Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 48
36 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Rétt skal vera rétt Í gær urðu þau leiðu mistök að rangur íþróttafréttamaður var skrifaður fyrir pistlinum utan vallar sem fjallaði um vakningu í íslenskum körfubolta. Hann skrifaði Smári Jósepsson (sjá mynd) en ekki Óskar Hrafn Þorvaldsson eins og stóð. Biðjumst við velvirðingar á þessum mis- tökum. Við hrósum... ...handboltakappanum Loga Geirssyni sem leikur með þýska liðinu Lemgo. Hann heldur úti glæsilegri vefsíðu, www.logi-geirsson.de, þar sem hægt er að hlusta á frumsamin lög, lesa heimspekileg hugðarefni Loga sem eru reyndar í dýpri kantinum og horfa á myndbandsupptökur af kappanum. Frábært framtak hjá Loga, sem er greinilega ýmislegt til lista lagt.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Laugardagur NÓVEMBER GOLF Góðum árangri fylgja oft vandamál. Það fær kylfingurinn Ó l ö f María Jónsdóttir að reyna en hún varð fyrir því „óláni“ að verða fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á evr- ópsku mótaröðinni í golfi á mið- vikudaginn með frábærri spila- mennsku á lokaúrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Ítalíu. Dýrt ævintýri Ljóst er að þátt- taka Ólafar Maríu á evrópsku móta- röðinni verður gífurlega kostn- aðarsöm og sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að varlega áætlað yrði kostnaðurinn ekki undir tíu millj- ónum. Mótin á evr- ópsku mótaröðinni eru leikin úti um allan heim og Ólöf María sagði að kostnaðurinn yrði fljótur að hækka ef hún færi á mót í Ástralíu, Singapúr eða Suður-Afríku. Kepp- endur á mótaröðinni fá ekki greitt fyrir þátt- töku á hverju móti fyr- ir sig heldur eru pen- ingaverðlaun í boði fyrir þá sem eru í efstu sætunum. Áhersla á andlegu hliðina Ólöf María sagði að hún liti svo á að hún ætti ágæta möguleika á því að vera í „peninga- sæti“ eins það er kallað, það er sæti sem gefur verðlaunafé, en það væri þó ekki á vísan að róa í þeim efnum. „Miðað við spila- mennsku mína á Ítalíu þá á ég möguleika. Ég hef einbeitt mér að andlegu hliðinni að undanförnu frekar en golfinu sjálfu, hef reynt að byggja upp andlegu hliðina og mér finnst það hafa tekist vel. Ég náði að halda góðri ein- beitingu á mótinu á Ítalíu ef undan eru skilin nokkur högg þar smem hugurinn fór eit- thvað annað en þetta hefur verið vandamál hjá mér og er vonandi að lagast,“ sagði Ólöf María sem ætlar að nota næstu mánuði til að styrkja sig. „Ég lét golfið vera og einbeiti mér að bæta líkamlega formið.“ Vonandi engin skuldahali Ólöf María sagðist vonast til að þurfa ekki að steypa sér í skuldir til að láta draum sinn rætast og viðurkenndi að það væri hálf fá- ránlegt að vera í þeirri stöðu sem hún er í dag. „Við kylfingar höfum ekki notið sömu styrkja og aðrir íþróttamenn í fremstu röð og ég sé það ekki breytast. Ég hef feng- ið mikla og góða hjálp frá KB banka og Toyota og það samstarf mun halda áfram. Ég þarf hins vegar að finna mér fleiri styrktar- aðila og það er mín von að fyrir- tæki sjái sér hag í því að styrkja mig. Ég er fyrsti íslenski kylfing- urinn sem kemst á evrópsku mótaröðina og á sem slíkur eftir að vekja töluverða athygli. Ég mun byrja að vinna í þessum mál- um á næstunni og fer yfir þau með mínu fólki,“ sagði Ólöf Mar- ía. Reynum að hjálpa henni Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands Ís- lands, sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að Golfsambandið ætlaði að leggja sitt á vogarskál- arnar