Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 40
28 3. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Þrjú ljóðskáld lesa upp úr verk- um sínum á bók- menntakvöldi á Súfistanum í kvöld. Þeir eru Hermann Stef- ánsson sem les úr bók sinni, Níu þjófalyklar, Sigfús Bjartmarsson les úr bók sinni Andræði og Ósk- ar Árni Óskarsson les úr bók sinni Truflanir í Vetrarbrautinni. Allar bækurnar eru nýútkomnar hjá Bjarti. Bókmennta- kvöldið hefst klukkan 20.30 og á milli dagskrár- liða leikur Guð- jón Ólafsson píanóleikari stutt frumsamin lög. REYKJAVÍK - HAVANA - KÓPA- VOGUR, er yfirskrift Tíbrártónleikanna sem verða í Salnum í Kópavogi annað kvöld, fimmtudaginn 4. nóvember. Á tón- leikunum leikur Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, ásamt Havana- bandinu, úrval af latíntónlist Tómasar R., auk þess að frumflytja tvö ný verk. Latíndjass Tómasar R. hefur hlotið af- bragðsviðtökur og geisladiskarnir Kúbanska og Havana komið út í rúmlega fimm þúsund ein- tökum samanlagt. Að þessu sinni er tónlistin leikin af átta manna sveit sem endurskapar þekkt lög. Havanabandið skipa, ásamt Tómasi R., Matthías Hem- stock slagverk, Pétur Grétarsson kóngatrommur, Sigtryggur Bald- ursson timbales og fleira, Davíð Þór Jónsson pí- anó, Kjartan Há- konarson trompet, Óskar Guðjónsson tenór- og baritónsaxófónar og Samúel J. Samúels- sonbásúna. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 Kl. 22.40 Sjónvarpið. Seinni hluti breskrar heim- ildarmyndar um ítalska myndlistar- manninn, arkitektinn og skáldið Michelangelo sem uppi var frá 1475 til 1564. Michelangelo var holdgervingur endurreisnarinnar og skapaði þrjú af mestu meistaraverkum veraldar: Dav- íðsstyttuna, freskuna í lofti Sixtínsku kapellunnar og Péturskirkjuna í Róm. menning@frettabladid.is Havanadjass í Salnum Elía í Grafarvogi Óratorían Elía eftir Felix Mendels- sohn var flutt í Grafarvogskirkju sl. sunnudag. Flytjendur voru Ó- perukórinn í Reykjavík ásamt Karla- kórnum Þröstum, félagar úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands og einsöngvar- arnir Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Alina Dubik alt, Snorri Wium tenór og Bergþór Pálsson baritón. Stjórnandi var Garðar Cortes. Sagt hefur verið um Felix Mendelssohn að fjölhæfni hans hafi verið ólán hans og dreift um of kröft- um hans frá því sem hann gerði best. Hann dó fyrir aldur fram eins og fleiri góð tónskáld nítjándu aldar. Óratorían Elía var síðasta stóra tón- smíð hans og frumflutt í Birming- ham 1846. Söguefnið er úr Gamla testamentinu og textinn á ensku . Mendelssohn er talinn meðal þeirra tónskálda nítjándu aldar sem best hafði á valdi sínu að semja tónlist fyrir kór. Ein ástæða þess er áhugi hans á tónlist barrokksins. Händel var fyrirmynd hans og aðdáun hans á Bach er vel þekkt. Þetta má auð- veldlega heyra í „Elíasi“ þar sem að- laðandi blanda homófóníu og kontrapunkts ásamt með fjölbreyti- legum og misfyrirferðarmiklum meðleik hljómsveitarinnar skapar lit- ríkan vef sem aldrei er eins. Þrátt fyrir hinar fornu fyrirmyndir er þessi tónlist engu að síður fullkomlega rómantísk. Hin heillandi hljómfræði- legu sérkenni Mendelssohns leyna sér ekki og dramað er í fullu sam- ræmi við rómantísku stefnuna. Hóf- semi og góður smekkur gerir