Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 46
Ólæsilegur Carter Skáldsaga eftir fyrrverandi Bandaríkjaforsetann Jimmy Carter, The Hornet's Nest, er komin á Evrópumarkað. Sagan gerist í frelsisstríðinu og þar blandar Carter saman raun- verulegum sögulegum persónum og skáldsagnapersónum. Gagnrýnandi Guardian er lítt hrifinn af bókinni sem er 480 blaðsíður. Hann segir hana svo slæma að hún sé næstum ólæsileg. Bókin mun hafa fengið betri viðtökur í Bandaríkjunum þótt gagnrýni þar hafi yfirleitt ekki verið sérlega lofsamleg. BÓKASKÁPURINN 34 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown BARN AÐ EILÍFU Sigmundur Ernir Rúnarsson ÍSLENSKI HESTURINN Gísli B. Björns. og Hjalti Jón Sveins. SKÁLDIÐ Michael Connelly ARABÍUKONUR Jóhanna Kristjónsdóttir EFTIRMÁL Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðarson HEILAGUR SANNLEIKUR Flosi Ólafsson ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho BÁTUR MEÐ SEGLI OG ALLT Gerður Kristný SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho BÁTUR MEÐ SEGLI OG ALLT Gerður Kristný TVISVAR Á ÆVINNI Ágúst Borgþór Sverrisson Listinn er gerður út frá sölu dagana 27. 10. - 02.11. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssonar og Pennanum. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Fiskar hafa enga rödd er sjöt-ta ljóðabók Vilborgar Dag-bjartsdóttur. Hún segir þetta vera samtíning af ljóðum sem hún hafi verið að yrkja síðustu árin. „Mér fannst ég verða að safna þeim saman, koma þeim í endan- legt form og setja í eina bók. Þeg- ar það er búið getur maður byrjað á öðrum verkefnum. Það er sam- hengi í öllum ljóðabókum mínum því þar byggi ég á tilfinningum mínum og reynslu, Þess vegna verða bækurnar ekki sundurlaus- ar,“ segir Vilborg. Spurð um sam- eiginleg einkenni á ljóðum sínum segir hún: „Ef til vill er það sjón- arhornið. Það hefur alltaf hvílt á mér að ég fór að mestu leyti á mis við barnaskóla og þó svo ég færi seinna í Kennaraskólann fannst mér ég vera ómenntuð og ekkert kunna. Ég vann með námi og fannst ég aldrei hafa tíma til að læra eins og mig langaði til. Kannski er það þess vegna sem ég vel mér svo oft í ljóðagerðinni sjónarhorn barns. Ólafur Jónsson gagnrýnandi skrifaði eitt sinn rit- dóm um ljóð mín. Hann sagði ákaflega einkennandi fyrir ljóðin að þar væru börn í landslagi. Mér þykir vænt um þann dóm og þau orð. Sam- eiginlegi þráðurinn í öllum bókum mínum er barnið í hinu mik- ilfenglega landslagi. Barnið í heiminum.“ Ljóð um dýr Titillinn, Fiskar hafa enga rödd, er sóttur til eins ljóðsins í bók- inni sem nefnist Reynsla en þar rekur silungur upp sker- andi vein. Í lokin segir: „Fiskar hafa enga rödd, segir þú, þeir gefa ekki frá sér hljóð. En ég man nístandi óp sil- ungsins meðan ég lifi.“ Þetta er ekki eina ljóðið sem Vilborg hefur ort um fiska. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fiskum og mér þykir vænt um þá þótt mjög erfitt sé að ná sambandi við þá af því að þeir lifa í öðruvísi heimi en við, þótt þeir séu þó svo nálægt okk- ur,“ segir hún. Kápumynd bókar- innar er einmitt af fiski sem minnir um margt á mannsfóstur. Í bókinni koma kýr einnig við sögu en í einu ljóðanna sem heitir Ástarjátning er fjallað um þann atburð þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra kyssti kú. Vilborg segist síður en svo vera að gera grín að ráðherranum. „Þegar Guðni kyssti kúna fékk ég tár í augun, mér fannst þetta svo fallegt. Guðni ólst upp á sveitabæ og átti mörg systkini eins og ég. Ég var kúasmali þegar ég var sjö ára og það var ábyrgðarmikið embætti. Hvers vegna skyldi okk- ur Guðna ekki þykja vænt um kúna?