Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 14
14 3. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR RÚTUFERÐ Í SKAFTAFELL KOSTAR 5.070 KRÓNUR. Ferðast er með Austurleið. Ekið er á þriðju-, fimmtu-, föstu- og sunnudögum HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Ég var á aðalfundi Hollvinasamtaka RÚV á sunnudaginn og hann var mjög vel heppnaður,“ segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og formaður Hollvinasamtakanna. „Þar fórum við yfir stöðu RÚV en það er óhætt að segja að hún sé í lausu lofti um þessar mundir. Við vitum ekki hvað menntamálaráðherra ætlast fyrir og það virðist enginn vita það. Fimmtánda nóvember stöndum við fyrir málþingi um framtíð RÚV og þar fást vonandi ein- hver svör.“ Margrét segir stofnunina eiga undir högg að sækja og furðar sig á um- ræðunni sem á stundum er á þann veg að RÚV sé til óþurftar. „Það er fjarri öllu lagi því í löndunum í kringum okkur er rekið ríkisútvarp af miklum myndugleik,“ segir Margrét og nefnir að helst fylgist hún með fréttunum af efni RÚV. „Annars er ég mjög upptekin þessa dag- ana, núna sit ég borgarstjórnarfundi fyrir Frjálslynda flokkinn og kjördæmaviku er nýlokið í þinginu. Svo er ég varafor- maður Kvenréttindafélagsins og þar hef- ur hefur verið mikið fjör upp á síðkastið. Við vorum með ræðumaraþon í Kringl- unni um daginn og svo var misréttið í jafnréttismálum jarðað á Arnarhóli. Ann- ars erum við konur orðnar langþreyttar á ástandinu og ég er komin á þá skoð- un að réttast sé að láta karlmenn taka þennan málaflokk að sér. Konur eru alltaf að tala um þessi mál við konur og við erum í raun að kristna þá kristnu.“ Margrét getur ekki látið hjá líða að minnast á skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurð samkeppnisráðs í olíumálinu sem hefur vart farið fram hjá nokkrum manni. „Það er náttúrlega stórmál og mér finnst furðulegt ef einstaklingarnir sem þarna réðu för þurfa ekki að svara fyrir það. Það er þá eitthvað nýtt í réttar- sögunni.“ RÚV á undir högg að sækja HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARGRÉT SVERRISDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS Ef sambærilegur skattaafsláttur og sjómenn njóta væri færður yfir á launþega alla myndu út- borguð mánaðarlaun fólks hækka um 22 þúsund krónur á mánuði. Sem kunnugt er njóta sjómenn sérstaks afslátt- ar frá skatt- greiðs lum og nemur hann 746 krónum á dag, þá daga sem skip er á sjó og það sem telja má eðli- leg hafnarfrí. Margur land- krabbinn rennir hýru auga til þessa afsláttar þó auðvitað geti slíkar vangaveltur aldrei orðið neitt annað en dagdraumar. Eru þó fordæmi fyrir því að fólk í landi njóti sjómannaafsláttar og á það t.d. við um beitningafólk sem sumt hvert er talið til áhafnar og er því á hlutaskiptasamningum eins og sjómennirnir. Slíkt er vita- skuld, í besta falli, misnotkun á kerfinu og líklega klárt lögbrot. Sjómenn hafa notið sérkjara í skattkerf- inu síðan 1955 og njóta áfram, í það minnsta næstu fjög- ur árin, þrátt fyrir vilja fjár- málaráð - herra til að afnema hann. - bþs SVERRIR JAKOBSSON SITUR Í VARASTJÓRN SHA Konur borga 500 en karlar 700. Herstöðvaandstæðingar: Misrétti mætt MISRÉTTI Konur þurfa að greiða 500 krónur en karlar 700 í fundar- gjald á landsráðstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga sem haldin er á laugardag. Með þessu taka samtökin mið af þeirri staðreynd að laun kvenna eru lægri en laun karla, þau koma til móts við