Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 14
14 AÐGANGSEYRIR AÐ ÞJÓÐMINJA- SAFNINU ER 600 KRÓNUR Ókeypis er fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. Námsmenn, öryrkjar og eldri borg- arar greiða 300 krónur. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Mér fannst Þórólfur standa sig ágæt- lega,“ segir Katrín Anna Guðmundsdótt- ir, viðskipta- og markaðsfræðingur, sem horfði á Þórólf Árnason skýra þátt sinn í olíusamráðinu í Kastljósþætti. „Hann komst ágætlega frá þættinum en það var ýmislegt sem hann hefði mátt gera betur, sérstaklega varðandi trúverðug- leikann. Hann vantar að taka fulla ábyrgð. Eins og Kristján sagði í þættin- um, þá er ekki trúverðugt að hann hafi bara verið látinn gera eitthvað. Þó hann hafi ekki komið verðsamráði af stað var hann þátttakandi og á því þarf hann að taka ábyrgð. Það kom alveg fram í þættinum að honum þykir þetta leiðin- legt og að það hafi verið léttir fyrir hann þegar hann hætti, en hann bara getur ekki firrt sig allri ábyrgð. Katrín segir að vörn Þórólfs hafi ekki breytt áliti hennar á stöðu hans. „Eina leiðin fyrir hann til að taka ábyrgð er að segja af sér. Brotið gegn þjóðinni er það mikið. Sem þátt- takandi er erfitt fyrir hann að stýra Reykjavík. Mér finnst ekki aðalmálið að hann tók þátt í þessu gegn borginni.“ KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Stóð sig ágætlega VÖRN ÞÓRÓLFS SJÓNARHÓLL „Það sem helst er að frétta af okkar víg- stöðvum er í fyrsta lagi stórsigur bróður okkar George W. Bush í Bandaríkjunum. Við teljum að fjöldahreyfing heittrúaðra hafi tekið af skarið í þessum kosning- um. Það sá enginn fyrir en þetta er ná- kvæmlega það sem ég spáði að úrslit kosninganna yrðu. Þeir hlógu að mér í heitu pottunum en ég reyndist hafa rétt fyrir mér,“ segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður í Krossinum. „Síðan er ég að koma beint úr útsend- ingu af gervihnetti sem heitir Hotbird sem sendir inn á 50 milljónir heimila í 77 löndum. Það er sjónvarpsstöðin Omega sem stendur fyrir því,“ segir Gunnar: „Við tölum tungu sem er al- þjóðleg. Við tölum ensku.“ Gunnar segir sigur Bush hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir kristið samfélag: „Ég hef þá trú að George W. Bush muni beita sér fyrir því að velja hæstaréttar- dómara núna á næstu árum sem hnekki ýmsum þeim dómum sem hafa bundið mjög margt í fjötra í bandarísku þjóðlífi. Má þar nefna fóstureyðingar og partial abortion, eins og þeir tala um þar, sem leyfir að heili barns er soginn út eftir að það er að hluta til fætt; sem er hroðalegt morð. Þessu verður hnekkt. Bush hefur lýst því yfir að hann muni berjast fyrir því að koma í stjórn- arskrá að hjónaband sé samband ein- göngu karls og konu, með fullri virðingu fyrir öðrum.“ Gunnar segir að í ljósi þessa hafi fjöldi manna sem ekki hafi haft mikil afskipti af stjórnmálum áður fylgt sér um Bush. Kerry hafi verið of frjálslyndur. Gunnar segir mikinn fögnuð í herbúð- um kristinna um allan heim. Merki kristninnar verði haldið meira á lofti en verið hafi: „Ég held að menn sjái að þessi öfl, þessi þögli meirihluti, þessi fjöldi sem ekki segir mikið hafi mjög meitlaðar og ákveðnar skoðanir og þær eru nokkuð íhaldssamar. Í siðferðismál- um mjög íhaldssamar og menn verða að taka tillit til þess.