Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 36
24 3. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Rétt skal vera rétt Guðni Bergsson sýndi að það er ekki komið að tómum kofunum hjá honum hvað varðar þekkingu á spænsku knattspyrnunni. Í þætti sínum á mánudaginn sagði hann skemmtilegar sögur af spænska liðinu Athletic Bilbao. Sögurnar voru góðar, þótt þunnar væru, en eini gallinn var sá að sömu sögurnar voru í Fréttablaðinu á sunnudaginn þar sem Einar Logi Vignisson eys vikulega úr viskubrunni sínum um spænsku og ítölsku knattspyrnuna. Tilviljun eða hvað? „Mig langar til að fara upp í næstu vél, fara heim til hennar og flengja hana á rassinn með reglustiku – fast.“ Keyshawn Johnson, leikmaður Dallas Cowboys, í NFL-deildinni var heldur ósáttur við ummæli sjónvarpskonunnar Pam Oliver .sport@frettabladid.is [ LEIKIR GÆRKVÖLDSINS ] HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31 1 2 3 4 5 6 Miðvikudagur NÓVEMBER KÖRFUBOLTI „Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Fyrsti leikur liðsins í Evrópu- keppninni fer fram í Keflavík í kvöld þegar lið hans mætir franska liðinu Reims Champagne. Þjálfarinn er bjartsýnn. Sigurður segist þekkja lið Reims afar vel enda fylgst með liðinu í langan tíma. „Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um styrk liðsins. Þeir eru mjög sterk- ir og það að liðið sé í Evrópu- keppninni segir sitt. Liðið spilaði nú um helgina og vann góðan sigur á Clermont í frönsku deild- inni. Ég met möguleika okkar góða að því gefnu að við náum að spila okkar leik og hlutirnir gangi upp. Hins vegar er franska liðið betra en við og við þurfum að vera á tánum.“ Helstu stjörnur Reims eru Ryan Fletcher og Camara Sou- leymane sem eru báðir vel yfir tvo metra en liðinu hefur ekki gengið sem best á yfirstandandi tímabili og er í 15. sæti frönsku deildarinn- ar. Þar hafa þeir aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og vel getur verið að slæmt gengi hjálpi Suður- nesjamönnum í kvöld. Dagskráin hjá Keflvíkingum er þétt næstu vikur því í næstu viku taka þeir á móti Madeira frá Portú- gal og viku síðar móti Bakkens frá Danmörku. Sigurður segir það sama gilda um þá leiki og þennan í kvöld; náist að spila þann hraða leik sem Keflvíkingar hafa sýnt þegar sá gállinn er á þeim eru möguleikar liðsins á að fara áfram úr riðlinum ágætir. „Ég þekki dan- ska liðið ágætlega og þar er erfið- ur andstæðingur á ferð enda marg- faldir meistarar í Danmörku. Hins vegar veit ég afar lítið um Madeira. Miklar breytingar hafa orðið á því liði nýlega og þeir fengu til sín átta nýja leikmenn fyrir þessa leiktíð. Flestir eru frá fyrrverandi austantjaldslöndum og þeir eru óþekkt stærð. Auðvitað er hægt að gera sér hugmyndir með því að skoða leiki þeirra hing- að til en við förum dálítið blint í sjóinn hvað þá varðar.