Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 33
21MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2004 F í t o n / S Í A F I 0 1 1 0 1 6 DELL DIMENSION XPS GEN. 3 Verð 219.900,- • Intel Pentium 4 3.4GHz Prescott örgjörvi með 1MB flýtiminni, 800MHz FSB og Hyper Threading tækni • 1024MB 533MHz DDR2 vinnsluminni, hámark 4GB • 250GB 7200 RPM SATA harður diskur (RAID stuðningur) • 16x DVD/RW Dual layer skrifari - 8,5GB af gögnum á Dual layer DVD diska • 256MB ATI X800 XT (DVI/VGA/TV)16x PCI Express skjákort • Soundblaster Audigy 2 Digital hljóðkort (EAX 4.0) • Dell 10/100/1000 netkort • 8 USB 2.0 tengi og 2 FireWire tengi • Microsoft Windows XP Professional • 460W aflgjafi í sér hólfi neðst í turninum til að minnka hita • Turninn er upplýstur að framan og hægt er að skipta á milli 7 lita á ljósinu • 2ja ára ábyrgð á verkstæði EJS 17” FLATSKJÁR Tilboðsverð 41.900,- Áður 49.900,- stgr. 19” FLATSKJÁR Tilboðsverð 67.900,- Áður 76.800,- stgr. • XPS - Nýjasta Dimension-línan frá Dell. • Pentium 3,4GHz Prescott - einn sá alöflugasti frá Intel. • DDR2 - Hraðvirkasta minni sem völ er á. • PCI Express - Glæný tækni, arftaki AGP gefur leikjum alveg nýja vídd. • RAID - Harðir diskar með RAID eru hraðvirkari og öruggari en hefðbundnir diskar og er venjulega að finna í öflugum netþjónum. • Soundblaster Audigy 2 - THX vottað, 6.1 Surround. Nú er loksins hægt að leika sér því öflugasta og skemmtilegasta heimilistölva sem Dell hefur sent frá sér er komin til landsins. Ógnarhraði, yfirburðaskjákort, blikkandi ljós og blái liturinn sem gerir alla hina græna af öfund! XPS er komin í EJS Réttur stéttarfélaga til verkfalla er eitt áhrifaríkasta tæki þeirra við samn- ingaborðið líkt og réttur til verkbanna er mikilvægasta tæki atvinnurekenda. Þetta má ekki síst merkja á því að oft dugar að hóta verkfalli til að samning- ar náist. Kenningar hagfræðinnar um það hvers vegna verkföll eiga sér stað eru margar og margs konar. Margar byggj- ast á hugmyndum um að samnings- aðilar búi yfir mismunandi upplýsing- um um stöðu fyrirtækisins og getu til að greiða laun. Ef þeir hefðu aðgang að sömu upplýsingum gætu báðir séð hvaða laun væru möguleg og samið áður en til verkfalls kæmi. Ef verkfall er boðað á almennum vinnumarkaði og samningar nást ekki áður en á skellur verkfall, þá tapa báð- ir aðilar. Starfsmenn tapa launum þar sem þeir mæta ekki í vinnu og vinnu- veitendur tapa tekjum þar sem engin framleiðsla á sér stað. Tap vinnuveit- enda getur orðið enn meira en beint tekjutap í verkfalli þar sem viðskipta- vild getur tapast til langframa. Þrýst- ingur til samninga er því töluverður. Þegar verkföll verða hjá hinu opinbera er önnur staða uppi á teningnum. Þar sem rekstur stofnunar er fjármagnað- ur af skatttekjum þá halda tekjurnar áfram að streyma inn í verkfallinu, en útgjöldin verða lítil sem engin þar sem viðkomandi starfsmenn eru í verkfalli. Vinnuveitandi tapar því engu í verkfallinu, a.m.k. ekki fjárhagslega. En væntanlega tapa þá starfsmenn- irnir, ekki satt? Jú, í flestum tilfellum. Á hinn bóginn eru stéttir eins og kenn- arar í þeirri stöðu að þegar verkfalli lýkur