Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 20
Allt frá stofnun lýðveldisins hefur alþingi ætlað sér mikinn hlut að ut- anríkismálum. Í 24. gr. núverandi þingskaparlaga segir: „Utanríkis- málanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utan- ríkismál, enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum.“ Kofi Annan, aðalritari SÞ lýsti því í viðtali við BBC þann 16. sept- ember sl., að innrásin í Írak hefði verið brot á stofnskrá SÞ og þarafleiðandi ólögleg. Aðild Íslands að styrjöld hlýtur að teljast „meiri- háttar utanríkismál“. Samt vöknuðu menn upp við þann vonda draum skömmu eftir upphaf innrásarinnar í Írak, að Ísland var komið á „lista hinna fúsu“ án þess að vitað væri til að nokkurt íslenskt stjórnvald hefði tekið um það ákvörðun: Málið var ekki rætt í ríkisstjórn – a.m.k. ekki áður en ákvörðun var tekin – ekki rætt í þingflokkum stjórnarinnar, og aldrei í utanríkismálanefnd, svo sem skylt er að þingskaparlögum. Þjóðin var einskis spurð. Í lok síðustu heimstyrjaldar stóð Íslendingum til boða að gerast stofn- aðili að Sameinuðu þjóðunum að uppfylltu því einfalda formsatriði að segja öxulveldunum stríð á hend- ur. Alþingi hafnaði því og aðild Íslands að þessari merku stofnun frestaðist um nokkra mánuði. Ís- lendingar höfðu svipaðan fyrirvara á við inngönguna í NATO: Herlaust land, sem fer ekki með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Það er því al- ger viðsnúningur og umskipti í utan- ríkismálum Íslands, ef einhver nafnlaus huldumaður getur skipað Íslandi á bekk með þjóðum, sem í trássi við SÞ og Öryggisráðið fara með ófriði á hendur annarri aðildar- þjóð, á forsendum sem síðan hafa reynst alger uppspuni leyniþjón- ustustofnana Bandaríkjamanna og Breta, sem töldu það hentugra að trúa lyginni úr Saddam Hússein en þeim skýrslum sem eftirlitsnefnd Öryggisráðsins var að leggja loka- hönd á. Slíkur viðsnúningur í örygg- ismálum landsins á ekki að geta átt sér stað – nema þá að undangengn- um rækilegum umræðum á Alþingi og í utanríkisnefnd og raunar meðal allrar þjóðarinnar. Allt frá lokum síðustu heimstyrj- aldar hafa Norðmenn kappkostað að eiga vinsamlegt samband við Bandaríkin. Líkt og Ísland er Noreg- ur í NATO. Yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna hefur verið hlynntur þessari afstöðu. En í afstöðunni til Íraksstríðsins snerist þetta við: Í öll- um skoðanakönnunum samfellt frá upphafi innrásarinnar í Írak hafa fjórir af hverjum fimm Norðmönn- um verið henni andvígir. Norska rík- isstjórnin lýsti í upphafi andstöðu en ákvað síðar að senda 180 manna liðs- sveit hermanna til „friðargæslu“, án nokkurrar heimildar frá Stórþing- inu. Norðmenn vissu ekki af þessu fyrr en í stefnuræðu Bandaríkjafor- seta fyrir þinginu í byrjun þessa árs, en þá lýsti Bush Norðmönnum sem aðilum að „Bandalagi hinna fúsu“. Við þetta vildu margir Norðmenn ekki una og nokkrir einstaklingar og samtök efndu til átaksins Tellhim.no í þeim tilgangi að koma heilsíðuaug- lýsingu í Washington Post, og út- skýra fyrir bandarískum kjósend- um að þeir hefðu fengið rangar upp- lýsingar. Auglýsingin birtist í blað- inu þann 12. september og vakti gíf- urlega athygli um allan heim. Að henni stóðu einstaklingar og sam- tök, 4000 manns, sem deildu með sér kostnaði við birtinguna. Auglýsingin var í formi ávarps til George W. Bush, forseta: „Hr. forseti. Sem vinir Banda- ríkjanna virðum við styrk lands yðar, sköpunarmátt