar, jafnvel í háum emb- ættum, eru farnar að ráðast af lífs- og trúarskoðunum, jafnvel ógeðfelldum lífs- og trúarskoð- unum. Það hins vegar er efni í sjálfstæða umræðu. ■ Í DAG ÍSLAND OG VALDA- BARÁTTA Í ESB BIRGIR GUÐMUNDSSON 20-21 Leiðari 28.10.2004 19:18 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.