Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 17
Hefur samfélagið borið skaða af samráðunum? Samkeppnisráð segir í skýrslu sinni að skaði samfélagsins í heild sinni af samráðum olíufélaganna sé í það minnsta 40 milljarðar króna. Mat sitt byggir ráðið á áliti sérfræðinga OECD sem telja að ólögmætur ávinningur af verðsamráðum sé að meðaltali tíu prósent af söluverði en tjón samfélaga sem þurfa að búa við samráð geti numið tuttugu pró- sentum af umfangi þeirra viðskipta sem samráðin taka til. Þetta þýðir með öðrum orðum að verðsamráð leiða af sér tíu prósentum hærra verð en ella, en tjón samfélagsins er enn meira. Hvað þýðir þetta á mannamáli? Það er ekki hægt að greina nákvæmlega í sundur þessa fjörutíu milljarða en í þeim felast þó þau beinu og óbeinu áhrif sem sam- ráðin hafa í för með sér. Til dæmis verður flugvélaelds- neyti dýrara en ella og því verða flugfargjöld dýrari. Þar að auki eru samráðs- fyrirtæki yfirleitt sneydd hvata til að hagræða í rek- stri sínum og framleiðsla þeirra verður dýrari. Sam- keppni á ekki bara að skila lægra verði heldur líka betri þjónustu og vandaðri vöru og þessu hefur samfé- lagið orðið af. Hvað með öll verð- tryggðu lánin? Það sér hver maður að ef eldsneytisverð er tíu pró- sentum hærra en það ann- ars hefði verið ef ekki hefði komið til samráða þá hljóta vísitölur að taka mið af því. Eldsneytisverð hefur marg- vísleg óbein áhrif á ýmsa þætti vísitölu neysluverðs. Þannig hlýtur farmiðaverð strætisvagna að hækka ef olíuverð er hátt til lengdar. Ef hins vegar eingöngu er miðað við beinan hlut eldsneytis í vísitölunni, sem er 3,8 prósent, er ljóst að verð- tryggð lán landsmanna hækka um- talsvert fyrst verðsamráð hafa þýtt tíu prósentum hærra eldsneytisverð. Í dag nema skuldir íslenskra heimila um það bil 810 milljörðum króna, þar af eru um 90% í verðtryggðum lánum. Ef verðsamráðin færu fram í dag þýddi það að vísitalan myndi hækka um 0,38 prósent og lánin þar með um 2,77 milljarða króna Þetta gera 9.500 krónur á hvert og eitt hérlent mannsbarn. Eingöngu vegna verðsamráðanna. Munar ekki um minna? sveinng@frettabladid.is Vísitala neysluverðs saman- stendur af tólf flokkum og vega fjórir þeirra þyngst; húsnæði, hiti og rafmagn, matur og drykkjarvörur, ferðir og flutn- ingar og tómstundir og menn- ing. Af einstökum liðum vegur sjálfur maturinn mest og svonefnd reiknuð húsaleiga kemur næst. Bensín og olía eru 3,8 prósent af vísitölunni samkvæmt grunni frá mars 2002. Grunnurinn er reiknaður út frá viðamiklum upplýsingum um útgjöld heimil- anna. ■ Matur 14,4% Drykkjarvörur 1,9% Áfengi 4,3% Tóbak 1,9% Föt 4,6% Skór 0,9% Rafmagn og hiti 2,6% Húsgöng og heimilisbúnaður 3,1% Lyf og lækningavörur 1,8% Heilsugæsla 1,8% Kaup ökutækja 6,4% Rekstur ökutækja 7,1% Bensín og olíur 3,8% Flutningar 2,3% Símaþjónusta 2,7% Sjónvörp, myndbönd, tölvur 1,9% Íþróttir, fjölmiðlun og happdrætti 4,5% Menntun 0,4% Veitingar 4,1% Snyrting og snyrtivörur 2,8% Skartgripir og úr 2,8% Félagsleg þjónusta 1,1% Neysluverðsvísitalan: Hvað er talið með? DÆMI UM VÆGI LIÐA Í VÍSITÖLUNNI: FBL GREINING: VERÐSAMRÁÐ OLÍUFÉLAGANNA Hækkuðu verðtryggð lán landsmanna 17MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2004 16-17 (360°) 2.11.2004 20:19 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.