Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 25
3FÖSTUDAGUR 29. 0któber 2004 Boomerang Bay Söluhæsta ástralska rauðvínið Rauðvínið Boomerang Bay Cabernet Shiraz sem kemur frá hinum virta víngerðarmanni Grant Burge hefur fallið Íslendingum vel í geð síðan það kom á markað hér á landi fyr- ir átta mánuðum. Er það orðið söluhæsta rauðvínið frá Ástralíu í Vínbúðum. Vínið er þægileg blanda af þrúgunum cabernet og shiraz og á mjög hagstæðu verði – þau eru nú ekki mörg vínin frá Ástralíu sem fást fyrir minna en þúsund krónur. Nafnið dregur vín- ið af flóanum sem vínekrurnar standa við, Bjúgverpilsflóa, eins og Boomerang Bay leggur sig svo skemmtilega út á okkar ást- kæra ylhýra! Von er á fleiri tegundum af Boomerang Bay í Vínbúðir á komandi mán- uðum. Verð í Vínbúðum 990 kr. Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa SMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMS Við sendum þér spurningu. þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. Sendu SMS skeytið BT BTF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Aukavinningar Panasonic SCHT-520 heimabíó - Denver ferðaspilari sem spilar MP3 - X-Box leikjavélar - Harwa 14-29" sjónvörp Samsung A-800 og SGH-X450 GSM símar - PlayStation 2 tölvur - Bíómiðar á Sky Captain - Sims 2 og FIFA 2005 tölvuleikir - Pottþétt 80’s - Pottþétt 35 og 34 - StarWars trilogy DVD - Kill Bill 1 og 2 á DVD - Van Helsing DVD Coke kippur og margt margt fleira Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið 10. *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum MEÐ 15” FLATSKJÁ Frumsýnd 28. október „Ég hafði samband við Olís með þessa hugmynd og þeim leist svo vel á þetta að þeir stukku til,“ segir Þórður G.Halldórsson hjá Græna hlekknum sem dreifir líf- rænt ræktuðu grænmeti til ein- staklinga í áskrift. Þórður rekur ásamt eiginkonu sinni, Karólínu Gunnarsdóttur, garðyrkjustöðina Akur í Biskupstungum þar sem eingöngu fer fram lífræn ræktun en þau hjón héldu til Svíþjóðar að kynna sér lífræna ræktun og kynntust svo þeirri hugmynd í Danmörku að dreifa grænmeti í samstarfi við olíustöðvarnar. „Ég sá strax að þetta væri eitt- hvað sem gæti gengið hérna og viðbrögðin hafa verið mjög góð því sífellt fleiri nýta sér þessa þjónustu,“ segir Þórður. Fyrir- komulagið er á þann veg að einu sinni í viku fá áskrifendur sendan pöntunarlista með tölvupósti sem fylltur er út og sendur til baka. Nokkrum dögum síðar er pöntun- in tekin saman og pökkunum dreift á Olís-stöðvarnar þar sem fólk nálgast vörurnar. „Einhverra hluta vegna hafa lífrænt ræktaðar vörur átt erfitt með að rata inn í almennar matvöruverslanir þó að það fari síbatnandi, en þetta er góð leið til að koma þeim beint til neytandans. Þeim gefst þarna tækifæri til að fá ferskar vörur beint frá framleiðanda og sumar þeirra eru ófáanlegar í almennum verslunum, má þar nefna öll fer- sku kryddin sem við bjóðum upp á,“ segir Þórður og tekur það fram að ekki komi öll framleiðslan frá Akri heldur einnig frá nokkrum öðrum ræktendum. Auk græn- metis er boðið upp á lífræna jógúrt frá Biobú sem er skemmti- leg viðbót í pakkann og hefur verið vel tekið. „Að mörgu leyti býður þetta form upp á vissa tilraunastarf- semi þar sem við getum prófað nýja hluti og sett nýjar vörur í pakkann sem bjóðast hvergi annars staðar,“ segir Þórður. Aðspurður um ástæður þess að hann ákvað að ráðast í lífræna framleiðslu segir hann: „Fyrir mig sem framleiðanda þá eru það fyrst og fremst umhverfissjónar- mið sem skipta máli auk þess að framleiða góða vöru sem eru neytandanum til góðs.“ ■ Þórður Halldórsson afhendir stöðvarstjóra Olís í Mjóddinni vænan skammt af lífrænt ræktuðu grænmeti. Grænmeti í áskrift: Gulrætur og krydd í áskrift Vín vikunnar Á SUNNUDÖGUM Atvinnuauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins - 24-25 (02-03) Allt-matur 28.10.2004 16:12 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.