Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 34
„Ég ætla að vakna snemma og fara til Stykkishólms og vinna þar fram eftir degi með mági mínum og vera kominn til baka um kvöldmatarleytið. Þá fæ ég mér kannski kökusneið með syni mínum sem á einnig afmæli. Ég fékk hann í afmælisgjöf fyrir 28 árum,“ segir Ingi Björn Alberts- son athafnamaður, fyrrum Alþingismaður, knattspyrnuhetja og afmælisbarn dagsins. Ingi Björn og kona hans Magdalena Kristinsdóttir eiga sex börn. Hann segir að þrátt fyrir að hafa fengið eitt barnanna og nafna, soninn Inga Björn, í af- mælisgjöf hafi hann ekki verið fremur hinna í uppáhaldi: „Þau eru öll í uppáhaldi. Þau eru öll svo frábær.“ Börn hans utan Inga Björns hafa stundað íþróttir af kappi. Hann hallaðist heldur að tónlist- inni og stundar nám við skóla bít- ilsins Paul McCartney í Liverpool. Hin völdu knattspyrnuna utan þess yngsta sem er í fimleikum: „Við hjónin lögðum ekki upp með íþróttaiðkunina. Hún er í genunum. Elsta stelpan Krist- björg Helga var landsliðsmaður í knattspyrnu og er núna þjálfari í Fylki. Sonur minn Kristinn var að koma úr aðgerð og er að jafna sig en sá yngsti er 19 ára landsliðs- maður í knattspyrnu og heitir Al- bert Brynjar. Af hverju sú yngsta, Thelma Dögg, valdi fim- leika get ég ekki svarað. Valið var hennar.“ Ingi Björn og fjölskylda hafa lengi verið viðriðin knattspyrnu- félagið Val. Á dögunum gekk tengdasonur hans, Guðmundur Benediktsson, úr KR í Val: „Ég kom hvergi nærri því en ég er afar ánægður með ákvörð- un tengdasonarins að fara í Val. Ég veit að hún á eftir að verða honum til mikillar gæfu. Svo vona ég að afastrákurinn fylgi á eftir. Hann heitir Albert Guðmundsson og Albert Guðmundsson á auðvit- að að vera í Val,“ segir Ingi Björn. Drengurinn sé fimm ára og í KR en fái að taka sína ákvörðun sjálf- ur; án þrýstings! gag@frettabladid.is 22 3. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR CHARLES BRONSON fæddist á þessum degi árið 1921. Vill sjá Albert Guðmundsson í Val INGI BJÖRN ALBERTSSON ER 52 ÁRA Í DAG: „Ég lít út eins og grjótnáma sem einhver hefur sprengt.“ Hann hefur ekki notið þess að líta í spegil. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Guðrún F. Hjartar, Háholti 5, Akranesi, lést 29. október. Hjalti G. Jónatansson, Seljahlíð, heimili aldraðra, lést 29. október. Þorsteinn Friðriksson, frá Aðalvík, lést 30. október. Aðalheiður Eggertsdóttir, Ránargötu 26, Akureyri, lést 31. október. Pétur Þórsson lést 1. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Árni Björnsson, læknir, Blátúni 4, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. 13.30 Guðni Þór Andrews, Vatnsnesvegi 28, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Bragi Leópoldsson, Völvufelli 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju. 15.00 Sigurlín Guðlaugsdóttir, Fellsmúla 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. INGI BJÖRN ALBERTSSON Á afmæli í dag. Ingi Björn rekur veitingastaðinn Si Senior í Lækjargötu með elsta syninum, Ólafi Inga. Stað- urinn fær bráðlega nafnið Café Romance og breytist í kaffi- og öldurhús. Teiknimyndahetjan Mikki mús birtist í fyrsta sinn árið 1928 í teiknuðu stuttmyndinni Steam- boat Willie sem framleidd var af Walt Disney. Teiknimyndin var sú fyrsta sem framleidd var með tali þar sem Mikki talaði með skrækri röddu sem Disney lagði sjálfur til. Walt Disney byrjaði að selja ná- grönnum sínum, við bóndabæ- inn á Missouri, teikningar sínar þegar hann var sjö ára gamall og sótti hann listaskóla á kvöldin á meðan hann var enn í gagn- fræðiskóla. Í heimsstyrjöldinni fyrri þegar Disney var 16 ára keyrði hann sjúkrabíl fyrir Rauða krossinn sem hann skreytti með teikni- myndafígúrum. Hann stofnaði fyrirtækið Laugh-O- Gram ásamt eldri bróður sín- um Roy, sem fór svo á hausinn og héldu bræðurnir til Hollywood með 40 dollara í vasanum auk nokkra blýanta og pensla . Bræðurnir lögðu í hreyfimyndaævintýri þar sem þeir framleiddu nokkrar teikn- aðar stuttmyndir í seríu sem þeir kölluðu Alice in Cartoon- land og fljótlega þróuðu þeir Mikka mús auk annarra karakt- era, eins og Andrés Önd og Guffa sem komu fram í serí- unni The Silly Symphony. Árið 1937 sendi fyrirtækið frá sér sína fyrstu teiknmynd í fullri lengd sem var Mjallhvít og dvergarnir sjö sem sló í gegn. 3. NÓVEMBER 1928 Mikki mús kem- ur fram á sjónvarsviðið í myndinni Steamboat Willie. