Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 12
12 3. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR BORÐAÐ VIÐ SÓLSETUR Íbúar Lahore í Pakistan voru reiðubúnir að taka til matar síns þegar sól gekk til viðar í fyrrinótt. Meðan á hinum helga mánuði Ramadan stendur má hvorki borða né drekka frá sólarupprás til sólseturs. SKIPULAG Enn hefur dregist að úr- skurða um mat á umhverfisáhrif- um vegna Sundabrautar. Upphaf- lega stefndi Skipulagsstofnun á að úrskurður lægi fyrir 30. júlí. Síðan var búist við úrskurði fyrir síðustu mánaðamót en nú hefur frestur til að úrskurða verið fram- lengdur til 15. nóvember. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, starfandi skipulagsstjóri, segir að fresturinn hafi verið framlengdur vegna þess að stofnunin hafi þurft að leita eftir talsvert mikið af skýringum og upplýsingum frá Vegagerðinni og Reykjavíkur- borg. Einnig hafi það tafið málið að framkvæmdaraðilarnir hafi þurft meiri tíma til að svara um- sögnum. Alls bárust um 15 at- hugasemdir og umsagnir þar sem sett var út á ýmislegt svo sem út- færslu á brúm og gatnamótum sem tengjast Sundabrautinni, sjónræn áhrif og mengun í sjó. Borgaryfirvöld og Vegagerðin eru ósammála í því hvaða leið skuli valin. Borgin vill hábrú yfir sundin en Vegagerðin svokallaða eyjalausn. Heimildir blaðsins herma að hvorugur kosturinn verði útilokaður í úrskurðinum. - th Mikill vilji til sameiningar Ný könnun sýnir mikinn áhuga Vestlendinga á að sameina sveitarfélög. 14 prósent Akurnes- inga vilja sameinast Reykjavík. SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti íbúa á Vesturlandi er hlynntur sameiningu sveitarfélaga í ein- hverri mynd, að því er fram kemur í nýrri könnun Rannsókn- arstofnunar Háskólans á Akur- eyri. Spurt var hvaða sameining- arkostir þættu vænlegastir og vekur athygli að 16 prósent að- spurðra nefndu Reykjavík. Á Akranesi eru 92 prósent hlynnt sameiningu og horfa helst til hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar. Um 14 prósent nefna engu að síður Reykjavík og 11 prósent Borgarbyggð. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir hvorki stefnu né meiningu í sjálfu sér að sameinast Reykjavík, en kemur ekki á óvart þó svo einhverjum komi það í hug. „Við erum í fínu samstarfi við höfuð- borgina. Sjálfsagt hug- leiða menn þetta út frá því hversu vel hefur tekist samstarfið við Orkuveit- una. Síðan líta menn björt- um augum á hafnarsamlagið,“ segir hann og bendir á að íbúar hafi orðið áþreifanlega varir við lægri hitakostnað og hærra þjón- ustustig þegar samstarf hófst við Orkuveitu Reykjavíkur. Gísli segir rannsóknina fróð- lega í sjálfu sér, en telur fátt koma á óvart. „Í hreppunum austur af okkur er til dæmis eindreginn vilji til að sameinast innbyrðis. Á meðan farið er yfir það mælist auðvitað ekki mikill áhugi á að sameinast Akranesi,“ sagði hann, en bætti við að tíminn yrði svo að leiða í ljós hvort um frekari sam- einingu á svæðinu gæti orðið að ræða. „Eins og staðan er núna verður Akranes áfram eitt og sér með sitt fína samfélag, en við von- um að hinir sameinist í kringum okkur. Það styrkir bara svæðið,“ sagði hann. Þegar niðurstöður eru skoðað- ar eftir sveitarfélögum eru vís- bendingar um að 2 af 17 sveitarfé- lögum myndu fella samein- ingu, eða að úrslit yrðu tví- sýn. Þá kemur fram að fólk á nokkrum stöðum virðist horfa til dreifðra samein- ingarkosta þannig að erfitt sé að spá fyrir um niður- stöðu kosninga. Ljóst þykir þó að