Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 24
Stuðningur í verki Stuðningsyfirlýsingar hafa streymt inn á hlutabréfa- markaðinn í formi kaupa innherja í hlutafélögum. Kjölfestueigendur Landsbankans keyptu í bankan- um fyrir viku, áður en lækkunarhrinunni lauk. Stjórnendur í KB banka lýstu yfir kauptækifæri í bankanum og keyptu á genginu 444. Í gær keypti svo Magnús Kristinsson, einn stærstu hluthafa Straums, fyrir tæpar 700 milljónir. Heildar- viðskipti með bréf Straums voru fyrir 4,2 milljarða króna. Ekki er vitað hverjir aðrir keyptu eða hverjir seldu. Orðrómur er um að hugsanlega ætli Ís- landsbanki að skapa sér stöðu á ný í Straumi til að eiga sem skiptimynt ef kemur til uppgjörs í eig- endahópi Íslandsbanka. Kauptækifæri í jeppum Viðbrögð markaða við kjöri Bush í Bandaríkjunum hafa verið blendin. Hlutabréf hafa hækkað eins og gjarnan gerist þegar repúblikanar sigra í kosning- um. Þeir þykja enda fyrirtækjavænni en de- mókratar. Ríkisfjármálin hafa hins vegar ekki verið sterka hliðin hjá Bush. Hann á nú heiður af met- halla á ríkissjóði og markaðurinn gerir ráð fyrir að hallinn haldi áfram. Viðskiptahalli Bandaríkjanna hefur einnig verið gríðarlegur. Þetta samanlagt hef- ur svo leitt til þess að markaðurinn telur að dollar- inn muni veikjast áfram. Það gæti því orðið kauptæki- færi í amerískum jeppum fyrir þá sem voru að inn- leysa hagnað af hlutabréfum í lækkunarhrin- unni. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3468 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 480 Velta: 7.660 milljónir +2,55% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hagnaður af rekstri Vinnslu- stöðvarinnar á þriðja ársfjórðungi nam rúmum 12 milljónum króna samanborið við 137 milljóna tap fyrir sama tímabil í fyrra. Fjárfestingarfélagið Atorka skil- aði hagnaði um tæpa 2,5 milljarða eftir skatta fyrstu níu mánuði árs- ins, þar af hagnaðist Atorka um 750 milljónir króna á þriðja árs- fjórðungi. Tangi hf. tapaði 51 milljón króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Tap Tanga á þriðja ársfjórðungi nam tæplega 57 milljónum en dræm kolmunnaveiði og hátt verð á olíu eru helstu skýringar á nei- kvæðri afkomu félagsins. Gengi krónunnar hækkaði um 0,33% í gær. Krónan hefur verið að styrkjast undanfarna daga og fór gengisvísitalan niður fyrir 120 stig. 24 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Enn einn kaflinn í innkomu bankanna á húsnæðislána- markaði var skrifaður í gær. Íslandsbanki fer upp fyrir væntanleg 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs og býður 100 prósenta lán. Samkeppni bankanna á íbúðalána- markaði harðnar enn. Íslandsbanki kynnti í gær íbúðalán með 100 prós- enta veðsetningarhlutfalli, þannig að lánað er fyrir öllu kaupverðinu. Hægt er að velja milli verðtr- yggðra lána með 4,2 prósenta vöxt- um, óverðtryggðra lána með breyti- legum vöxtum og lánum þar sem blandað er saman myntum. Há- markslán er 25 milljónir króna. „Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskir bankar hafa látið til sín taka í húsnæðisfjármögnun landsmanna. Það hófst í lok síðasta árs þegar Íslandsbanki bauð lán í erlendri mynt,“ segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, sem kynnti nýju lánin ásamt Birnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og sölumála, og Ingólfi Bender, forstöðumanni Greiningar Íslandsbanka. Ingólfur segir að enda þótt hús- næðisverð sé sögulega hátt sé ekk- ert sem bendi til þess að það muni lækka. Líkur séu á að fermetraverð muni þróast í þá átt að verða svipað og í nágrannalöndum okkar. Þess vegna telji bankinn óhætt að fara með veðsetningarhlutfallið í 100 prósent. Íslandsbanki lét kanna afstöðu fólks á aldrinum 25 til 40 ára sem ekki býr í eigin húsnæði til áhrifa 100 prósent fjármögnunar. Þar kemur fram að tæp 60 prósetnt telja líklegt að þeir myndu kaupa húsnæði ef slíkt húsnæði væri í boði. Jón segir lánin henta vel ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Staðreyndin sé sú að þessi hópur fjármagni húsnæðis- kaup að fullu með lánsfé, með óhagstæðari lánum og veðum í eignum ættingja. Bankinn setur skilyrði fyrir lántökunni. Lántakandi