Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 40
Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hikaði ekki eitt andartak þegar henni bauðst að taka að sér starf forseta Norðurlandaráðs. Hún tekur við embættinu um næstu áramót. „Ég sóttist eftir þessu emb- ætti,“ sagði hún. „Ég er með mikla reynslu í Norðurlandaráði og þekki starfið mjög langt aftur og þær breytingar sem orðið hafa. Það er mjög mikilvægt að Ísland vinni á jafnréttisgrundvelli með þessum fimm löndum. Fimmta hvert ár kemur forsetinn í okkar hlut. Hann hefur aldrei komið til jafnaðarmanna á Íslandi og mér fannst mjög eftirsóknarvert að við, þessi öflugi jafnaðarmanna- flokkur hér, hefðum tækifæri til jafns við hina flokkana á að fá embætti forseta.“ Starf forseta Norðurlandaráðs er gífurlega viðamikið, að sögn Rannveigar. Hann er formaðurinn í stjórn ráðsins. Forsætisnefndin hefur með höndum samræmingu og afgreiðslu á starfi nefndanna sem starfa í Norðurlandaráði. Hún sér um erlendu samskiptin, hún stendur fyrir því að setja vinnu í gang og tilheyrandi starfshópa á laggirnar. Forseti Norðurlanda- ráðs stýrir fundum nefndarinnar og kemur fram fyrir hönd Norður- landaráðs út á við. „Verkefni forseta eru því fjöl- breytt. Hann leiðir starfsemina. Hann er forystumaður í forsætis- nefndinni og hefur margþætt verkefni á sinni könnu við að sinna þeim verkefnum sem Norður- landaráð hefur sett í gang. Mjög margt í framkvæmd vel- ferðarsamfélaganna okkar á Norðurlöndum á rætur í störfum sem farið hafa fram í Norður- landaráði. Þaðan hafa komið bæði sáttmálar og framkvæmdaáætl- anir sem hafa skipt mjög miklu máli fyrir íbúana í löndunum, ekki síst í að búa til sameiginleg- an búsetu-, náms-, og vinnumark- að á Norðurlöndunum sem felur í sér að geta ferðast um þau og vit- að að maður hefur réttindi eins og heima hjá sér.“ Rannveig sagði að þess utan hefði það verið frumkvæði Norð- urlandaráðs að búa til samstarf um Norðurskautsmálefni, sem nú hefði víkkað út og væri orðið sér- stakt verkefni á milli landanna frá Rússlandi til Kanada og Banda- ríkjanna. „Ég hef verið undanfarin ár, og er enn, áheyrnarfulltrúi í þessu samstarfi, sem er mjög mikilvægt og hefur sýnt sig vera árangurs- ríkt, til að mynda með þeim rann- sóknum sem það hefur látið fara fram.“ Rannveig nefndi einnig víðtækt og sterkt samstarf við Eystrasalts- löndin þrjú, með það að markmiði að hjálpa þeim „á fætur“ eftir að þau urðu frjáls. Nú væri til athug- unar með hvaða hætti væri best að halda því áfram eftir að þau færu inn í Evrópusambandið. „Það er víðtækt samstarf um Eystrasaltið, þar sem inn koma Pólland og Þýskaland. Þá er mjög mikil samvinna í kringum Barentssvæðið og mikið samstarf við Rússa sem er mikilvægt varð- andi umhverfismál og ekki síður ýmis mannréttindamál. Í öllu þessu hefur forseti Norðurlanda- ráðs stóru hlutverki að gegna.“ jss@frettabladid.is 28 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR MARIA SHRIVER fréttakona er 49 ára. Ég sóttist eftir þessu embætti RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR SEST Í FORSETASTÓL NORÐURLANDARÁÐS: „Ekki hugsa um hann sem repúblikana. Hugsið um hann sem manninn sem ég elska, en ef það virkar ekki, hugsið þá um hann sem manninn sem getur kramið ykkur.“ Mara Shriver er gift fylkisstjóranum og vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Erlingur Dagsson, Barðavogi 24, Reykjavík, fyrrverandi aðalbókari hjá Vegagerð ríkisins, verður 90 ára á morg- un, 7. nóvember Hann tekur á móti ættingjum og vinum á morgun, sunnudag, á milli kl. 16 og 18 að Skipholti 70. Knut Arne Ödegaard er 59 ára. Katrín Fjeldsted er 58 ára. ANDLÁT Hjörtur Ólafsson, Fossheiði 32, Selfossi, áður Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, lést 1. nóvember. Stefán Aðalsteinsson, kennari, Víði- lundi 2b, Akureyri, lést 1. nóvember. Óli Helgi Ananíasson, Merkigerði 21, Akranesi, lést 2. nóvember. Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, Mý- vatnssveit, lést 3. nóvember. JARÐARFARIR 11.00 Jónmundur Valgeir Pálsson, Mið- Mó í Fljótum, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Guðjón Jónsson, Núpi III, V-Eyja- fjöllum, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju. 14.00 Ingibjörg Lúðvíksdóttir, Smára- grund 15, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Jakobína Áskelsdóttir, Hólmavík, verður jarðsungin frá Hólmavíkur- kirkju. 