til að hjálpa Ólöfu Maríu að fjármagna þetta ævintýri. Hann sagði að Ólöf María þyrfti senni- lega að komast á meðal þrjátíu efstu á mótaröðinni til að geta lif- að á verðlaunafénu en að stefna sambandsins væri að reyna að styðja betur við bakið á atvinnu- kylfingum þjóðarinnar en gert hefði verið hingað til. Styrkur frá Afrekssjóði Ólöf María hefur ekki mokað peningum úr Afrekssjóði ÍSÍ á undanförnum árum og aðeins fengið 300 þúsund króna styrk árið 2003. Örn Andrésson, for- maður sjóðsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að árangur Óla- far Maríu væri frábær og hann sæi ekki annað í spilunum en að sjóðurinn myndi styrkja hana á komandi ári. „Umsókn hennar verður skoðuð með jákvæðum augum en ég get ekki sagt hversu hár styrkurinn til hennar verður. Það væri óábyrgt af mér enda á eftir að ræða hennar mál innan stjórnar sjóðsins,“ sagði Örn. oskar@frettabladid.is Velgengnin kostar sitt Kostnaður við þátttöku á evrópsku mótaröðinni í golfi er gífurlegur og ljóst að Ólöf María Jónsdóttir þarf að hafa sig alla við til að eiga fyrir kostnaði við ferðalög og uppihald á mótunum tuttugu á næsta ári. ■ ■ LEIKIR  15.00 Keflavík og ÍR mætast í Keflavík í Hópbílabikar karla í körfubolta.  16.15 Stjarnan og Valur mætast í Ásgarði í 1. deild kvenna í hand- bolta.  16.30 Fram og Grótta/KR mætast í Fram-heimilinu í 1. deild kvenna í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.10 Upphitun á Skjá einum. Hitað upp fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  12.25 World Series of Poker á Sýn.  12.40 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Aston Villa og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  13.55 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn.  14.40 Á vellinum með Snorra Má á Skjá einum.  15.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Liverpool og Birmingham í ensku úrvals- deildinni í fótbolta.  15.35 All Strength Fitness Challenge á Sýn.  15.40 Handboltakvöld á RÚV.  16.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  16.05 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Stjörnunnar og Vals í 1. deild kvenna í handbolta.  16.30 Motorworld á Sýn.  17.00 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn.  17.10 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvals- deildinni í fótbolta.  17.30 PGA-mótaröðin á Sýn. Bein útsending frá PGA-meistaramót- inu í golfi sem fram fer í Houston.  20.30 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Barcelona og Deportivo í spænsku úrvals- deildinni í fótbolta.  22.10 Hnefaleikar á Sýn. Sýnt frá bardaga Felix Trinidad og Ricardo Mayorga.  00.30 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá bardaga Kostya Tszyu og Sharmba Mitchell. Miðherjinn Alonzo Mourning hjáNew Jersey Nets er heltekinn af því að vinna NBA-titil. Hann hefur ítrekað beðið forráðamenn Nets um að selja sig til liðs sem á betri mögu- leika en Nets á titli. Ekki er mikill áhugi fyrir hendi hjá öðr- um liðum að fjár- festa í Mourning enda tvísýnt með heilsufar hans eftir að kappinn fór í nýrnaaðgerð á síð- asta ári. Jordan-liðið í Formúlu 1 kappakstr-inum vinnur þessa daganna að samningi við Toyota um að sjá liðinu fyrir vél á næsta tímabili. Cosworth, sem er í eigu Ford, sá um vélamál liðsins á nýloknu tímabili en hækk- uðu verðið eftir tímabilið og ákvað Jordan því að halda á ný mið. Gary Bettman, framkvæmdastjóriNHL, hefur aflýst stjörnuleik deildarinnar sem fara átti fram á næsta ári. Ákvörðunin