og örlæti. Á þessu sögulega augnabliki finnum við okkur þó knúin til að tala hreint út. Fjórir af hverjum fimm Norð- mönnum eru á móti því stríði sem háð er í Írak undir forystu Banda- ríkjanna og ríkisstjórn okkar hefur brugðist því hlutverki að koma greinilega til skila skoðun meiri- hluta þjóðar sinnar. Hr. forseti – við leggjum eindregið að yður að breyta utanríkisstefnu yðar. Að fylgja fram gallaðri og misheppnaðri stefnu er veikleikamerki. Það er ósk vor að Bandaríkin séu til þess nógu sterk og skapandi í hugsun að biðja írösku þjóðina afsökunar á óréttlætanlegri styrjöld og sömuleiðis bandamenn sína fyrir að hafa villt um fyrir þeim. Við viljum að Bandaríkin séu tilbúin til þess af örlæti sínu að greiða bætur saklausum fórnar- lömbum ofbeldis, rána og sálrænna áfalla vegna pyntinga. Það er stað- föst trúa vor að friðar í Írak sé helst að vænta undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna og lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar Íraks. Hr forseti – land yðar getur á ný orðið skínandi for- dæmi lýðræðis og frelsis og fyrir- mynd að heimi þar sem hryðjuverk fá ekki þrifist. Núverandi stefna yðar leiðir ekki til annars en and- spyrnu, meiri en nokkru sinni og alls staðar. Hr. forseti – yðar er valið.“ Þannig vöktu áhyggjufullir norskir borgarar og samtök þeirra athygli alheims á lögleysu ríkis- stjórnar sinnar. En hvað með okkur Íslendinga? Ætlum við að líða það að tveir eða þrír náungar í háum emb- ættum geti skipað utanríkis- og ör- yggismálum þessarar þjóðar eftir duttlungum sínum, án þess að sú ákvörðun sé svo mikið sem rædd nokkurs staðar eða færð til bókar? ■ S amþjöppun og útþensla fjármálafyrirtækja auk eigna-tengsla félaga á verðbréfamarkaðnum hér á landi valdaFjármálaeftirlitinu vissum áhyggjum. Þetta kom fram hjá forstjóra stofnunarinnar á aðalfundi í vikunni. Þar sagði hann að gagnkvæm eignatengsl gætu haft áhrif á gengisþróun félaga á víxl, þannig að gengi þeirra hækkaði langt umfram eðlilega verð- þróun. Stöðug hækkun á markaðnum frá því síðari hluta 2001 og fram undir þetta hefur líka vakið undrun margra. Menn hafa velt því fyrir sér hvað sé að baki þessum gífurlegu hækkunum, og hvort markaðurinn standi undir þeim í raun og veru. Hvað gerist svo ef hlutabréfavísitalan fellur verulega? Stóru viðskiptabankarnir þrír eru taldir geta tekið hugsanleg- um áföllum á hlutabréfamarkaðnum, en Fjármálaeftirlitið telur að margir sparisjóðir og minni fjármálafyrirtæki séu ekki eins vel í stakk búin til að mæta áföllum og nokkur fyrirtæki standast ekki þær reglur sem eftirlitið hefur sett í þessum efnum. Þá talaði Páll Gunnar Pálsson forstjóri um hin nýju íbúðalán banka og fjármálastofnana á fundinum og sagði að í sumum til- fellum hefði ekki verið nægilega vel hugað að áhættu vegna fjár- mögnunar hinna nýju lána og arðsemi þeirra fyrir fjármálastofn- anir. Það var líka með ólíkindum kapphlaupið sem hófst með út- spili KB banka í þessum lánaflokki. Allir fóru af stað og buðu hver í kapp við annan, þannig að það er von að Fjármálaeftirlitið hafi af þessu áhyggjur. Lántakendur ættu líka að hugsa sinn gang áður en þeir taka nýju lánin, því þau eru verðtryggð. Við ríkjandi aðstæður á verðbréfamarkaði hvetur Fjármála- eftirlitið viðskiptabankana til að fara varlega í að ganga um of á eiginfjárstöðu sína með auknum vexti og útrás. Í þessu sambandi er rétt að minna á að raunverulegur