Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.10.2004, Blaðsíða 54
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Homo floresiensis. Ættingja Wolfangs Amadeus Mozart. 800 tonnum. 42 29. 0któber 2004 FÖSTUDAGUR Prufuútsendingar fyrir Digital Ísland hefjast í dag fyrir þá sem eru áskrifendur að Fjölvarpinu. Almennar útsendingar hefjast síðan þann fimmta nóvember. Þar með senda fjórar sjónvarps- stöðvar Norðurljósa, Stöð 2, Popp- tívi, Sýn og Bíórásin, út stafrænt. Stafrænum og erlendum rásum hjá Norðurljósum fjölgar við þetta úr 13 í 34 og verða stöðvarn- ar á Digital Ísland alls 43 talsins. „Þetta verða mikið fleiri stöðvar en áður og betri gæði fyr- ir mynd og hljóð,“ segir Halldóra Anna Hagalín, verkefnastjóri hjá Norðurljósum. „Það verður hægt að velja um sex flokka, þar á með- al fjóra fjölvarpspakka. Þessi sem nú hefur verið í gangi mun detta út,“ bætir hún við. Áskriftarverð að Stöð 2, Sýn og Bíórásinni mun ekki hækka við þessar breytingar. Á meðal nýrra stöðva í Fjölvarpinu verða norrænar stöðvar sem hafa hingað til ekki verið til boða auk þess sem Sýn 2 verður sett á stofn. Þar verður möguleiki á að sýna tvær beinar útsendingar frá íþróttakappleikj- um á sama tíma. Einnig bætist pólska ríkisstöðin Polsat, við flór- una. „Það búa um það bil þrjú þúsund Pólverjar á Íslandi og við vildum koma til móts við þá,“ segir Halldóra um tilurð þeirrar stöðvar. María Valgeirsson, eigandi pólsku búðarinnar Stokrotka við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, er hæstánægð með tilkomu pólsku stöðvarinnar. „Þetta er æðislegt, alveg frábært,“ segir María sem er fædd og uppalin í Póllandi. „Það er mjög góð hugmynd að fá pólskt efni í sjónvarpið. Ég verð örugglega fyrsti viðskiptavinur- inn og væri til í að borga strax.“ Hún bætir við að þeir Pólverjar sem hafi horft á pólskt sjónvarp í gegnum gervihnött muni að öllum líkindum hætta með þá áskrift. Annars er nóg að gera í búðinni að sögn Maríu og koma þangað bæði útlendingar og Íslendingar. Eru menn mjög ánægðir með vörurn- ar sem þar fást. Til þess að ná útsendingum Digital Ísland þarf nýjan stafræn- an myndlykil og örbylgjuloftnet sem áskrifendur fá að kostnaðar- lausu. Útsendingarsvæðið á Faxa- flóasvæðinu í fyrsta áfanga nær frá Akranesi til Keflavíkur, eða póstnúmer 101-301. Í öðrum áfan- ga er ætlunin að klára alla aðra þéttbýlisstaði á landinu. freyr@frettabladid.is 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ... fær Jóhanna Kristjónsdóttir fyrir að slá á ranghugmyndir um konur í arabalöndum. HRÓSIÐ Fókus fylgir DV í dag Nr. 259 któber 2004 01 28.10.2004 14:49 Page 3 Verkfalls- börnin hanga í Smára- lindinni Hver man ekki eftir dýramunstrunum og þá aðallega snáka-munstrunum sem rokkuðu í tískuheiminum fyrir um fimm árum. Þá var varla hægt að kaupa bol án þess að hann væri með áprentað fjólublátt eða bleikt snákamunstur. Blessunar- lega fór það fljótlega úr tísku. Hins vegar eru dýramunstrin að koma aftur og þá í eðlilegra formi eða sínum venjulegu litum. Blettatígursmunstrin eru mest áberandi hjá tískuhönnuðum. Fjólubláleitur varalitur er eitthvað sem sést gjörsamlegaalls staðar núna. Vogue er með fjólublátt æði auk þess sem margir hönnuðir láta fjólubláleitan varalit prýða mód- el sín á tískusýningum. Líklega fer þetta ekki öllum vel og sennilega passar þetta ekki fólki sem er föllleitt. Flottast er þegar bronslitaður eða gylltur augnskuggi er notaður með. Stíllinn sem einkenndi millistríðsárin