Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 2
GRÍMSVATNAGOS Öllu fé var smalað og það sett inn á gjöf á Möðrudal á Möðrudalsöræfum í gær, að sögn Önnu Birnu Snæþórsdóttur húsfreyju. Þegar bændur þar komu út í gærmorgun var komið talsvert öskufall af völdum goss- ins í Grímsvötnum. Mátti greini- lega sjá það á gluggarúðum og bíl- um, auk þess sem það sást á jörðu. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir sendi út viðvörun í gær vegna öskufalls og hættu á flúor- eitrun. Er fólki ráðlagt að hýsa búfénað sinn ef öskufalls gætir, en að sögn Halldórs er hlutfalls- lega mikið magn af flúor við Grímsvötn. „Við erum með féð við beitar- hús, látum það ganga við opið en gefum því vel inni, þannig að engin hætta sé á að það sé að taka í jörð,“ sagði Anna Birna, sem er ásamt bónda sínum með á þriðja hundrað fjár. Þá lá fyrir í gær að fara með heyrúllur til hrossanna sem eru um 20 talsins. Örn Bergsson, bóndi að Hofi í Öræfasveit, sagði menn þar við- búna að taka fé sitt ef vindátt snérist þannig að gosmökkurinn bærist yfir héraðið. - jss 2 3. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Komið lag af gosösku á Möðrudal þegar fólk vaknaði: Hross og kindur tekin á gjöf Ekkert í líkingu við hamfaraflóðið 1996 Flóð í Skeiðará nær að öllum líkindum hámarki í dag. Hlaupið er ekki talið verða jafn mikið og árið 1996 þegar miklar skemmdir urðu á mannvirkjum á Skeiðarársandi. ELDGOS Búist er við að hlaup í Skeiðará á Skeiðarársandi nái há- marki í dag. Í gær mátti sjá háa öskubólstra stíga upp frá Vatna- jökli. Ekki er búist við jafn miklu hlaupi nú og fór yfir Skeiðarár- sand árið 1996. Þjóðveginum um Skeiðarár- sand var lokað klukkan hálf átta í gærkvöld en Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði sagði í gær að vegur- inn yrði opnaður aftur í birtingu í dag. Lögreglan var með vakt við veginn í nótt. Reynir sagði að engar skemmdir hefðu orðið á mannvirkjum í hlaupinu. Bjarni Kristinsson og Snorri Zophoníasson hafa verið við mæl- ingar í Skeiðará á vegum Vatna- mælinga Orkustofnunar. Þeir segja að vatnsmagn í ánni hafi tvöfaldast á sólarhring frá því á sunnudag. Þá hafi það verið 570 rúmmetrar á sekúndu. Á mánu- dag hafi það verið 1500 rúm- metrar og 2900 rúmmetrar á hádegi í gær. Í hamfaraflóðinu árið 1996 komst vatn í ánni í 20.000 rúmmetra þegar það náði hámarki. Hlaupið nú er því smá- vægilegt í samanburði við það. Snorri segir að hlaup hafi verið byrjað í ánni áður en gosið hófst. Miðað við vatnsmagnið í Gríms- vötnum þá hefði hlaupinu átt að ljúka í gær. Vatnsmagn í Grímsvötnum hafi verið komið í 700 um helgina en verið komið niður í 170 gígalítra þegar gosið hófst. Vegna gossins hafi ís hins vegar bráðnað og aukið vatns- magn undir jöklinum. Hlaupið eigi því enn eftir að vaxa. - ghg Miðlunartillaga: Villandi atkvæði KJARAMÁL Borið hefur á að kennur- um finnist atkvæðaseðlar um miðl- unartillögu ríkissáttasemjara vill- andi. Samkvæmt spjallsíðu kennara á vef Kennarafélags Reykjavíkur eru orðin já og nei rituð á seðilinn hlið við hlið. Kennarar velta fyrir sér hvernig þeir geti greitt atkvæði sitt svo rétt skiljist. Engin kjörgögn hafi fylgt kjörseðlunum. Eiríkur Jónsson formaður Kenn- arasambands Íslands segir málið einfalt, áhyggjurnar óþarfar og búið að leysa það með kynningu. Langt sé á milli orðanna og sé vilji kennara ljós sé seðillinn gildur. - gag Kýldi konu: Skilorð fyrir nefbrot DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur fyrir að hafa slegið fertuga konu hnefahögg í andlitið þannig að hún nefbrotnaði. Mað- urinn var að hjálpa vinkonu sinni sem var í slagsmálum við konuna sem hann síðan kýldi. Sannað þykir að maðurinn hafi veitt konunni þá áverka sem hann var sakaður um en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsi- verða háttsemi. