Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 4
4 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Utandagskrárumræður á Alþingi: Jóhanna vill að Þórólfur víki STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði á Alþingi í gær að hún teldi að Þórólfur Árnason yrði að víkja úr starfi borgar- stjóra. „Ég tel að hann verði að axla þessa ábyrgð. Miðað við skýrslu Samkeppnisráðs sé ég ekki að honum sé stætt að sitja sem borgarstjóri.“ Jóhanna segir að á hinn bóginn sé ömurlegt að Þórólfur sé gerð- ur að blóraböggli. „Því miður hafa fjölmiðlarnir hlíft hinum raunverulegu höfuðpaurum í málinu og Þórólfur er ekki í hópi þeirra sem stærsta ábyrgð bera.“ Jóhanna tekur hins vegar fram að það sé ekki hennar að taka ákvörðun heldur borgar- stjórnarflokksins og Þórólfs sjálfs. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, segir um ummæli Jóhönnu að hann deili ekki þeim sterku tilfinn- ingum sem hún hafi tjáð í ræðu- stól. „Þetta verður ekki ákveðið í ræðustól Alþingis, heldur í borgarstjórnarflokki R-listans í samráði við borgarstjóra.“ - ás Furðu lostnir bræður áfrýja Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á hassi. Héraðsdómur var fjölskipaður og skilaði einn dómaranna séráliti en hann vildi sýkna bræðurna. DÓMSMÁL Tvíburabræðurnir Rún- ar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjög- urra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í mál- inu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. „Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig sak- laus maður geti lent í þessu á Ís- landi. Í málinu eru engin fíkni- efni, engin fjármálatengsl og eng- ir neytendur heldur aðeins skýrsl- ur erlendra afbrotamanna,“ segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fund- ust. Báðir eru verjendurnir sam- mála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var ný- lega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðar- dýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sakfelldu bræðurna segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelld- ur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó að framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrú- verðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfir- heyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum. hrs@frettabladid.is MATERNITE (II) Þetta málverk Pauls Gauguin, málað 1899, seldist fyrir tæplega þrjá og hálfan milljarð á uppboði hjá Sotheby's í New York á fimmtudag. Málverkið er frá Tahiti-tímabili málarans. ■ EYJAÁLFA Viltu að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri? Spurning dagsins í dag: Heldur þú að miðlunartillaga í kjara- deilu kennara og sveitarfélaga verði samþykkt? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 72% 28% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Rússnesk stjórnvöld : Ósátt við Ge- orgíumenn RÚSSLAND, AP Stjórnvöld í Georgíu verða að skera upp herör gegn tsjetsjenskum hryðjuverkamönn- um að sögn Ramzans Kadyrov, embættismanns rússneskra stjórnvalda í Tsjetsjeníu. Kadyrov sagði óþolandi að fylgjast með því að hryðjumenn fengju óáreittir að stunda her- æfingar í fjöllunum við Pankisi- gil í Georgíu. Hann sagði að ef stjórnvöld í landinu myndu ekki bregðast við þessu yrðu rússnesk- ar hersveitir sendar upp til fjalla til að svæla hryðjuverkamennina í burtu. ■ edda.is Spilafíkill Dostojevskís Fjárhættuspilarinn er einhver frægasta og magnaðasta lýsing á áþján spilafíknarinnar sem til er. Sagan er borin uppi af meistaralegum lýsingum á innri togstreitu og hégómagirnd persónanna og hér takast á spaug og alvara; allt með þeim hætti sem lesendur þekkja vel úr öðrum meistaraverkum Dostojevskís. Menntamálaráðherra: Ný fjölmiðla- nefnd skipuð STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur skipað nýja sjö manna fjölmiðlanefnd. For- maður nefndarinnar verður Krist- inn Hallgrímsson, lögmaður skip- aður af ráðherra. Aðrir nefndar- menn eru Hanna Birna Kristjáns- dóttir, borgarfulltrúi, Sjálfstæðis- flokki, Pétur Gunnarsson, skrif- stofustjóri, Framsóknarflokki, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Sam- fylkingunni, Kolbrún Halldórs- dóttir, Vinstri grænum og Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum. - ás MAITSLANDBRÆÐUR FYRIR DÓMI Tvíburabræðurnir eru slegnir yfir dómnum og ætla báðir að áfrýja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Reykjavíkurþingmaður telur að Þórólfur Árnason geti ekki setið áfram í borgar- stjórastóli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÁSTRALÍA Ákveðið hefur verið að flytja sendiráð Ástrala í Asíu og Afríku, sem eru talin í hættu vegna sprengjuárása, til öruggari svæða, eftir að sendiráð þeirra í Jakarta var sprengt upp. Sérstak- lega verða sendiráðin í Jakarta, Kuala Lumpur og Bangkok skoð- uð auk þeirra sendiráða sem eru staðsett nálægt umferðargötum. 04-05 5.11.2004 22:27 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.