“ Liði Keflavíkur gekk afar vel á síðasta Evrópumóti en þar gerði liðið sér lítið fyrir og komst áfram úr sínum riðli. Þá voru andstæðingar liðsins ekki verri en þeir eru nú og með þeim góða stuðningi sem hefur alltaf verið á Evrópuleikjum liðsins er allt hægt. albert@frettabladid.is SIGURÐUR INGIMUNDARSON Þjálfari Keflvíkinga er bjartsýnn á að ná góðum úrslitum í leiknum gegn franska liðinu Reims í kvöld að því gefnu að hans menn nái að sýna sínar réttu hliðar. Fréttablaðið/Teitur Bjartsýni í Keflavík Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í körfubolta mæta franska liðinu Reims Champagne í Evrópukeppninni í kvöld. Sigurður Ingimundar- son þjálfari er bjartsýnn nái lið hans að spila eins og þeir gera best. ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavíkog Njarðvík mætast í Grindavík í Hópbílabikar kvenna í körfubolta.  19.15 KR og Haukar mætast í DHL-Höllinni í Hópbílabikar kvenna í körfubolta.  19.15 Keflavík og Reims mætast í Keflavík í Borgarkeppni Evrópu í körfubolta.  20.00 HK og Fjölnir mætast í Digranesi í norðurriðli í hand- bolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Meistaramörk á Sýn. Mörkin úr Meistaradeildinni.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Deportivo og Liverpool í Meistaradeildinni í fótbolta.  22.15 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Bayern München og Juventus í Meistaradeildinni í fótbolta.  22.20 Handboltakvöld á RÚV. Sýnt frá leikjum í handboltanum innanlands. Latrell Sprewell, hjá MinnesotaTimberwolves, hefur farið þess á leit að liðið framlengi samning sinn ella fari hann fram á að vera skipt eitthvert annað. Stjórn Timberwolv- es hafi tíma fram að fyrsta leik liðsins sem fram fer í kvöld gegn New York Knicks. „Það lítur allt út fyrir að ég fari,“ sagði Sprewell. „Síðasta tilboð liðsins var móðgandi.“ Þess má geta að Sprewell fær 14,6 milljónir dollara fyrir nýhafið tímabil. Theo Fleury, fyrrum leikmaðurChicago Blackhawks í NHL-ís- hokkídeildinni, hefur átt við þrálátan vanda að stríða gagnvart hugbreyt- andi efnum. Kapp- inn sem lék lengst af með New York Rangers hefur ekki komið við sögu í NHL í rúm tvö ár. „Ég er ekki edrú núna en ég er að reyna,“ sagði Fleury. Forráðamenn NHL ráku Fleury tímabundið úr deildinni eftir að hann var handtekinn undir áhrifum á strippstað í Columbus. Stan Collymore, fyrrum landsliðs-maður Englendinga og leikmaður Liverpool, komst í hann krappan á dögunum í Dyflinni á Írlandi. Collymore vill meina að nokkr- ir leikmenn rúg- bíliðsins Bath Rugby Club hafi ráðist að sér, bæði munnlega og líkamlega. Lög- reglan í Dyflinni rannsakar nú málið. Hector Cúper, hinn litríki fyrrver-andi þjálfari Inter Milan og Val- encia, hefur nú gert þriggja ára samning við lið Real Mallorca á Spáni. Kappinn hefur verið atvinnu- laus síðan honum var sagt upp störf- um í Mílano. Hann tekur ekki við góðu búi því á sama tíma og ráðning hans var kynnt sagði forseti félagsins að einnig yrði gerð bragarbót á fjármálum Mallorca sem, eins og flest önnur lið, glímir við miklar skuldir. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM MEISTARADEILD EVRÓPU E-RIÐILL PSV Eindhoven–Rosenborg 1–0 1–0 Beasley (10.) Arsenal–Panathinaikos 1–1 1–0 Henry, víti (16.), 1–1 sjálfsmark (75.) STAÐAN Í E-RIÐLI: PSV 4 3 0 1 4–2 9 Arsenal 4 1 3 0 5–4 6 Panathin. 