Mendelssohn einstaklega geðþekkt tónskáld. Hann er ennfremur sönn- un þess að ekki er nauðsynlegt að brjóta brýr og bylta til þess að vera frumlegur. Ef sköpunargáfan er fyrir hendi kemur frumleikinn af sjálfu sér. Grafarvogskirkja virðist um margt henta vel sem tónleikastaður. Á þessum tónleikum var kirkjan full út úr dyrum og hljómburður þess vegna í þurrara lagi en að sama skapi mjög skýr. Hinn stóri kór hljómaði mjög fallega og jafnvægi við hljómsveitina var gott. Einsöngv- aranir heyrðust allir vel og skiluðu sínu hlutverki með sóma. Mest mæddi á Bergþóri Pálssyni sem var vandanum vel vaxinn. Auðvitað mætti tína til einhverjar misfellur í flutningi svo margra á svo stóru verki, en þær eru hreint aukaatriði. Í heild var það hin ánægjulegasta reynsla á hlýða á þennan flutning undir stjórn Garð- ars Cortes, sem sýnir nú enn að hann er snjall hljómsveitarstjóri, ofan á ýmislegt annað. Þessir tónleikar voru lokaundir- búningur fyrir ferð tónlistarfólksins til New York, þar sem til stendur að flytja þetta verk í tónlistarmusteri Ameríkumanna, Carnegie Hall. Er öllum hlutaðeigandi óskað góðs gengis í þeirri ferð. Þess væri einnig óskandi að sá dagur kæmi að þetta góða listafólk tæki að sér að flytja einhverja af þeim íslensku óratorí- um, sem bíða flutnings á hillum Ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar, jafnvel þótt aðeins væri fyrir íslenska áheyr- endur. Úlfar Þormóðsson segir færri raunverulega atburði finnast í heimildum um dvöl Íslendinga meðal Tyrkja en um Tyrkjaránið sjálft. Úlfar Þormóðsson hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem ber heitið Rauð mold og er hún sjálfstætt framhald af Hrapandi jörð sem fjallar um Tyrkjaránið og ferð hinna herleiddu Íslendinga suður. Í Rauðri mold er lýst lífsbaráttu Íslendinganna í þessum nýja veru- leika; persónurnar heyja harða baráttu við andsnúin yfirvöld, veita lífi sínu í nýjan og ókunnan farveg og kljást við ágenga heim- þrá. Jú, vissulega las maður um Tyrkjaránið, þessar tvær tilskildu málsgreinar, einhvern tímann í Ís- landssögu í grunnskóla og fékk þá flugu í kollinn að hinn mannlegi ránnsfengur hefði verið Tyrkja- Gudda og einhverjir tveir, þrír aðrir frá Vestmannaeyjum. En það er af og frá. „Á tæpum mánuði var næstum einu prósenti af þjóðinni rænt,“ seg- ir Úlfar sem hefur um árabil rann- sakað Tyrkjaránið og afdrif Íslend- inganna sem rænt var. Hins vegar hefur meðvitundin um Tyrkjaránin verið nokkuð staðbundin. Hún hef- ur verið bundin við Vestmannaeyjar og nokkuð hafa menn verið sér með- vitaðir um þau á Austfjörðum. Í Grindavík eru þau að mestu gleymd. Vestmannaeyingar hafa síðan verið hvað duglegastir að fjalla um ránin – og það má eigin- lega segja að þeir hafi eignað sér hann.“ Úlfar segir Tyrkina líklega hafa tekið fjórtán manns í landi í Grinda- vík og tíu í kaupskipum utan við staðinn. „Tíu manns í Grindavík á þessum tíma var um fjórðungur íbúanna, þegar ekki var vertíð, sem bjó að Þórkötlustöðum og Járngerð- arstöðum og þar í kring.