Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 39
27MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2004 ■ TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Stranger held- ur útgáfutónleika á Gauki á Stöng í kvöld vegna plötu sinnar Paint Peace sem er nýkomin út. Stranger er listamannsnafn Hjörvars Hjörleifssonar, sem hefur spilað og samið tónlist í fjöl- mörg ár með hinum ýmsu aðilum, t.a.m. með hljómsveitunum Los og Monotone. Tónlist hans má lýsa sem kántrískotnu poppi með þungum og rokkuðum undirtóni og vel má greina áhrif frá tónlist- armönnum á borð við Beck og David Bowie og hljómsveitinni Cake. Í umslagi plötunnar kemur fram að tíu ára draumur Hjörvars sé að verða að veruleika með þessari plötu. „Ég er búinn að vera að „praktisera“ eitthvað í þessu en það er eiginlega fárán- legt hvað maður er búinn að gera lítið í raun og veru,“ segir hann. „Maður er búinn að vera með ann- an fótinn í þessu en svo þróast þetta alltaf út í það að maður finn- ur sér tíma fyrir annað en það sem manni finnst skemmtileg- ast.“ Hjörvar fékk góða aðstoð frá hljómsveitinni Ensími við upptök- ur á plötunni. Spiluðu þeir undir í lögunum auk þess sem þrír úr sveitinni munu aðstoða hann á tónleikunum í kvöld. „Ég á stúdíó sem þeir leigja af mér og það lá best við að fá þá til að taka þetta upp með mér. Þeir eru snillingar á sínu sviði,“ segir Hjörvar og við- urkennir að útkoman sé framar sínum vonum. „Það fór skugga- lega lítill tími í allar útsetningar og mér finnst eiginlega krafta- verk að þetta skuli hafa heppnast þetta vel. Strákarnir í Ensími eru ofsalegir orkuboltar og það er drifkraftur í þeim. Þeir kýldu þetta svolítið áfram, voru mjög já- kvæðir og allir að vilja gerðir til að vinna þetta með mér.“ Hjörvar treður upp í annað sinn á átta árum í kvöld en fyrstu tónleikarnir hans voru í Hafnar- húsinu á Airwaves-hátíðinni á dögunum. Góður rómur var gerð- ur af þeim tónleikum og má fast- lega búast álíka góðum viðtökum í kvöld. freyr@frettabladid.is STRANGER Tónlistarmaðurinn Stranger mætir sterkur fram á sjónarsviðið með sinni fyrstu plötu, Paint Peace. Tíu ára draumur að veruleika Gildir á meðan birgðir endast. Loksins fáanlegt í Hagkaupum Þyngd: ca. 10 kg (með 2 rafhlöðum) Hraði: 0-14 km/klst Hámarksþyngd: 90 kg Hleðslu tími: 3-5 tímar (hlaða fyrst yfir nótt) Fjarlægð á hleðslu: 12-15 km Litir: rauður, grænn, blár og silfur Verkfærasett og hleðslutæki fylgja í Hagkau pum Nýtt 10.990kr Ótrúlegt verð PÓ STV ERSLUN HAGKAUP A 800 6680 grænt númer www.hagkaup.is sími 568 2255 MAGGI Í MANGÓ Magnús Garðarsson veitingamaður hefur stækkað Mangógrillið sitt í Grafavogi og ætlar að bjóða upp á lif- andi tónlist og skemmtun af ýmsu tagi. Suðræn stemning í Grafarvogi „Að fara út að borða á að vera skemmtilegt, þetta á að vera skemmtun fyrir alla fjölskylduna,“ segir Magnús Garðarsson, veitinga- maður í Grafarvogi, jafnan nefndur Maggi í Mangó. Þar rekur hann grillstað sem heitir Mangógrill og við hliðina er pítsustaður sem heitir Mangópizza. „Við erum búin að opna hér á milli staðanna, höfum sett upp breiðtjald og erum með boltann í beinni. Svo er hér lítill bar með bjór og rauðvíni.“ Til þess að lífga upp á tilveruna ætlar Maggi að bjóða upp á lifandi músík um helgar, og svo uppistand og bókakynningar þegar við á. „Hérna er suðræn stemning og léttur blær yfir öllu. Við verðum með uppistand á fimmtudögum, Idolkvöld á föstudögum og svo lif- andi blús eða djass á laugardögum. Á sunnudögum er svo bingó, því hér býr svo mikið af eldra fólki á elli- heimilinu Eir. Við erum líka með orgelskemmt- ara hérna inni og ef einhver kann að spila á hann þá fær hann bara frítt öl og spilar á meðan öllum líkar.“ ■ RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Ragnheiður Gröndal semur fjögur lög á sinni annarri sólóplötu. Önnur sólóplatan Önnur sólóplata söngkonunnar Ragnheiðar Gröndal, Vetrarljóð, kemur út í dag. Hún hefur að geyma níu glæný lög og fjögur eldri til við- bótar. Fjögur af nýju lögunum eru eftir Ragnheiði sjálfa, sem stígur hér fram sem prýðisgóður lagahöf- undur og píanóleikari. Fjögur til viðbótar eru eftir Magnús Þór Sig- mundsson og eitt eftir Jón Ólafsson. Lögin eru við ljóð eftir þá Hall- grím Helgason, Jóhannes úr Kötl- um, Örn Arnarson, Jakob Jóhann- es Smára, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Benedikt Gröndal, langafa Ragnheiðar. ■ 38-39 (26-27) Skrípó 2.11.2004 18:48 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.