sveitarfélögum á Vesturlandi myndi fækka úr 17 í 10, auk þess sem fækkaði um eitt á Vestfjörðum, ef niðurstöður rannsóknarinnar skiluðu sér í kosningum. „Sveitarfélögunum á Vesturlandi gæti þó fækkað meira, en heldur virðist ótryggara um það að spá,“ segir í skýrslunni. olikr@frettabladid.is HEFNT FYRIR DAUÐA 85 Varabæj- arstjóri þorps í suðurhluta Taílands var myrtur og hausinn skorinn af honum. Talið er að ódæðismennirnir séu íslamskir uppreisnarmenn sem vildu hefna fyrir það þegar 85 manns köfn- uðu þegar þeir voru í haldi lög- reglu í síðustu viku. ■ ASÍA ■ EVRÓPA Miðbær Reykjavíkur: Fjölgun milli ára VERSLUN Verslunum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað um fjórar frá því í fyrrahaust þegar þær voru 300 talsins. Mun þetta vera í fyrsta sinn á síðustu níu árum sem verslunum í miðbænum fjölgar á milli ára. „Þróunarfélag miðborgarinnar hefur undanfarin níu ár látið telja og flokka verslanir í mið- borginni á hverju hausti. Átta ár í röð, frá 1996 til 2003, fækkaði verslunum í heild ár frá ári, eða úr 372 í 300. Nú hefur verslunum hinsvegar fjölgað á ný,“ segir í tilkynningu. Um helmingur verslananna er við Laugaveg og Bankastræti, eða 153. Við Skóla- vörðustíg eru 56 verslanir, 35 við hliðargötur, 34 í Kvosinni og 26 við Hverfisgötu. - óká AKRANES Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri framkvæmdi rannsóknina á viðhorfi fólks til sam- einingar sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Í úrtakinu voru 1.364 einstaklingar á öllu Vesturlandi og svöruðu 73 prósent. AKRANES Fylgjandi 92% Andvígir 11% BORGARBYGGÐ Fylgjandi 89% Andvígir 12% BORGARFJARÐARSVEIT Fylgjandi 88% Andvígir 8% VIÐHORF TIL HELSTU SAMEININGARKOSTA: Hvalfjarðarstrandar- hreppur, Innri-Akranes- hreppur, Leirár- og Melahreppur, Skil- mannahreppur 45% Reykjavík 14% Innri-Akranes- hreppur, Skilmanna- hreppur 7% VIÐHORF TIL HELSTU SAMEININGARKOSTA: Borgarfjarðarsveit 30% Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Skorradalshreppur 12% Akranes 8% VIÐHORF TIL HELSTU SAMEININGARKOSTA: Borgarbyggð, Hvítár- síðuhreppur, Skorra- dalshreppur 33% Borgarbyggð 21% VIÐHORF TIL SAMEININGAR Á VESTURLANDI: GÍSLI GÍSLASON VEÐUR Sólskinsstundir í Reykjavík í nýliðnum októbermánuði mældust 110 sem er 27 stundum umfram meðallag, að því er fram kemur í samantekt Veðurstofunnar. Meðalhiti í Reykjavík var 4,3 stig og er það 0,1 stigi neðan með- allags og kaldasti október frá 1998. Á Akureyri var meðalhitinn 3,3 stig og er það 0,3 stigum ofan meðallags. Úrkoma í Reykjavík mældist 66 mm og eru það um þrír fjórðu hlutar meðalúrkomu. Á Akureyri mældist úrkoman 88 mm sem er 50 prósentum umfram meðallag. Á Akureyri var sólarlítið, þar mældust sólskinsstundirnar 36 og er það 16 stundum minna en í meðalári. ■ Veðurfar: Sólríkur október HAUSTVEÐUR Sólskinsstundir í Reykjavík voru 27 stundum umfram meðallag í október. Mat á umhverfisáhrifum: Dregst að úrskurða um Sundabraut VALKOSTUR VEGAGERÐINNAR Vegagerðin og borgaryfirvöld eru ósammála um hvaða leið skuli valin fyrir nýja Sunda- braut. Vegagerðin vill að farin verði svokölluð eyjalausn. RANNSAKA HATURSGLÆPI Lund- únalögreglan rannsakar árásir hóps ungra manna á fólk nærri næturklúbbi samkynhneigðra. Í tveimur tilfellum var ráðist á homma og er talið að hugsanlega hafi verið ráðist á mennina vegna kynhneigðar þeirra. Einn þeirra lést á sjúkrahúsi af völdum mik- illa barsmíða. 12-13 2.11.2004 21:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.