14.00 Lína Þóra Gestsdóttir, Fjarðargötu 64, Þingeyri, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Ragnar Bjarnason, Borg, Skriðdal, verður jarðsunginn frá Egilsstaða- kirkju. RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Verkefni forseta Norðurlandaráðs eru afar fjölbreytt, hvort tveggja hvað varðar innri vinnu ráðsins og að koma fram fyrir þess hönd út á við. Á þessum degi árið 1917 undir forystu Leníns veltu bolsévikar ríkistjórninni úr sessi með valdaáni. Bolsévíkarnir og bandamenn þeirra tóku yfir rík- isbyggingar og aðra mikilvæga staði í höfuðborginni Petr- ograd, og á aðeins tveimur dögum höfðu þeir myndað nýja ríkisstjórn undir stjórn Leníns og varð hann fyrstu manna í heiminum leiðtogi marxísks ríkis. Ríkisstjórn hans samdi frið við Þýskaland, þjóðnýtti iðnaðinn og dreifði landi, en við upphaf ársins 1918 háði hún blóðugt borgarastríð við fylgismenn keisaraveldisins. Um 1920 voru keisarasinnarnir sigraðir, og 1922 voru Sovétríkin stofnuð. Við dauða Leníns, snemma árs 1924, var lík hans smurt og komið fyrir í veglegu grafhýsi við Kreml í Moskvu. Borgin Petrograd var nefn Leningrad honum til heiðurs, í dag heitir borgin St. Pétursborg. Jósef Stalín, sem barðist fyrir að verða arftaki Leníns, tók við sem leiðtogi Sovétríkjanna. 6. NÓVEMBER 1917 Lenín leiðir bolsévika til valdaráns í Rússlandi. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1861 Maðurinn sem uppgötvaði körfuboltann, James Naismith, fæddist. 1913 Mohandas K. Gandhi var handtekinn fyrir að leiða göngu indverskra námu- verkamanna í Suður-Afríku. 1984 Í fyrsta sinn í 193 ár var hlutabréfamarkaðurinn í New York opinn á kosn- ingadag þegar kosið var til forseta Bandaríkjanna. 1991 Kúveit fagnar því að ráðið var niðurlögum síðasta olíueldsins sem Írakar kveiktu í Persaflóastríðinu. 2001 Bílasprengja særði um 60 manns í Madríd á Spáni. 2001 Tíu manns voru aflífaðir í Peking í Kína. Ríkisdag- blaðið í Kína sagði að fólk- ið sem var aflífað hafi allt verið ræningjar og morð- ingjar á aldrinum 20-23 ára. „Vikan hefur verið ansi strembin,“ segir Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og einn af höfuðpaurum Caput-hópsins, en tekur fram að hún hafi verið mjög skemmtileg. „Ég skipulagði tónleika vegna tónleikaraðarinnar Ný endurreisn og voru tónleikar bæði á mánudag og miðvikudag og hingað komu gestir í til- efni þess,“ segir Kolbeinn en gestirnir voru þau Joel Sachs, Hans Abrahamsen og Anne Marie Abildskov. „Ég þurfti svo að koma þeim öllum í flugvél og fór tvi- svar á einum degi upp á flugvöll og hefði getað farið þangað þriðja skiptið daginn eftir til að ná í son minn, en hann fékk far,“ segir Kolbeinn sem er nú á æfingum vegna upptöku á verkum Snorra Sigfússonar sem Smekkleysa mun gefa út. „Í dag lýkur þessu svo með tónleikum Rómeó og Júlíukórsins í Borgarleikhúsinu kl.15.15 og er ég veru- lega spenntur yfir þeim tónleikum,“ segir Kolbeinn og útskýrir að kórinn hafi orðið til í tengslum við uppfærslu kon- unglega leikhússins í Stokkhólmi á Rómeó og Júlíu. Þrátt fyrir miklar annir í vikunni gaf Kolbeinn sér tíma í að sinna heilsunni og fór hann út að hlaupa að vanda auk þess sem hann byrjaði alla morgna í Chi Gong hjá Gunnari Eyjólfs- syni. „Á kvöldin þegar ég kom heim las ég Artemis Fowles fyrir börnin mín,“ segir Kolbeinn sallarólegur. VIKAN SEM VAR KOLBEINN BJARNASON FLAUTULEIKARINN SKIPULAGÐI TÓNLEIKA NÝRRAR ENDURREISNAR Í SÍÐUSTU VIKU EN TÓNLEIKARÖÐINNI LÝKUR Í DAG MEÐ FLUTNINGI RÓMEÓ OG JÚLÍUKÓRSINS Í BORGARLEIKHÚSINU. Las Artemis Fowles fyrir börnin á kvöldin Valdarán Bolsévíka í Rússlandi lést á Dvalarheimilinu Skjaldarvík 3. nóvember. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Jónsdóttir frá Brávöllum, Byggðavegi 136, Akureyri, Kristján Pétursson, Þórkatla Sigurbjörnsdóttir, Pétur Ágúst Pétursson, ömmu- og langömmubörn. Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000 40-41 (28-29) Tímamót 5.11.2004 15:33 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.