mis- réttið og vekja athygli á því um leið. Fyrir peninginn gefst fólki kostur á að taka þátt í hefðbundn- um aðalfundarstörfum SHA auk þess sem boðið verður upp á kaffi og léttan hádegisverð. Nóg verður fyrir alla. Rúsínan í pylsuendan- um er svo óvissuferð um mót- mælaslóðir í miðborg Reykjavík- ur og segir í frétt frá samtökunum að landsráðstefnan sé hagkvæm- asta afþreyingin sem í boði er í bænum þessa helgina. SHA voru stofnuð formlega 1975 og fagna því 30 ára afmæli á næsta ári. Voru þau reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem stofnuð voru 1960. - bþs Sýndi snarræði og bjargaði mannslífi Anton Gylfi Pálsson sölumaður og handboltadómari, sýndi snarræði á dögunum þegar hann hnoðaði og blés lífi í mann sem fengið hafði hjartastopp eftir handboltaleik. Maðurinn er á góðum batavegi og vonast Anton til að hitta hann fljótlega. Tólf ára gamalt skyndi-hjálparnámskeið AntonsGylfa Pálssonar rifjaðist upp fyrir honum á svipstundu þegar hann nýlega þurfti að hnoða og blása lífi í mann sem fengið hafði hjartaáfall. Anton var á handboltaleik í Hafnar- firði á dögunum og þegar hann ætlaði að halda heim ásamt fé- lögum sínum sá hann hvar mað- ur lá í bílstjórasæti nærliggj- andi bifreiðar og hreyfði hvorki legg né lið. „Það var niðamyrkur og skíta- kuldi og við vorum einmitt að tala um það þegar ég rak augun í manninn,“ segir Anton Gylfi. „Við rukum til og reyndum að ná sambandi við hann og sáum að ekki var allt með felldu. Ég reif hann því út úr bílnum, lagði hann á jörðina og tók púlsinn.“ Antoni varð fljótlega ljóst að ekkert lífsmark var með honum og byrjaði að hnoða hjarta hans og beita munn við munn aðferð- inni. „Ég pumpaði og pumpaði og blés og blés og þessi kúrs sem ég tók í skyndihjálp í Fjölbraut í Breiðholti fyrir tólf árum rann upp fyrir mér eins og ég hefði lært þetta fyrir hálftíma.“ Anton minnist þess að hafa hugsað þá að aldrei nokkurn tíma þyrfti hann að nýta þekkinguna en eft- ir þessa reynslu er hann á öðru máli. „Það ætti að vera skylda fyrir hvern einasta borgara að kunna skyndihjálp. Það geta allir lent í þessu.“ Anton var ekki einn síns liðs, félagar hans tveir lögðu sitt af mörkum, annar var í stöðugu símasambandi við Neyðarlínuna en hinn bjó svo vel að vera með vasaljós í gsm-símanum og gat því lýst í augu hins veika og þannig fylgst með viðbrögðum hans. „Svo datt mér í hug að fá sjúkraþjálfara Haukaliðsins á vettvang og hann aðstoðaði mig við blásturinn þar til sjúkrabíll- inn kom. Við náðum upp veikum púlsi og svo tóku bráðaliðarnir við.“ Anton hefur fylgst með líðan mannsins og veit fyrir víst að hann svaf fyrstu tvo sólarhring- ana eftir áfallið en vaknaði svo af sjálfsdáðum sem veit á gott. „Hann er nú á hjartadeildinni og ég hef frétt að hann er á góðu róli,“ segir Anton sem ætlar að heilsa upp á manninn þegar hann kemst heim af sjúkrahúsinu. Anton Gylfi er kunnur handboltadómari en hefur viðurværi sitt af að selja kjöt fyrir Norðlenska. Hann er Breiðhyltingur að uppruna en býr í Grafarvogi. Áður en hann hóf dómgæsluna af fullum krafti lék hann sjálfur handbolta, lengst af með KR. bjorn@frettabladid.is ANTON GYLFI PÁLSSON „Það ætti að vera skylda fyrir hvern einasta borgara að kunna skyndihjálp. Það geta allir lent í þessu.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI Sjómannaafsláttur fyrir alla: Hækkun um 22 þúsund á mánuði 14-15 (24 klst) 2.11.2004 18:44 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.