Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 49
37FÖSTUDAGUR 29. 0któber 2004 Trúbadorinn Halli Reynis held- ur útgáfutónleika á Nasa á morgun. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 22.00, eru haldnir í tilefni af fjórðu sóló- plötu Halla, Við erum eins, sem kom út fyrir skömmu. Síðasta sólóplata Halla kom út fyrir heilum sjö árum. Halli verður með nýja hljóm- sveit með sér á tónleikum, sem spilar einmitt með honum á plötunni. Um er að ræða þá Jón Skugga, Örn Hjálmarsson, Erik Qvick og KK. „Ég er gífurlega spenntur fyrir þessum tónleikum,“ sagði Halli í spjalli við Fréttablaðið. „Þetta er frumraun hjá þessu bandi og munum við spila efni af plötunni. Væntanlega frum- flytjum við síðan tvö ný lög.“ Eftir útgáfutónleikana munu Halli og hljómsveit halda fleiri tónleika til að fylgja nýju plöt- unni eftir. ■ HALLI OG NÝJA SVEITIN Halli Reynis kemur sterkur inn á sjónarsviðið ásamt nýrri hljómsveit. Er þetta fyrsta sólóplata Halla í sjö ár. Útgáfutónleikar Halla Reynis ■ TÓNLIST Nú um helgina verður heldur bet- ur menningarbragur á Þorláks- höfn, því fiskurinn þarf að láta í minni pokann fyrir nýrri tónlist- arhátíð með tónleikum, hagyrð- ingakvöldi og gospelmessu. Hátíðin nefnist Tónar við hafið og hefst í kvöld með tónleikum þeirra Ármanns Helgasonar klari- nettuleikara og Miklosar Dalmay píanóleikara í ráðhúsi bæjarins. „Þeir ætla að flytja rómantísk- ar sónötur, íslensk þjóðlög í út- setningu Þorkels Sigurbjörnsson- ar og ungverska og rúmenska dansa,“ segir Barbara Guðnadótt- ir, menningarfulltrúi í Þorláks- höfn Á morgun klukkan 15 verður síðan blásarakvintettinn Hnúka- þeyr með fjölskyldutónleika í ráð- húsinu, þar sem flutt verða létt verk eftir Mozart og Gordon Jacob. Annað kvöld verður svo hag- yrðingakvöld á sama stað. Kynnir verður Ómar Ragnarsson en hljómsveitin Smaladrengirnir sjá um tónlistaratriði. Hátíðinni lýkur síðan með gospelmessu í Þorlákshafnar- kirkju á sunnudagskvöld. „Við viljum sýna fólki að það sé ýmislegt um að vera í Þorlákshöfn annað en fiskur,“ segir Barbara, sem er nýtekin við stöðu menn- ingarfulltrúa í bænum. „Hér eru starfræktir þrír kórar og lúðrasveit fyrir utan fjölmörg félög, þar á meðal tvö ferðafélög. Svo er hér bókasafn og hugmyndin er að hér rísi líka byggðasafn.“ ■ Tónlist í Þorlákshöfn ■ TÓNLEIKAR BARBARA GUÐNADÓTTIR Ætlar að koma Þorlákshöfn á menningarlanda- kortið. Í kvöld hefst þar tónlistarhátíðin „Tónar við hafið“. 48-49 (36-37) Slangan 28.10.2004 18:44 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.