Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 97 stk. Keypt & selt 25 stk. Þjónusta 40 stk. Heilsa 10 stk. Heimilið 17 stk. Tómstundir & ferðir 3 stk. Húsnæði 36 stk. Atvinna 31 stk. Tilkynningar 4 stk. Myndir úr geisladiskum BLS. 3 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 3. nóvember, 308. dagur ársins 2004 Reykjavík 9.18 13.11 17.03 Akureyri 9.13 12.56 16.38 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Krakkarnir í mínum bekk skiluðu sér allir eftir verkfallið og eru þokkalega stemmdir. Mér skilst að sumir hafi eitthvað kíkt í bækurnar en í dönskunni er sjálfsnám dá- lítið erfitt því þar er margt sem þarf að leiða þá í gegnum,“ segir Sóley Halldórs- dóttir, dönskukennari í Háteigsskóla og um- sjónarkennari í 10. bekk. Hún segir suma nemendur hafa nýtt verkfallið til ferðalaga, meðal annars heimsókna til frændfólks á landsbyggðinni. „Annars held ég að mikið hafi verið horft á spólur og mikið sofið út,“ bætir hún við. Sóley segir nemendur sína vissulega áhyggjufulla vegna samræmdu prófanna enda séu þeir að fara að útskrifast í vor og færa sig yfir í framhaldsskólana. Sjálf hefur hún áhyggjur af unga fólkinu en líka af ástandinu í kennaradeilunni. „Það er ekkert gott hljóð í fólki enda er þetta tilboð sem komið er fram hrein móðgun við kenn- arastéttina. Það eru komnar fram launatöfl- ur sem maður getur mátað sjálfan sig við og þetta er bara grín. Þó að kennslan sé hugsjónastarf að nokkru leyti þá þurfa kennarar að fá greitt í samræmi við nám og vinnuframlag.“ Sóley segir líta út fyrir að miðlunartillagan verði felld og horfir því jafnvel fram á verkfall aftur strax í næstu viku. „Það verður eitthvað meira að koma frá samningsaðilum til að þessi mál leys- ist,“ segir hún og röddin lýsir einbeitni. ■ Tengsl mannauðsstjórnunar og árangurs í rekstri fyrirtækja og stofnana verður efni námsstefnu sem haldin verður á morgun, fimmtudaginn 4. nóvember. Að henni stendur viðskiptadeild Há- skólans í Reykjavík. Ráðstefnu- gjald er 19.500 krónur og inni- falin eru ráðstefnugögn og kaffi- veitingar. Skráning fer fram hjá Háskólanum í Reykjavík. Nemendaþjónustan býður þeim aðstoð sem vilja auka hæfni sína í einstökum námsgreinum. Námsefni og kennsla er fyrir nemendur í grunnskólum, fram- haldsskólum og háskólum og þjónustan hentar þeim einnig vel sem koma erlendis frá. Yfir 1000 verkefni bárust í verð- launasamkeppni evrópska skóla- netsins, nám á Neti 2004, í ár. Nú hafa 100 þeirra verið valin til áframhaldandi þátttöku í keppn- inni og er verkefnið Merkingarfull margmiðlun frá Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti þar á meðal. Í tilefni af degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, hefur verið ákveð- ið að efna til smásagnasam- keppni meðal nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi. Efni sagnanna er algerlega frjálst en sögurnar eiga að vera tölvuunnar, á góðri íslensku og mega vera allt að 1000 orð að lengd. Skilafrest- ur er til tólf á hádegi föstudaginn 12. nóvember 2004. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í NÁMI FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mamma, má ég giftast þér og pabba? 1 6 Sóley kennir nemendum sínum dönsku. Nemendur komnir í gang á ný: Nýttu verkfallið til svefns og heimsókna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N nam@frettabladid.is 19 (01) Forsíða 2.11.2004 19:02 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.