Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG MYNDARLEGAR SKÚRADEMBUR Sunnan- og vestantil en þurrt norðaustantil þegar kemur fram á daginn. Er að snúa sér smá saman til norðanáttar og þá kólnar. Sjá síðu 4. 3. nóvember 2004 – 301. tölublað – 4. árgangur FÉLÖGIN SVARI TIL SAKA Olíufélög- in telja stærstan hluta brotanna fyrndan. Lögmaður Skeljungs segir að félögin eigi að svara til saka. Margt í skýrslunni sé ekki í samræmi við gögn málsins. Eins og að tala við vindinn að reyna að tala um ein- stök tilvik. Sjá síðu 4 ÁTTU TÍMA HJÁ SÝSLUMANNI Bráðabirgðaniðurstöður krufningar styðja það sem áður hefur komið fram um að Sæunni Pálsdóttur hafi verið ráðinn bani með því að þrengt hafi verið að öndunar- vegi hennar. Sjá síðu 2 SEGIR EKKI AF SÉR Þórólfur Árnason segir það ekki í myndinni að segja af sér sem borgarstjóri, vegna aðildar hans að ol- íusamráði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir olíufélögin ekki hafa farið vel með borgina, en fékk ekki umræðu um málið. Sjá síðu 6 DÖKK STÖÐUMYND Kristín Ástgeirs- dóttir, fyrrverandi alþingismaður kynnti á Norðurlandaráðsþingi í gær niðurstöður starfshóps um lýðræði þar sem dregin er upp dökk mynd af stöðu stjórmálaflokka á Norðurlöndum. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 Þorsteinn Hallgrímsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Námskeið í golffimi ● nám Meistaradeild Evrópu: ▲ SÍÐA 24 Eiður og félagar komnir áfram ● unnu 1–0 i moskvu í gær Eddu-verðlaunin: ▲ AUKABLAÐ FYLGIR Glamúr ● og glæsileiki Ítalski söngfuglinn: ▲ SÍÐA 34 Robertino ● á leið til landsins SPUNAKVÖLD Í kvöld klukkan níu verður haldið spunakvöld í Klink og Bank, Brautarholti 1-3 í Reykjavík. Þátttaka er sögð öllum heimil, hvort heldur sem er í formi spunaframlags eða áhorfs. 25-50 ára Me›allestur dagblaða Höfuðborgarsvæðið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 80% 50% MorgunblaðiðFréttablaðið ELDGOS „Nú er að að öllum líkind- um hafin ný goshrina í Vatna- jökli,“ segir Magnús Tumi Guð- mundsson jarðfræðingur. „Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Gríms- vötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið.“ Magnús Tumi segir að gos- hrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gos- virknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvísi en gosið núna. „Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli, það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið.“ Vegna viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötn- um síðustu tvær vikur kom eld- gosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi valdið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri því jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðar- ársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kíló- metra upp í himininn. Hann var það mikill í gær að stórt svæði norðaustur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norðaustur. - th Sjá síður 2 og 16 Ný goshrina hafin Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi og mannvirki ekki talin í hættu. ELGOSIÐ Í GRÍMSVÖTNUM Í VATNAJÖKLI Vegna vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur kom eldgosið jarðfræðingum ekki á óvart. Gosmökkurinn teygir sig allt að fjórtán kílómetra upp í himininn og var meðal annars vart við öskufall við bæinn Möðrudal á Möðrudalsöræfum. UPPTÖK ELDGOSSINS Kortið sýnir upptök skjálfta (rauðir hringir) í Grímsvötnum þann 1.nóvember 2004. Fyrsta áætlaða staðsetning eldgossins er sýnd með dökkum tígli. Jarðskjálftastöðvar eru sýndar með grænum þríhyrningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V EÐ U R ST O FA ÍS LA N D S Bandarísku forsetakosningarnar: Óvenjumikil kjörsókn BANDARÍKIN Um þver og endilöng Bandaríkin mátti sjá langar raðir kjósenda sem biðu eftir því að komast að til að greiða atkvæði um næsta forseta sinn og í önnur embætti sem kosið var um í gær. Kjörsókn var óvenju mikil á bandarískan mælikvarða. Búist var við því að allt að 120 milljónir manna myndu greiða atkvæði, það er fimmtán milljónum meira en fyrir fjórum árum og um 60 pró- sent allra sem hafa kosningarétt. George W. Bush og John Kerry voru á faraldsfæti í gær og fóru báðir til Ohio þar sem spennan var hvað mest. Báðir hvöttu sjálf- boðaliða áfram og Bush hringdi í nokkra kjósendur til að fá þá á kjörstað. Ekki var ljóst hver úrslitin yrðu þegar Fréttablaðið fór í prentun þar sem kjörstaðir voru enn opnir, þeir síðustu áttu að loka klukkan sex. - bþg M YN D /K R IS TJ ÁN Þ Ó R KR IS TJ ÁN SS O N 01 Forsíða 2.11.2004 22:19 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.