Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 47
Tveir píanósnillingar leika á tónleikum í Salnum með tveggja daga millibili. Ameríski píanóleikarinn Nicholas Zumbro leikur á tónleikum í Saln- um í Kópavogi í kvöld klukkan 20.00. Á efnisskrá eru Concord- sónatan eftir Charles Ives og Goyescas, Vol. 1 eftir Enrique Granados. Tónleikarnir eru í sam- vinnu við Bandaríska sendiráðið í tilefni af 50 ára ártíð Ives. Nicholas Zumbro hefur náð einstakri hæfni í flutningi á tón- list Charles Ives. Hann hefur lengi verið talinn mikilhæfur túlkandi sem hefur í áraraðir tekist á við hina margbrotnu og krefjandi Concord sónötu. Hann er einn fárra píanóleikara sem hafa Concord-sónötuna hvað eftir annað á efnisskrá sinni. Zumbro hefur komið fram á listahátíðum og haldið tónleika og meistaranámskeið víða um heim og hlotið fjölmargar viðurkenn- ingar. Hann hefur auk alls þessa starfað sem gagnrýnandi fyrir m.a. Opera News og fengist við tónsmíðar. Óperan Kassandra eftir hann var frumflutt í Aþenu árið 1990 og síðar söngvasveigur- inn Childrens Songs og verkið Hyppolytus. Nicholas Zumbro er starfandi prófessor við Uni- versity of Arizona Á sunnudagskvöldið verða Tíbrár-píanótónleikar Barrys Snyder. Á efnisskrá tónleikanna, sem hefjast klukkan 20.00, eru Fantasía í C-dúr eftir Haydn, Valses nobles et sentimentales eftir Ravel, Etudes tableaux eftir Rachmaninoff og Sónata Nr. 3 í f-moll eftir Brahms. Árið 1966 hlaut Barry Snyder þrenn verðlaun í hinni alþjóðlegu Van Cliburn píanókeppni: silfur- verðlaunin, kammermúsíkverð- launin og Pan American Union verðlaunin. Frá þeim tíma hefur hann verið önnum kafinn og leikið á píanó um víða veröld, einn á sviði, sem meðleikari í kammer- tónlist, sem einleikari með sinfón- íuhljómsveitum og við hljóðritan- ir. Hann hefur leikið inn á þrjátíu og sex geisladiska og meðal þess sem hann hefur hljóðritað má nefna öll verk sem Stravinsky samdi fyrir fiðlu og píanó (með fiðluleikaranum Zvi Zeitlin). Geisladiskur sem hann og selló- leikarinn Steven Doane gáfu út með verkum eftir G. Fauré hlaut Diapason díor verðlaunin. Árið 1970 var Snyder boðin staða prófessors í píanóleik við hinn virta tónlistarháskóla Eastman School of Music í Rochest- er, New York og hefur hann gegnt þeirri stöðu óslitið síðan. ■ FÖSTUDAGUR 29. 0któber 2004 35 debenhams S M Á R A L I N D debenhams allt að springa á báðum hæðum 50% afsláttur af öllum vörum á haustútsölu. Þú hefur tækifæri fram á sunnudag! Afgreiðslutími: mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 63 08 10 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Píanó og Tíbrá Hjá Máli og menningu er kominút bókin Bátur með segli og allt, eftir Gerði Kristnýju, sem hlaut Bók- menn tave rð l aun Halldórs Laxness 2004. Bókin fjallar um Oddfríði sem er óráðin stúlka á þrí- tugsaldri og stendur á krossgötum þegar hún fær tækifæri til að gerast blaðamað- ur. Ritstjóri dagblaðs vill fá hana til að ráða sig hjá samkeppnisaðilanum og komast að hvað þar er í gangi. Odd- fríður slær til en uppgötvar að hún er ekki ein um að leika tveimur skjöld- um. Skyndilega er hún komin í þær aðstæður að hún hefur engan til að treysta á nema sjálfa sig og eigið hyggjuvit til þess að fleyta sér í gegn- um boðaföllin. Hjá Máli og menningu er kominút Emil í Kattholti, allar sögurn- ar í einni bók, eftir Astrid Lindgren í þýðingu Vilborgar Dagb ja r t sdó t tu r. Emil hét strákur sem átti heima í Kattholti í Smálöndum. Hann var svo dæmalaust fríður að hann leit út fyrir að vera algert englabarn. En eng- inn skyldi ímynda sér það því Emil gerði fleiri skammarstrik en dagarnir eru í árinu. Eftir verstu óknyttina þurfti hann að dúsa í smíðaskemm- unni þar sem hann dundaði sér við að tálga spýtukarla. Mamma Emils skráði skammarstrikin í bláar stíla- bækur sem á endanum fylltu heila kommóðuskúffu og spýtukarlarnir urðu 369 talsins áður en yfir lauk. En Emil gerði líka margt gott og það má segja honum til hróss að hann gerði aldrei sama skammarstrikið nema einu sinni. Bókaútgáfan Skrudda hefur sentfrá sér smásagnasafnið Tvisvar á ævinni eftir Borgþór Sverrisson. Bók- in er fimmta smá- sagnasafn höfundar. Meðal viðfangsefna í Tvisvar á ævinni er bernskan, hjóna- bandið, æskuástir, framhjáhald, at- vinnuleysi og ýmis- legt fleira. Titill bók- arinnar vísar hins vegar til meginþema sagnanna, en þær lýsa því á óvæntan og stundum dulúðugan hátt hvernig fortíðin vitjar okkar, persónurnar verða oft fyrir sömu reynslunni í annað sinn á æv- inni og bregðast við henni og minn- ingunni sem hún vekur á mismun- andi hátt. Hjá Máli og menningu er kominút barnabókin Greppibarnið í þýðingu Þórarins Eldjárn. Höfundur er Julia Donaldson en Axel Scheffler m y n d s k r e y t t i . Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni. Hér er á ferðinni framhald á hinni margverðlaunuðu bók Greppikló, en fyrir þýðingu sína á henni hlaut Þórarinn Eldjárn Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur vorið 2004. NÝJAR BÆKUR NICHOLAS ZUMBRO BARRY SNYDER 46-47 (34-35) Menning 28.10.2004 18:28 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.