“ Byrjaði að yrkja sex ára Vilborg ólst upp við ljóðalestur. „Frá því að ég lærði að lesa hef ég lesið ljóðabækur, lært ljóð, farið með ljóð og hlustað á ljóð. Amma og mamma kunnu feiknin öll af ljóðum, gömlum og nýjum. Mamma fór með ljóð fyrir okkur systkinin þegar hún var að vinna en henni féll aldrei verk úr hendi.“ Vilborg byrjaði snemma að yrkja: „Í raun og veru get ég ekki sagt annað en að ég hafi ort á hverjum degi frá sex ára aldri en það voru bara hugs- anir. Ég skrifaði ljóð- in ekki niður. Það er ákaflega erfitt að höndla myndræna hugsun sína og koma henni í orð. Það gengur oft mjög seint og illa. En ég hef gaman af orðum og ég hef alltaf haft gaman af því að lesa. Það er hægt að hafa bókina með sér hvert sem maður fer. Maður sökkvir sér ofan í sína bók og raskar ekki ró þeirra sem eru í kringum mann. Núna er ég að lesa Alexanders sögu eftir Brand ábóta. Að lesa þessa gömlu íslensku er eins og að ganga á ströndinni og tína upp gimsteina,“ segir Vilborg sem þessa dagana er að yrkja um haustið. kolla@frettabladid.is Peningahyggjumaðurinn Shakespeare Ný bók um Shakespeare eftir Stephen Greenblatt fær þá umsögn í Sunday Times að vera sennilega besta ævisaga Shakespeares sem komið hafi út í einu bindi. Bókin nefnist Will in The World: How Shakespeare Became Shakespeare. Greenblatt heldur því fram í bók- inni að óhamingja Shakespeares í hjónabandi hafi smitast yfir í leikrit hans þar sem ham- ingjurík hjónabönd fyrirfinnast vart. Greenblatt bendir einnig á að Shakespeare hafi látið sig litlu varða hvort leikrit hans varðveittust. Peningar hafi skipt hann mestu máli, hann fjár- festi í landareignum, kom sér undan að greiða skatta og fór í mál við þá sem skulduðu honum minnstu fjárhæðir. Á þessum degi árið 1558 var leikskáldið Thomas Kyd skírður í London. Kyd skapaði hinn svo- nefnda „hefndar-harmleik“, sem Shakespeare fullkomnaði í Hamlet. Leikrit Kyds, The Spanish Tragedie, var um tíma vinsælasta leikrit Englands en það fjallar um föður sem hyggst hefna morðs á syni sínum. Ári eftir frumsýningu, 1593, var Kyd handtekinn og sakaður um landráð en grunsamleg skjöl höfðu fundist í fórum hans. Kyd sagði þau tilheyra vini sínum, leikritaskáldinu Christopher Marlowe, sem var handtekinn en seinna sleppt. Kyd lést gjaldþrota árið eftir. Pinter skammaður Harold Pinter er virtasta núlifandi leikritaskáld Breta. Hann er harður andstæðingur stríðsrekst- urs í Írak og hefur skrifað nokkur ljóð gegn stríðinu. Dan Paterson, þekkt breskt verðlaunaljóð- skáld, gagnrýndi nýlega þessa ljóðagerð Pinters í fyrirlestri. „Að taka áhættu í ljóðagerð jafngild- ir ekki því að yrkja stóryrt og gossandi ljóð um það hversu mikil della stríðið í Írak er, jafnvel þótt maður sé mesta núlifandi leikritaskáld heims,“ sagði Paterson og bæti við: „Hver sem er getur gert það.“ Þegar fjölmiðlamenn leituðu viðbragða hjá Pinter sagði hann: „Viljið þið að ég svari þessi? Svar mitt er: Ekkert svar.“ Allir eru snillingar fram að tíu ára aldri. Aldous Huxley Börn í mikilfenglegu landslagi VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJA LJÓÐABÓK VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR „Ólafur Jónsson gagnrýnandi skrifaði eitt sinn ritdóm um ljóð mín. Hann sagði ákaflega einkennandi fyrir ljóðin að þar væru börn í landslagi. Mér þykir vænt um þann dóm og þau orð. Sameiginlegi þráðurinn í öllum bókum mínum er barnið í hinu mikilfenglega landslagi. Barnið í heiminum.“ FISKAR HAFA ENGA RÖDD „Það er samhengi í öllum ljóða- bókum mínum því þar byggi ég á tilfinningum mínum og reynslu. Þess vegna verða bækurnar ekki sundurlausar,“ segir Vilborg. 46-47 (34-35) Bókasíða 5.11.2004 21:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.