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að rannsókn og meðferð málsins tók langan tíma en árásin átti sér stað fyrir rúmu ári síðan. - hrs „Ég man ekki eftir því. Ætli ég verði ekki að koma fram í hléi í Carnegie Hall og segja fólki að þetta sé ekki búið.” Garðar Cortes stýrði flutningi óratóríunnar Elía í Grafarvogskirkju á dögunum. Þá hurfu einhverjir áheyrendur á brott í hléi, að því er talið er vegna þess að þeir héldu að tónleikarnir væru búnir. Garðar og Óperukórinn í Reykjavík flytja sama verk í Carnegie Hall í New York á sunnudag. SPURNING DAGSINS Garðar, hefurðu lent í þessu áður? GOSSTRÓKURINN Öskustrókurinn beindist beint að Möðrudal um miðjan dag í gær þegar blaðið hafði samband þangað. MANNDRÁP Bráðabirgðaniður- stöður krufningar styðja það sem áður hefur komið fram um að Sæunni Pálsdóttur hafi verið ráðinn bani með því að þrengt hafi verið að öndunarvegi henn- ar að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögreglu- þjóns í Kópavogi. Eiginmaður Sæunnar, Magnús Einarsson, hefur játað að hafa orðið henni að bana á heimili þeirra í Hamraborg aðfaranótt mánu- dags. Lögregla hefur ekki viljað segja til um hvaða hugsanlegu ástæður hafi verið fyrir verkn- aðinum. Heimildir segja að Sæ- unn og Magnús hafi átt pantaðan tíma hjá sýslumanni vegna skilnaðar sem legið hafi fyrir í einhvern tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ban- aði Magnús eiginkonu sinni, og móður tveggja barna, með bandi sem hann herti um háls hennar. Magnús var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember en hann var handtekinn á vett- vangi þegar lögregla kom á staðinn. Hann er nú í einangrun. Í fréttatilkynningu frá Lögregl- unni í Kópavogi í fyrradag sagði að áverkar væru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu átt sér stað og hefðu síðan leitt til dauða hennar. Friðrik Smári segir þó nokk- ur vitni hafa verið yfirheyrð vegna málsins og á hann von á að einhverjir verði yfirheyrðir til viðbótar. - hrs Manndráp í Hamraborg: Áttu pantaðan tíma hjá sýslumanni Enn lækka hlutabréf: Tækifæri til lengri tíma VIÐSKIPTI Hlutabréf lækkuðu í gær tíunda daginn í röð. Markaðurinn lækkaði hratt í gærmorgun en jafnaði sig þegar líða tók á daginn. Þegar verst lét hafði úrvalsvísitala Kauphallar Ís- lands lækkað um tæp sjö prósent. Niðurstaðan varð 2,71 prósenta lækkun. Sérfræðingar á markaði telja að eftir lækkun síðustu tíu daga hafi víða myndast góð tækifæri á mark- aði sé horft til lengri tíma. Óvissa er hins vegar um hræringarnar næstu daga. sjá síðu 20 VIÐ VATNAMÆLINGAR Bjarni Kristinsson og Snorri Zophoníasson sem verið hafa við mælingar í Skeiðará á vegum Vatnamælinga Orkustofnunar segja að vatnsmagn í ánni hafi tvöfaldast á sólarhring frá því á sunnudag. GOSSTRÓKURINN AF JÖKLINUM Magnað er að sjá frá Skeiðarársandi gosstrókinn frá eldgosinu í Grímsvötnum þar sem hann leggur frá Vatnajökli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI M YN D /K R IS TJ ÁN Þ Ó R ÍBÚÐIN Í HAMRABORG INNSIGLUÐ Magnús Einarsson hefur játað að hafa banað eiginkonu sinni og situr nú í einangrun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Forsetakosningar: Allir kusu á miðnætti BANDARÍKIN, AP Fyrstu tölur í banda- rísku forsetakosningunum lágu fyr- ir skömmu eftir miðnætti að staðar- tíma, skömmu eftir klukkan fimm í gærmorgun að íslenskum tíma. Þá voru tvö lítil samfélög í New Hampshire búin að kjósa og telja at- kvæði, langt á undan öllum öðrum. Kjörstaðir verða að hafa opið milli ellefu að morgni og sjö að kvöldi en mega opna fyrr og loka snemma ef allir á kjörskrá eru búnir að kjósa. Þetta er gert í Hart's Location og Dixville Notch þar sem kjörstaðir opnuðu skömmu eftir miðnætti og lokuðu skömmu síðar. George W. Bush hafði betur í þeim báðum, fékk 35 atkvæði gegn 21 at- kvæði Johns Kerry og einu atkvæði Ralphs Nader. ■ ATKVÆÐI TALIN Kosningar gengu hratt fyrir sig í Hart's Location. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR OLLI ÁREKSTRI ÖLVAÐUR Mikið ölv- aður ökumaður olli þriggja bíla árekstri í Salahverfi í Kópavogi um klukkan hálf sex í fyrradag. Enginn meiddist í árekstrinum en eignatjón varð á bifreiðunum. Utanríkismál: Davíð fundar með Powell STJÓRNMÁL Varnarsamstarf Banda- ríkjanna og Íslands verður rætt á fundi Davíðs Oddssonar utanríkis- ráðherra og Colins Powells utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington í Bandaríkjunum þann 16. nóvember. Fundur ráðherranna var rædd- ur í utandagskrárumræðum á Al- þingi í gær. Davíð sagðist vonast til að fundurinn myndi verða til að færa málið í fastari farveg og að mikilvægt væri að eyða óvissunni sem ríkti um framtíð samningsins. Ákveðið var á fundi Davíð með forseta Bandaríkjanna í sumar að Powell tæki yfir málefni varnar- samstarfs Íslands og Bandaríkj- anna. - óká 02-03 2.11.2004 22:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.