fjár- málamarkaður á Íslandi er ungur og enn í mótun. Hann hefur þró- ast mjög hratt og spurning hvort nægjanlegt eftirlit hafi verið með honum. Menn hafa verið í kapphlaupi hver við annan, en nú er mál að linni og menn setjist niður og hugi vel að fram- haldinu. Í þeim efnum er nauðsynlegt að starfsemi Fjármálaeftir- litsins haldist í hendur við útþenslu og útrás fjármálafyrirtækj- anna. Jafnframt þarf eftirlitið að vera sýnilegra og sívirkt, eins og forstjórinn vék reyndar að í ræðu sinni. Eftirlitið þarf að vera þannig að almenningur hafi það á tilfinningunni að verið sé að huga að þessum málum. Eftirlitið þarf að vera sýnilegt rétt eins og lögreglan í umferðinni. Fjölmiðlar þurfa að hafa betri aðgang að starfsemi eftirlitsins, því það er ekki nóg að athugasemdir séu gerðar í kyrrþey við viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, þær þurfa að komast út meðal almennings, sem á heimtingu á að vita hvað sé að gerast í þessum geira. Mætti Fjármálaeftirlitið gjarn- an taka Ríkisendurskoðun sér til fyrirmyndar í þessum efnum, en sú stofnun gerir jafnan góða grein núorðið fyrir niðurstöðum athugana sinna á stofnunum á vegum ríkisins. ■ 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Fjármálafyrirtæki þurfa aðhald og eftirlit vegna útþenslu og eignatengsla. Fjármálaeftirlitið FRÁ DEGI TIL DAGS Fjölmiðlar þurfa að hafa betri aðgang að starf- semi eftirlitsins, því það er ekki nóg að athuga- semdir séu gerðar í kyrrþey við viðkomandi stofnanir og fyrirtæki, þær þurfa að komast út meðal almennings. ,, Í DAGINNRÁSIN ÍÍRAK Málið var ekki rætt í ríkisstjórn – a.m.k. ekki áður en ákvörðun var tekin – ekki rætt í þingflokkum stjórnar- innar og aldrei í utanríkis- málanefnd, svo sem skylt er að þingskaparlögum. ,, Segjum þeim sannleikann Ertu klökkur? „Ertu klökkur?“ spurði Jóhanna Vil- hjálmsdóttir á Stöð 2 Þórólf Árnason borgarstjóra í fyrrakvöld þegar úrslit lágu fyrir í SMS-könnun „Íslands í dag“ um framtíð borgarstjórans á valdastóli. Jóhanna sá að Þórólf- ur var orðlaus af undrun, kannski klökkur; hafði senni- lega átt von á allt annarri niðurstöðu. Hún og Þór- hallur Gunn- arsson höfðu þjarmað all- hressilega að Þórólfi í þættinum og mörgum virtist að með spurningum sínum og látbragði væru þau að gefa í skyn að þau væru fulltrúar almennings- álitsins sem væri borgarstjóranum neikvætt. Greinilegt var að það kom þeim öllum jafn mikið á óv- art í lok þáttarins þegar 65% af 2.000 þátttakendum vildu að Þórólfur héldi embættinu. Nokkr- um dögum fyrr hafði álíka fjöldi þátttakenda í SMS-könnun sama þáttar greitt atkvæði með afsögn borgarstjóra. Árni Þór ræður Borgarstjóri þótti standa sig vel á Stöð 2 og í Kastljósi Sjónvarpsins. Hann virt- ist einlægur í svörum – nokkuð sem andstæðingar hans tala að vísu um sem kænsku. Hann fer úr sjónvarpi í blaðaviðtöl nú um helgina. Reynir þannig að sann- færa almenning um að hann eigi rétt á að sitja áfram á stól sínum. En vandinn er sá að það er ekki almenningsá- litið sem ræður. Það er borgarstjórnarflokkur R-list- ans og þar virðist fulltrúi Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar og einn nánasti samstarfsmaður Þórólfs í Ráðhúsinu, hafa tekið ákvörðun með stuðningi bak- lands síns. Hann er sagður vilja að Þórólfur hætti. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS ÓLAFUR HANNIBALSSON 20-21 Leiðari 5.11.2004 21:11 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.