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1507 Leonardo da Vinci var feng- inn til að mála mynd af Lisu Gherardini, útkoman var hin fræga Mona Lisa. 1660 Kötlugos hófst. 1796 John Adams var kosinn ann- ar forseti Bandaríkjanna. 1839 Fyrsta ópíumstríðið skall á milli Kína og Bretlands. 1903 Panama lýsir yfir sjálfstæði. 1941 Japanski sendiherrann John Grew varaði við hugsanlegri skyndiárás frá Japan. 1957 Sovétmenn skutu Spútnik II á loft með hundinum Laika innanborðs. 1991 Ísraelar og Palestínumenn mætast í fyrsta sinn augliti til auglits á fundi í Madríd á Spáni. 1992 Carol Moseley-Braun var fyrsta blökkukonan sem kosin var á þing í Bandaríkj- unum. Mikki mús kemur fram Vottar Jehóva hafa reist nýtt samkomuhús í Árbænum en um 300 sjálfboðaliðar hvort tveggja erlendis frá og héðan reistu húsið með eigin höndum. „Verktaki var reyndar fenginn í jarðvinnu og að reisa húsveggina en við tókum svo við,“ segir Svanberg K. Jakobsson, kynningarfulltrúi Votta Jehóva á Íslandi. Samkomu- húsið er 422 fermetrar og er hús- rúm fyrir um 220 manns, en í hús- inu er aðalsalur, kennslustofa og fundarherbergi. „Ein af samkom- um okkar felur í sér skóla þar sem við kennum málflutning og rökfræði,“ segir Svanberg. Vottar Jehóva á Íslandi hafa reist fleiri hús en þetta og fyrir um 9 árum síðan reistu þau tvö samkomuhús á einni helgi í Keflavík og á Selfossi. „Verkið hófst á föstudagsmorgni og var tilbúið til samkomuhalds á sunnudegi,“ segir Svanberg og viðurkennir að mikill og góður undirbúningur þurfi til að þetta gangi vel upp. „Þetta byggist á miklum fjölda sjálboðaliða sem skipt er í hópa og hefur hver hópur ákveðin verkefni, „ segir Svanberg en vill ekki meina að reisa hús á einni helgi þurfi að gerast með miklu offorsi. „Unnið er á eðlilegum hraða og með gagnkvæmri virðingu og tillits- semi gengur þetta án vandræða,“ segir Svanberg. kristineva@frettabladid.is Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Björnsson læknir, Blátúni 4, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Mannvernd, reiknnr. 0101-26-3199. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Theódórsdóttir Bjarnar, Vilborg Sigríður Árnadóttir, Kristín Árnadótt- ir, Ásgeir Þór Ólafsson, Björn Theódór Árnason, Sigurlín Einarsdóttir Schev- ing, Einar Sveinn Árnason, Margrét Þorvarðardóttir, Árni Árnason, Vilhjálm- ur Jens Árnason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, barnabörn og langafabörn. Vottar Jehóva fá nýtt samkomuhús: Reist með höndum sjálfboðaliða SVANBERG K. JAKOBSSON Vottar Jehóvar tóku nýverið í gagnið nýtt samkomuhús í Árbænum en húsið er reist af um 300 sjálfboðaliðum. Þjóðminjasafnið opið lengur: Öðruvísi fimmtudagar Þjóðminjasafnið hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa opið til klukkan níu á kvöldin fyrsta fimmtudag í mánuði. Er þetta sér- staklega hugsað fyrir fjölskyldur eða hópa sem sækja vilja safnið á öðrum tímum en um helgar eða fyrir alla þá sem sjá sér ekki fært að koma á öðrum opnunartímum safnsins. Stendur til að bjóða upp á sérstakar uppákomur á þessum kvöldum og á morgun, fimmtudag kl. 19.30, mun Lilja Árnadóttir, fag- stjóri munasafns, veita sérstaka leiðsögn um yfirstandandi sýningu, Hvernig þjóð verður til, en Lilja þekkir einna best safnkostinn allan. Veitingasalan verður með eitt- hvað óvænt í boði fyrir fjölskyldur og aðra gesti sem sækja safnið, auk þess mun verslunin leggja sitt af mörkum. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L 34-35 (22-23) Tímamót 2.11.2004 21:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.