Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 6. nóvember 2004 35 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Cozy hornsófi (315cm x 285cm) Micro-fiber efni í tveimur litum Verð: 229.000.- Barstóll Verð: 12.800.- Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Stækkanlegt glerborð (162/200cm x 96cm) Verð: 79.000.- Leðurstóll Verð: 27.500.- Hetthi eikarborð (200cm x 100cm) og sex stólar Verð: 134.400.- Bulgari sambandið Bulgari sambandið eftir Fay Weldon. Weldon skrifaði þessa bók eftir pöntun og við lesturinn er manni ljóst að hún hefur skemmt sér hið besta við skriftirnar. Aðdá- endur skáldkonunnar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum því sagan er bráðskemmtileg og hæfilega kvik- indislegur húmor nýtur sín til fullln- ustu. [ BÓK VIKUNNAR ] Vond Atómstöð Umræðum um Halldór Laxness er hvergi nærri lokið. Á dv.is skrifar Hallgrímur Helgason stutta grein um Atómstöðina. Hann segir að Atómstöðin sé vond bók, sennilega versta bók Laxness, jafnvel verri en Kristnihaldið. Hallgrímur segir: HKL er allt of mikið niðri fyrir þegar hann skrifar þessa bók og sagan líður fyrir það: Hún birtir svart-hvíta heims- mynd: Góða fólkið versus það vonda. Slíkt er auðvitað höf- uðsynd í skáldskap. Meira að segja nöfn- in, Ugla og Búi Ár- land, eru hræðileg, og persóna Organist- ans einkar hvimleið í sínum taóisma. Lík- lega er best að líkja þessu við það ef undirritaður drifi í því núna að skrifa skáldsögu um fjölmiðlamálið mikla þar sem Davíð væri málaður upp í skrípóstíl sem vondi karlinn og mótvægi hans væri hin yndislega norðanstúlka Ilmur Ösp sem kemur suður til að nema í Fóstruskólanum og taka þátt í Idol. Inn í söguna myndi ég svo blanda beinamáli okkar daga: Bar- áttunni um Nóbelsskáldið. Sem bet- ur fer ætla ég ekki að skrifa þessa bók. En HKL gerði það og halelújakórinn tók henni fagn- andi og gagnrýnilaust eins og öllu sem flaut úr þeim annars yndislega penna.“ Um umdeilda túlkun Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á Atóm- stöðinni segir Hallgrímur: „Ég trúi því ekki að frumleg og skemmtileg nálgun Hannesar Hólmsteins geti komið mönnum úr jafnvægi á því herrans ári 2004. Hún er eiginlega bara betri en bókin sjálf.“ Að lokum segir Hallgrímur: „Við ættum ekki að velta okkur mikið upp úr túlkunum og lestri á Atóm- stöðinni. Sú bók er best gleymd.“ ■ HALLGRÍMUR HELGASON Sigurður A. Magnússon er meðal þátttakenda á alþjóðlegu mál- þingi um gríska skáldið Níkos Kazantzakís sem haldið er í Carlsberg-akademíunni í Kaup- mannahöfn í dag. Fyrirlestur Sig- urðar fjallar um sjálfsfórn í tveimur af frægustu skáldsögum Kazant- zakís, sem á ensku nefn- ast „The Greek Passion“ eða „Christ Recrucified“ og „The Last Temptation“. Í fyrirlestrinum veltir Sigurð- ur upp spurningunni í hverju sjálfsfórn sé fólgin og ræðir í því sambandi fórnarhugtakið: mann- fórnir; dýrafórnir; 'jákvæðar' og sjálfviljugar sjálfsfórnir (Sókrates, Kristur, kristnir písl- arvottar á fyrstu öldum); sjálf- viljugar sjálfsfórnir með öfugum formerkjum þar sem takmarkið er tortíming sem flestra (sak- lausra) úr ímynduðum fjand- flokki (Norður-Írland, fyrrum Júgóslavía, Afganistan, Írak); ósjálfviljugar sjálfsfórnir (Ma- hatma Gandhí, Martin Luther King, Kaj Munk, Folke Berna- dotte. Raoul Wallenberg, Dietrich Bonhoeffer, Camillo Torres, Alexandros Panagúlís) og sjálfsfórnir sem snúast um að hjálpa öðrum án þess endilega að fórna lífinu (Albert Schweitzer, Móðir Teresa, Nelson Mandela, Aung San Suu Kyi). Í fyrirlestrinum lýsir Sigurð- ur sjálfsfórn söguhetjanna í áð- urnefndum skáldsögum: einfalds grísks fjárhirðis sem fer með hlutverk Krists í píslarleik um páska í þeirri fyrri og Krists í þeirri seinni. Niðurstaðan er eitt- hvað á þá leið að síðastnefnda sjálfsfórnin (Schweitzer, Móðir Teresa o.fl.) sé mest í anda Krists og komi heim og saman við um- mæli hans í öllum guðspjöllun- um. Fjöldi fyrirlesara tekur þátt í málþinginu en einnig verða sýndir kaflar úr tveimur heims- frægum kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir sögum Kazantzakís: Síðasta freisting Krists og Grikkinn Zorba. ■ Sjálfsfórnin í skáldsögum Kazantzakís SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Tekur þátt í alþjóðlegu mál- þingi um Kazantzakís og ræðir um sjálfsfórnir í skáldsögum hans. 46-47 (34-35) Bókasíða 5.11.2004 21:05 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.