þarf að vera viðskiptavinur bankans í Vild Íslandsbanka eða Stofni hjá Sjóvá Almennum og standast greiðslumat bankans. Ekki er lengur miðað við brunabótamat eignar, en í þeim tilvikum að markaðsverð íbúðar sé hærra en brunabótamatið býðst viðbótar- brunatrygging. Einnig er gerð krafa um lánatryggingu vegna hugsanlegs fráfalls og miðast ið- gjald hennar við aldur. Sem dæmi er ársiðgjald á hverja milljón frá 791 krónu fyrir tvítuga konu til 1.962 króna fyrir fertugan karl. Fyrstu lánin verða í boði á mánudag. Jón segir húsnæðislán og fasteignakaup mikilvægustu ákvörðun í fjármálum heimila. Bankinn leggi því mikla áherslu á faglega ráðgjöf. Aukin fjölbreytni í lánaframboði geri kröfur um greingargóðar upplýsingar um hvað henti hverjum og einum. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis +2,48%... Bakkavör +5,93%... Burðarás. +0,41%... Atorka +0,97%...Grandi +0,00%... Íslandsbanki +5,77%... KB banki +1,76%... Landsbankinn -2,13%... Marel +2,36%... Medcare Flaga +0,00%... Og fjarskipti...+0,00%...Opin Kerfi +0,38%... Samherji -+5,00%... Straumur +2,35%... Össur +0,00% Lánað fyrir öllu Samherji 6,67% Íslandsbanki 6,25% Nýherji 4,71% Landsbankinn -2,13% VÍS -2,04% Medcare Flaga -1,61% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is R E S T A U R A N T Opið: V o x R e s t a u r a n t 11 :3 0 - 1 4 :0 0 / 1 8 :3 0 - 22 :30 V o x B is t r o 11 :3 0 - 2 2 :3 0 Nordica Hótel Suður landsbraut 2 108 Reyk jav ík Sími : (+354) 444 -5050 Fax : (+354) 444 -5001 info@vox . is w w w . v o x . i s Smálúða Ofnbökuð smálúða í humar-ostahjúp með nýjum kartöflum, blaðlauk, grófkorna sinnepi og léttri humar hollandaise Hvítt – Mouton Cadet 2003 Hreindýr Hreindýrasteik framreidd með rjómasoðnum kastaníuhnetum, sultuðu rótargrænmeti og kryddaðri rauðvínssúkkulaðisósu Rautt – Mouton Cadet 2002 Franskir ostar Úrval sérvalinna franskra osta, framreiddir með hunangi og hnetubrauði Rautt – Chateau Clerc Milon 1996 Súkkulaði 72% Araguani súkkulaði mousse með vanillukryddaðri skyrmiðju, stökkri mjólk, appelsínu-rabbarbaracompot og súkkulaðiplötu Rautt – Escudo Rojo 1999 Rothschild dagar á VOX Restaurant Matseðill: C’est un régal! Matur 6.500,- / með víni 9.500,- 10. - 14. nóvember K Ö -H Ö N N U N / P M C SH með uppgjör yfir væntingum Hagnaður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna nam 241 milljón á þriðja ársfjórðungi, sem var yfir væntingum greiningardeilda. Rekstartekjur SH námu tæp- um nítján milljörðum á fjórð- ungnum og jukust um 17% frá sama fjórðungi í fyrra. Tekju- aukningin skýrist af ytri vexti félagsins. Í tilkynningu frá SH kemur fram að hagnaður af sölustarf- semi samstæðunnar í Bretlandi, Asíu og Spáni hafi verið talsvert yfir áætlunum en afkoma annarra félaga hafi verið í samræmi við áætlanir. Samkvæmt áætlunum fyrir þetta rekstrarár er gert ráð fyrir að velta félagsins verði um 68 milljarðar króna og að hagnaður ársins verði um 750 milljónir króna. ■ GUNNAR SVAVARSSON, FORSTJÓRI SH SH skilaði góðri afkomu. Allt stefnir í að fyrirtækið nái áætlunum sínum um tekjur í ár. HUNDRAÐ PRÓSENT FÓLK Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála, og Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynntu í gær enn eina nýjung á húsnæðislánamarkaði. Lánað er fyrir öllu kaupverði fasteignarinnar. Atvinnuleysi minnkar Fjölgun starfa í Bandaríkjunum í október var 370 þúsund og er það helmingi meiri aukning en sér- fræðingar höfðu spáð. Jafnframt mældist atvinnu- leysi 5,5 prósent í október og dróst saman um 0,5 prósent frá sama tíma í fyrra. Enn fremur leiddu endurskoð- aðar vinnumarkaðstölur frá ágúst og september í ljós að vöxtur nýrra starfa var mun kröftugri en áður var talið. Þrátt fyrir þau já- kvæðu merki sem berast af vinnumarkaði er talið að fram- leiðni vinnuafls hafi vaxið um 1,9 prósent á þriðja fjórðungi þessa árs, sem er minnsti framleiðni- vöxtur í um það bil tvö ár. Tölurnar höfðu ekki teljandi áhrif á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum, en helstu hluta- bréfavísitölur hækkuðu lítillega í gær. ■ 24-25 Viðskipti 5.11.2004 22:11 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.