þarf að semja um hvernig nem- endum er bættur kennslutíminn. Ekki er hægt að ljúka kennsluári þegar nokkrar vikur vantar á kennslutímann. Því er ljóst áður en verkfall hefst að síðar mun þurfa að semja um að bæta upp þann tíma sem kennarar voru í verkfalli. Tapaðar tekjur í verk- falli eru því jafnan bættar í yfirvinnu að loknu verkfalli. Því er ekki útlit fyrir að kennarar tapi miklu á verkfallinu, a.m.k. ekki í tekjum. Hverjir tapa þá á kennaraverkfalli? Ekki sveitarfélögin sem greiða launin og ekki kennararnir sem þiggja laun- in. Því er enginn hvati af hálfu þeirra sem í kjaradeilunni eiga að ná samn- ingum þrátt fyrir að verkfall sé á skoll- ið. Nei, verkfallið lendir á þriðja aðila, þ.e. börnum sem engan þátt eiga í kjaradeilunni og foreldrum þeirra sem fæst koma að máli, nema að því leyti að þeir borga útsvar og þar með laun kennaranna. Þá töpum við sem þjóð- félag þar sem verkföll eru aldrei hag- kvæmur kostur fyrir þjóðarbúið í heild. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Hvers vegna verkföll? Þegar verkföll verða hjáhinu opinbera er önnurstaða uppi á teningnum. Þar sem rekstur stofnunar er fjármagnaður af skatt- tekjum þá halda tekjurnar áfram að streyma inn í verkfallinu, en útgjöldin verða lítil sem engin þar sem viðkomandi starfs- menn eru í verkfalli. Vinnuveitandi tapar því engu í verkfallinu, a.m.k. ekki fjárhagslega MARKAÐSFÓLK Þóra Hallgrímsson tók við markaðsverðlaunum fyrir hönd sonar síns Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórn- arformanns Actavis. Actavis best ÍMARK, félag íslensks markaðs- fólks, valdi Actavis markaðsfyrir- tæki ársins. Þá var Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarfor- maður Actavis, valinn markaðs- maður ársins á markaðsverð- launahátíð félagsins. Herra Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, afhenti verðlaunin á hátíð ÍMARK. Actavis og forvera þess hefur með öflugu markaðsstarfi og markvissri útrásarstefnu tekist að byggja upp alþjóðlegt stórfyr- irtæki í lyfjaiðnaði á nokkrum árum en starfsmenn þess eru nú 7.000 í 25 löndum. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir að með samstilltu átaki starfsmanna hafi með undraverðum hætti tekist að byggja upp sterkt alþjóðlegt vöru- merki og styrkja með því stöðu fé- lagsins á alþjóðamarkaði. ■ VÖXTUR Í KÍNA Samskip hafa opnað þrjár skrifstofur í Kína. Tvær í viðbót eru á teikniborðinu. Útrás í Asíu Mikill vöxtur er í starfsemi Sam- skipa í Asíu og var þriðja skrif- stofa félagsins þar opnuð á mánu- daginn í Dalian í Kína. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao í Kína. Á næsta ári bætast við tvær skrif- stofur Samskipa í Asíu, í Tælandi og Víetnam. Aðalstarfsemi skrifstofanna í Asíu er flutningur á frystum fiski og hefur magnið aukist stöðugt frá því fyrsta skrifstofan var opnuð í Pusan í febrúar á síðasta ári. „Markmið okkar er að verða leiðandi í heiminum í flutningi og tengdri þjónustu við sjávarútveg- inn,” segir Einar Þór Guðjónsson, framkvæmdastjóri frysti- og kæliflutningasviðs Samskipa. ■ 32-33 (20-21 Viðskipti 2.11.2004 20:16 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.