“ Meginheimildirnar sem Úlfar styðst við eru Björn Jónsson á Skarðsá í Skagafirði. „Fimmtán árum eftir ránið skrifaði hann sam- antekt um það sem byggt er á frá- sögum þeirra sem voru komnir heim og á bréfum sem síðan glötuð- ust,“ segir Úlfar. „Þau hafa aðeins varðveist í hans skrifum. Síðan hafa menn lítið annað gert með þessi mál en að éta þau hver upp eftir öðrum. Til viðbótar við þetta eru skrif séra Ólafs Egilssonar í Vestmannaeyjum sem kom heim ári eftir að honum var rænt og skrifar þá bók um reynslu sína. En ég sem auðvitað töluvert inn í þetta. Þetta er skáldsaga sem er byggð á sagnfræðilegum heimild- um. Í þessari síðari sögu er færra um raunverulega atburði sem hægt er að finna í heimildum en í fyrri sögunni. Það eru til nokkuð góðar lýsingar á ráninu, en þá taka við er- lendar heimildir, vegna þess að það sem hendir einn þjóðarhóp má að hluta til heimfæra upp á aðrar þjóð- ir, því þetta er eitt stórt spilavíti þarna suðurfrá. Það er gefið eins til manna hvort sem þeir eru spænskir, franskir, eða íslenskir, ef þeir eru orðnir ánauðugir á annað borð.“ Úlfar segir um fjórða tug manna hafa komist aftur heim til Íslands. „Af þeim hópi skrifuðu þrír um ferðina, einn prestur, einn góðbóndi og einn almúgamaður, svo þessi þjóð var afar vel skrifandi á þessum tíma. Um þrjú hundruð manns urðu eftir úti og það eru litlar líkur á því að þeir sem heim fóru hafi verið þeir einu sem kunnu að skrifa. Það er næstum hægt að fullyrða úti hafi verið mikið af skrifandi fólki, og meira að segja það vel menntuðu að það eru til heimildir um að einn þeirra hafi orðið ráðherra í stjórn- inni í Algeirsborg. Vegna þeirrar sögulegu staðreyndar er óhætt að fullyrða að til séu íslensk handrit þarna suður frá. Þetta var kannski ein af þeim leiðum sem fólk hafði til þess að komast út úr sálarvanda sín- um á þessum tíma – að skrifa sig og tala sig frá því. Það er bara spurning hvar þessi handrit eru niður komin“ ■ Stórt spilavíti þarna suður frá TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Elía eftir Mendelssohn Grafarvogskirkju Óperukórinn/Karlakórinn Þrestir/Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands Einsöngv- arar: Hulda Björk Garðarsdóttir, Alina Dubik, Snorri Wium, Bergþór Pálsson Stjórnandi: Garðar Cortes ! NÝ SENDING Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 Mikið úrval Mörkinni 6. Sími 588 5518 Leðurúlpur Rússkinnsúlpur Dúnúlpur Pelskápur Hattar og húfur Fáðu vasabox fyrir nicorette lyfjatyggigúmmí ® Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. ELÍA Hófsemi og góður smekkur gerir Mendelssohn einstaklega geðþekkt tón- skáld. ÚLFAR ÞORMÓÐSSON Hefur skrifað sjálfstætt framhald af Hrapandi jörð 18 VIKUR Á LÝÐHÁSKÓLA Í DANMÖRKU KYNNINGARFUNDUR HJÁ NORRÆNA FÉLAGINU, ÓÐINSGÖTU 7, 01 REYKJAVÍK: LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER NK. KL. 14.00 Nánari upplýsingar á www.krogerup.dk - steinsnar frá Kaupmannahöfn Krogerup Højskole býður öllu ungu forvitnu fólki upp á Komið og spjallið við kennara okkar, Rikke Forchhammer (GSM +45 4072 0127). Rikke verður á Íslandi dagana 4.-7/11 nk. Þú getur einnig hringt til skólans í síma +45 4919 0380. Við bjóðum upp á spennandi bóklegar og verklegar námsgreinar auk fjölmargra annara tilboða, t.d. þriggja vikna námsferð til Kína. Námið fer fram á dönsku. Hægt er að sækja um styrk til námsins. Námskeið frá 8.11.2004 til 21.5.2005 og frá 16.1.2005 til 21.5.2005 Verð fyrir 18 vikur: 18.450 DKK 40-41 (28-29) Menning 2.11.2004 18:58 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.