Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 23
Miðasala á Eddu-verðlaunahátíðina hefst í dag en hátíðin fer fram á Nordica Hótel sunnudags- kvöldið 14. nóvember. Reyndar er þrjúhundruð frægum boðið að vera viðstaddir en almenningi er velkomið að sitja hófið meðan húsrúm leyfir. Það er fyrirtækið Storm sem sér um skipu- lagningu Eddu-verðlaunanna og segir Pétur Óli Gíslason framkvæmdastjóri umfang hátíðarinn- ar vera svipað og síðustu ár. „Þó var óvenjumik- ið af innsendingum núna vegna þess hve mikil gróska hefur verið í bransanum undanfarið ár. Það verður því meiri barátta innbyrðis í öllum flokkum, sem aftur leiðir til þess að fleiri vilja koma á hátíðina.“ Að venju verður glamúr og glæsileg stemning svífandi yfir vötnunum á Eddunni, nú sem endranær. Skemmtiatriði verða fjölbreytt; innslög um kvikmyndir, fólk og sögur úr brans- anum. Pétur Óli lofar því að enginn verði svikinn af þessari skemmtun. „Hátíðin verður með hefðbundnu sniði enda ekki þörf á að breyta strúktúrnum. Þó má upp- lýsa að þemað í þetta sinn er „sögurnar“. Þessi bransi gengur út á að segja sögur í ýmsu formi og innslögin segja okkur sögurnar á bak við tjöldin; hvaða hlutverki hver og einn gegnir.“ Margir hafa haft á orði að Eddu-verðlaunin minni á íslensku útgáfuna af Óskarsverðlaunun- um og óhætt að segja að íslenska listafólkið sé með á nótunum þegar kemur að rétta klæðaburð- inum; galakjólum, smóking, pelsum, hárgreiðslu og skarti. Pétur Óli segir samkvæmisklæðnað enda skilyrði fyrir inngöngu. „Við viljum setja þessa hátíð aftur á þann stall sem hún var í upp- hafi, þar sem mikill glæsileiki var í hávegum hafður. Andrúmið verður blandað hátíðleika, gleði, samkennd, fögnuði og auðvitað samkeppni, en þegar Eddu-verðlaun eru afhent koma gestir fyrst og fremst saman til að skemmta sér og fagna.“ Og öruggt má telja að listafólkið skemmti sér fram á rauðan morgun; margir með stolt í hjarta meðan aðrir horfast í augu við brostnar vonir. Allt eins er búist við frægum leynigestum á há- tíðina og eftir að útsendingu lýkur hefst al- vörupartí á hótelinu. Pétur Óli segir Nordica Hótel hafa verið valið vegna þess hve salarkynn- in henta vel fyrir sjónvarpsútsendingu og veislu af þessu tagi, auk þess fái hátíðin best áhorf á sunnudagskvöldi. Miðar á Eddu-verðlaunahátíðina fást hjá Storm ehf, Vesturgötu 10a, sími 511 2333. Pétur Óli Gíslason, framkvæmdastjóri Storm, um Eddu-hátíðina á Nordica Sögurnar eru þemað í ár EDDUVERÐLAUNIN 2004 KALDALJÓS DÍS NÆSLAND glamúr & glæsileg stemning 23 (01) Eddan forsíða 2.11.2004 20:29 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.