staðfestir end- anlega að ekkert verði leikið í deild- inni í vetur og sitja því íshokkí- unnendur eftir með sárt ennið. „Að aflýsa sjálfum stjörnuleiknum er al- gjör skömm,“ sagði Jeremy Roenick, leikmaður Philadelphia Flyers. Andre Agassi og David Nalbandi-an hafa báðir afboðað þáttöku sína á Paris Masters- tennismótinu vegna meiðsla. Agassi hef- ur átt við mjaðmar- meiðsli að stríða en Nalbandian sagði að hnémeiðsli sem hann varð fyrir á móti í Sviss væru enn að hrjá hann. Leikmenn Arsenal hafa þurft aðkljást við neikvæða strauma innan liðsins eftir tapið gegn Manchester United. Þetta fullyrðir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins. Þá hefur gengi liðsins hrakað eftir tapið fræga. „Þetta eru hlutir sem við þurf- um að vinna á og við munum gera það,“ sagði Wenger. Arsenal er þó enn efst í ensku deildinni, með jafn mörg stig og Chelsea. David Beckham, fyrirliði enskalandsliðsins og leikmaður Real Madrid, sér fram á að snúa aftur á völlinn um næstu helgi. Beckham er nú óðum að jafna sig á rifbeinsbroti sem hann hlaut í landsleik Englands og Wales. Kappinn fullyrti að meiðslin væru erfið við að eiga. „Ég get ekki gengið eða hlaup- ið. Það er varla að maður geti gert neitt,“ sagði Beckham. Nú styttist í að körfuboltaþyrstirNBA-aðdáendur geti sameinast fyrir framan sjónvarpsskjáinn og horft á beinar útsendingar frá deild- inni. Þann 26. nóvember næstkom- andi mun Sýn hefja reglulegar út- sendingar frá Bandaríkjunum og eru það gleðitíðindi fyrir unnendur íþróttarinnar. Shaquille O’Neal og félagar hans íMiami Heat byrjuðu leiktíðina vel og unnu fyrstu tvo leiki sína. O’Neal hafði þó haft fremur hægt um sig í leikjunum tveimur á meðan bakvörður- inn Dwyane Wade dró vagninn. O’Neal hafði ekki miklar áhyggjur þó svo að hann væri ekki stigahæstur í liðinu. „Ég er enn að læra í körfuboltanum og þegar ég var seldur vildi ég fara eitthvert þar sem ég gæti bætt við lærdóminn,“ sagði O’Neal. Forráðamenn Nottingham Forestneituðu því að Mick Harford væri að taka við stöðu Joe Kinnear sem knattspyrnustjóri liðsins. Þeir stað- festu hins vegar að Harford væri á leið til félagsins sem aðstoðarþjálfari Kinnear. „Það að Kinnear sé farinn frá félaginu á ekki við rök að styðjast,“ sagði talsmaður félagsins. Forest hef- ur gengið illa og aðeins unnið tvo leiki það sem af er deildarkeppninni. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Ólympíuleikarnir í Peking í Kína árið 2008: Hjátrú ræður för ÓLYMPÍULEIKAR Næstu Ólympíuleik- ar munu hefjast í Kína þann 8. 8. 2008 klukkan 8 um kvöldið í höf- uðborginni Peking og er mikil og góð sátt um þessa dagsetningu þar sem talan 8 þykir mikil happa- tala í landinu. Hjátrú er ríkjandi hjá flestum þegnum landsins og þykir fátt boða betra fyrir leikana en að hefja þá þennan ákveðna dag á slaginu átta. Margar hindr- anir eru þó enn í veginum áður en þeir hefjast. Mengun er með mesta móti í Peking og hefur þurft að grípa til gríðarlegra aðgerða vegna þess. Þannig hefur mörgum verksmiðj- um verið skipað að færa sig úr borginni en slíkt er augljóslega ekkert áhlaupaverk. ■ DÖKKT ÚTLIT Stjórnvöld í Kína fá fall- einkunn þegar kemur að mengun í Peking en þar fara fram næstu Ólympíuleikar. Fréttablaðið/Mynd/AP ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR Sér fram á gríð- arlegan kostnað af þátttöku sinni á evrópsku mótaröðinni á næsta ári. Fréttablaðið/Eiríkur 48-49 (36-37) Sport 5.11.2004 21:09 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.