er mikið í tískunúna. Kjólarnir minna líka margir á þriðja áratuginn þar sem þeir eru víðir, glitrandi, ná niður á hné og virka aðeins of stórir. Beltin eru svo höfð neðarlega og hárið klippt stutt og minnir heildarsvipurinn á Charleston tískuna á árunum 1920-30. Trukkahúfur eru enn ein bólan og ekkert annað.Strákarnir misstu sig gjörsamlega í þessu æði og mun meira en stelpur gerðu á undanförnu ári. Þetta er hins vegar búið og ekkert við því að gera. Það er ekkert nema hallærislegt að spranga um með þennan hlunk á hausn- um og um að gera að fá sér bara venjulega derhúfu ef einhver getur ekki hugsað sér að vera derhúfulaus. Massífur varablýantur sem passar ekki við vara-litinn sjálfan var mikið í tísku einu sinni. Einu sinni! Ekki lengur. Þá var teiknuð dökk lína í kringum ljósan varalit. Algjör hryllingur. Núna má helst ekki sjást munur á varablýanti og varalit og best bara að sleppa blýantinum alveg. Of lágar buxur eða svo lágar að g-strengur-inn kíkir upp úr er eitthvað sem sést alltof oft. Það getur vel verið að þetta hafi talist flott einhvern tíma en þetta er ekkert annað en subbulegt. Auk þess eru tískuhönnuðir farnir að sýna háa buxnastrengi sem ná jafnvel yfir nafla eins og buxurnar gerðu á áttunda áratugnum. INNI ÚTI MARÍA VALGEIRSSON María er hæstánægað með tilkomu pólsku ríkisstöðvarinnar Polsat. STAFRÆNT ÍSLAND VERÐUR AÐ VERULEIKA: Æðislegt að sjá pólskt sjónvarp Náttúrugripasafn Íslands lætur ekki mikið yfir sér, þrátt fyrir nafn- ið. Safnið er í tveimur litlum her- bergjum í stóru húsi við Hlemm, og hefur verið nánast óbreytt áratug- um saman. „Þetta safn er orðið hálfgerður safngripur sjálft,“ segir Hekla Dögg Jónsdóttir, myndlistarmaður og kennari við Listaháskóla Íslands. Í dag opna 26 nemendur hennar sýningu í Náttúrugripasafninu. Nemendurnir eru allir á fyrsta ári, og sýningarstaðurinn verður að telj- ast býsna óvenjulegur. „Þetta er mikill pakki fyrir fyrs- ta árs nemendur að kljást við þetta, bæði að vinna með náttúru Íslands og alla dramatíkina sem því fylgir, og svo að vinna inn í þetta safn sem er svo yfirfullt af sýnishornum af þessari sömu náttúru.“ Sýningin ber líka frekar óvenju- legt nafn, eða „Skissuv hur1220vm“, sem Hekla Dögg upp- lýsir að sé einfaldlega nafn á nám- skeiðinu sem hún er að kenna. Nemendur hennar sóttu inn- blástur í safnið sjálft og afrakstur- inn er fjölbreytt sýning sem varpar nýju ljósi á safnkostinn. Sveppagróður gægist fram úr leynistöðum, vélknúin dýr vakna til lífsins, smáverur heimsækja músa- búrið, gerðar eru tilraunir til að stoppa upp óraunveruleikann og fanga togstreituna milli náttúru mannsins og siðmenningarinnar. ■ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ ENDURNÝTT Næstu vikuna verða verk eftir 26 myndlistar- nema til sýnis á Náttúrugripasafni Íslands við Hlemm. Hér sitja þau Harpa Dögg, Frímann Kjerúlf, Ingvar Högni og Birgir Páll. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Gamalt safn í nýju ljósi Lárétt: 1 hár, 5 frostskemmd, 6 leyfist, 7 byrði, 8 dauði, 8 kraft, 10 á fæti, 12 tók, 13 svelgur, 15 slá, 16 höfuðhreyfing, 18 óvinsæll gróður. Lóðrétt: 1 ekluna, 2 verkur, 3 belti, 4 samkomulag, 6 vinir, 8 heppni, 11 hvíldi, 14 keyra, 17 íþr. fél. Lausn. Lárétt: 1 stór, 5kal, 6má, 7ok, 8lát, 9mátt, 10tá, 12nam, 13iða, 15rá, 16nikk, 18arfi. Lóðrétt: 1skortinn, 2tak, 3ól, 4sáttmáli, 6mátar, 8lán, 11áði, 14aka, 17kr. 54-55 (42-43) FÓLK 28.10.2004 21:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.