“ Fjöldahreyfing heittrúaðra til áhrifa HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUNNAR ÞORSTEINSSON FORSTÖÐUMAÐUR Í KROSSINUM 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Forseti Íslands heiðrar Clinton-hjónin Hillary og Bill Clinton voru heiðruð í New York í fyrrakvöld fyrir stuðning þeirra við landa- fundahátíðarhöldin árið 2000. Fengu þau viðurkenningarskjöl og listaverk að launum. SAMKOMA Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, heiðraði í fyrrakvöld hjónin Bill og Hillary Clinton fyrir framlag þeirra til landafundahátíðarhaldanna árið 2000. Tók Hillary við viðurkenn- ingunni en bóndi hennar var fjar- staddur. Það var á hátíðarsamkomu Amerísk-skandinavísku stofnun- arinnar á Grand Hyatt-hótelinu í New York á fimmtudagskvöld sem Ólafur Ragnar afhenti viður- kenninguna en rík áhersla var lögð á Ísland á samkomunni og var forsetinn heiðursgestur ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff. Í ræðu sinni lýsti Ólafur Ragn- ar því hve mikilvægur stuðning- ur forsetahjónanna bandarísku hefði verið í aðdraganda og fram- kvæmd hátíðarhaldanna árið 2000 sem skipulögð voru til að minnast 1000 ára afmælis landa- funda íslenskra sæfara í Vesturh- eimi. Rifjaði hann upp þann mikla áhuga sem Bill Clinton hefði sýnt verkefninu á fundi þeirra í Hvíta húsinu sumarið 1997 og hvernig Hillary, sem var formaður þúsaldarnefndar Bandaríkjanna, hefði beitt áhrif- um sínum til að tryggja að landa- fundir íslenskra víkinga væru veigamikill þáttur í hátíðardag- skrá Bandaríkjanna árið 2000. Í þakkarávarpi lagði Hillary m.a. áherslu á trausta vináttu milli Bandaríkjanna og Norður- landanna og ríkan ávöxt af hátíð- arhöldum þjóðanna árið 2000. Bill og Hillary fengu bæði heiðursskjöl og leirlistaverk eftir Höllu Ásgeirsdóttur. Heitir það „Að brjóta ísinn“, og þótti Ólafi Ragnari það táknrænt fyrir þann árangur sem náðst hefði og reyndar einnig fyrir þær miklu loftslagsbreytingar sem settu svip á norðurslóðir og Banda- ríkjamenn og Norðurlandabúar þyrftu að huga að í sameiningu. Ólafur Ragnar hefur áður keypt listaverk af Höllu, ýmist til eign- ar eða gjafar. Samkoman þótti annars takast ágætlega í alla staði, vel var látið af mat og drykk en boðið var upp á reyktan ál á rússneska vísu í forrétt og dreypt á Murphy Goo- de Fumé hvítvíni árgerð 2002. Í aðalrétt var nautasteik og með var drukkið St. Francis Cabernet Sauvignon rauðvín frá 2002. Í eft- irrétt var karamellubúðingur. Óperukórinn og Karlakórinn Þrestir frá Hafnarfirði sungu eins og þeim einum er lagið og var góður rómur gerður að söngnum. bjorn@frettabladid.is Til að mæta óskum viðskiptavina hefur RV ákveðið að hafa einnig opið á laugardögum í verslun sinni að Réttarhálsi 2. Núna er líka opið á laugardögum lí i l Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: ÞAKKAÐ FYRIR SIG Hillary lagði traust á vináttu Bandaríkjanna og Norðurlandanna í ávarpi sínu. HILLARY BEITTI ÁHRIFUM SÍNUM Ólafur Ragnar þakkar Hillary aðstoðina og samstarfið. MARAÞON New York-maraþonið hefur fyrir löngu unnið sér sess í hugum hlaupara víða um heim. Á morgun verður þetta sögufræga hlaup haldið í 35. sinn og er búist við að 35.000 manns spreyti sig á kílómetrunum fjörutíu og tveim- ur. Þar á meðal er drjúgur fjöldi íslenskra hlaupara en að sögn kunnugra hlaupa fleiri Íslending- ar maraþonið í New York þetta árið en Reykjavíkurmaraþon. Meira en tvær milljónir manna fylgjast með íþróttamönnunum geysast um götur stórborgarinnar og því þarf að loka mörgum göt- um og brúm. Búist er við björtu veðri í New York á morgun en fremur köldu og því er aldrei að vita nema að Íslendingunum vegni vel. - shg New York-maraþonið: Íslendingar áberandi NEW YORK Það er spurning hvernig Íslendingunum mun ganga að rata um stræti stórborgarinnar. 14-15 (24 klst.) 5.11.2004 22:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.