4 1 3 1 5–5 5 Rosenborg 4 0 1 3 3–6 1 F-RIÐILL Barcelona–AC Milan 2–1 0–1 Shevchenko (17.), 1–1 Eto´o (37.), 2–1 Ronaldinho (89.). Celtic–Shakhtar 1–0 1–0 Thompson (25.). STAÐAN Í F-RIÐLI: AC Milan 4 3 0 1 6–3 9 Barcelona 4 3 0 1 8–3 9 Shakhtar 4 1 0 3 3–5 3 Celtic 4 1 0 3 3–9 3 G-RIÐILL Werder Bremen–Anderlecht 5–1 1–0 Klasnic (2.), 2–0 Klasnic (16.), 2–1 Iachtchouk (30.), 3-1 Klose (33.), 4–1 Klasnic (79.), 5-1 Jensen (90.) Inter Milan–Valencia 0–0 STAÐAN Í G-RIÐLI: Inter Milan 4 3 1 0 10–2 10 W. Bremen 4 3 0 1 9–5 9 Valencia 4 1 1 2 4–7 4 Anderlecht 4 0 0 4 3–12 0 H-RIÐILL CSKA Moskva–Chelsea 0–1 0–1 Robben (24.) Porto–Paris St. Germain 0–0 STAÐAN Í H-RIÐLI: Chelsea 4 4 0 0 9–1 12 CSKA 4 1 1 2 2–3 4 PSG 4 1 1 2 2–5 4 Porto 4 0 2 2 1–5 2 Kristján Örn Sigurðsson: Brann sýnir áhuga FÓTBOLTI Norska úrvalsdeildarliðið Brann hefur mikinn áhuga á því að fá landsliðsmanninn Kristján Örn Sigurðsson í sínar raðir en félagi Kristjáns í landsliðinu, Ólafur Örn Bjarnason, er fyrir hjá félaginu. Hollenska liðið Groningen hefur gefið Kristján Örn upp á bátinn í bili þar sem KR-ingar vilja eingöngu selja hann en ekki lána en óvíst er hvort Kristján Örn hafi áhuga á því að spila í Noregi. ■ FÓTBOLTI Staða mála í Meistaradeildinni skýrðist nokkuð eftir leiki fjórðu umferðar í gær en það var þó bara eitt lið sem náði að gulltryggja sig áfram en það er Chelsea. AC Milan, Barcelona og Internationale eru öll komin með annan fótinn inn í sextán liða úrslitin. Chelsea varð fyrsta liðið til að tryggja sig inn í 16 liða úrslitin þegar liðið vann 0-1 útisigur á CSKA Moskvu. Það var Hollendingurinn Arjen Robben sem skoraði sigurmarkið eftir frábært samspil við Damien Duff en Chelsea var heppið í seinni hálfleik þegar heimamenn misno- tuðu vítaspyrnu. Eið Smára var skipt útaf í seinni hálfleik en Rússarnir björguðu á marklínu frá honum í fyrri hálfleiknum. Chelsea hefur unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum og er komið áfram þrátt fyrir að tvær um- ferðir séu enn eftir. Barcelona vann 2–1 sigur á AC Milan í frábærum leik þar sem stórskostleg sigurmark Brasilíu- mannsins Ronaldinho mínútu fyrir leikslok sá til þess að Börsungar fengu öll stigin en Samuel Eto´o hafði jafnað leikinn í fyrri hálfleik. Það gengur ekkert upp hjá Arsenal þessa daganna og sjálfs- mark Pascal Cygan gegn Panathiaikos á Highbury sá til þess að liðið fékk aðeins eitt stig út úr leiknum og fyrir vikið náði PSV Einhoven þriggja stiga forskoti á toppnum. Rosenborg á ekki möguleika lengur en Grikkirnir gefa ekkert eftir í baráttunni og eru aðeins stigi á eftir ensku meisturunum. Króatinn Ivan Klasnic skoraði þrennu fyrir Werder Bremen í 4–1 stórsigri á Anderlecht og þýsku meistararnir eru í góðum málum líkt og Internationale sem gerði markalaust jafntefli gegn Valenica. Evrópumeistarar Valencia eiga enn möguleika en þeir eru ekki miklir. ■ STÓRKOSTLEGT SIGURMARK Brasilíu- maðurinn Ronaldinho skoraði sigurmark Börsunga gegn AC Milan á frábæran hátt eins og honum er lagið. Fréttablaðið/AP Meistaradeild Evrópu í fullum gangi í gærkvöldi: Chelsea komst fyrst áfram 36-37 (24-25) Sport 2.11.2004 22:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.