Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 6. nóvember 2004 37 KEITH OG HILDUR Í SAMA LIÐI Keith Vassell hefur samið við sænska liðið Jämtland Basket. Sænski körfuboltinn: Vassell hittir fyrir Hildi KÖRFUBOLTI Keith Vassell, sem lék áður með KR og Hamri og er með íslenskan ríkisborgararétt, hefur samið við sænska úrvalsdeildar- liðið Jämtland Basket en Hildur Sig- urðardóttir leikur einmitt með kvennaliði félagsins. Hildur og Keith þekkjast vel því undir stjórn Vassel urðu Hildur og félagar hennar í KR-liðinu Íslands- og bikarmeistarar vorið 2002. Keith tekur sæti Litháans Robertas Stankevicius sem var látinn fara frá liðinu. Svíarnir vonast eftir að Vassell, sem var með 19,6 stig og 9,5 fráköst með finnska liðinu Tarmo í fyrra, hjálpi upp á gengi liðsins en með liðinu spilar einnig Leon Brisport sem lék með Þór Þorlákshöfn í Intersportdeildinni í fyrra. Jämtland Basket hefur unnið 2 af fyrstu sex leikjum sínum og er sem stendur í 9. sæti í ellefu liða úrvalsdeild. Vassell mun spila sinn fyrsta leik með félaginu í dag í Stokkhólmi. ■ BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Kláraði ekki þriðja hring vegna veðurs. Fréttablaðið/Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson: Leik frestað vegna veðurs GOLF Hætta þurfti leik á þriðja degi úrtökumóts evrópumótarað- arinnar sem fram fer í Valenciu á Spáni vegna veðurs og var Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, einn þeirra sem ekki náði að klára hringinn. Var Birgir í 7.-10. sæti fyrir daginn í gær og átti góða möguleika á að komast áfram en aðeins 29 efstu kylfing- arnir halda leik áfram að þriðju umferð lokinni. Hafa forráðamenn mótsins brugðið á það ráð að klára þriðju umferð í dag en um leið og henni lýkur halda þeir áfram leik sem komast gegnum niðurskurðinn. Ekki var ljóst þegar Frétta- blaðið fór í prentun hvernig Birgi gekk en af þeim sem náðu að ljúka leik var Bretinn Stuart Little efst- ur með tíu högg undir pari. Var Birgir Leifur á átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo dagana og ætti hann að öllu jöfnu að eiga til- tölulega greiða leið gegnum nið- urskurðinn spili hann af sama ör- yggi áfram. ■ Framarar fá reyndan varnarmann úr Árbænum: Þórhallur fer í Fram FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Þórhallur Dan Jóhannsson virðist vera búinn að finna sér félag fyrir næsta sumar en allar líkur eru á því að hann semji við Fram um helgina. Hann hafði einnig verið orðaður við Val en sögusagnir af meintum áhuga Vals á Þórhalli virðast hafa verið byggðar á mjög veikum grunni, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. „Ég vil ekkert staðfesta í þessu máli en neita því ekki að við höf- um rætt við Þórhall,“ sagði Finnur Thorlacius, formaður rekstrar- félags Fram, í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Það er smá sprettur eftir í þessu hjá okkur en það eru líkur á því að við náum samningi við Þórhall.“ Þórhallur var þögull sem gröf- in í gær en játaði þó að hann væri búinn að ákveða hvar hann ætlaði að spila á næstu leiktíð. „Já, ég er búinn að ákveða mig og geng vonandi frá mínum mál- um um helgina og í síðasta lagi á mánudag. Ég ætla samt ekkert að segja þér hvaða félag um ræðir núna,“ sagði Þórhallur við Frétta- blaðið í gær en hann yfirgaf upp- eldisfélag sitt, Fylki, mjög óvænt á dögunum eftir að samningavið- ræður hans og Árbæinga sprungu í loft upp með miklum látum. - hbg Í BARÁTTUNNI MEÐ FYLKI Þórhallur Dan Jóhannsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fylki og er væntanlega á leið í Fram. Hann sést hér glíma við Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson í sumar. Fréttablaðið/E.Ól. 48-49 (36-37) Sport 5.11.2004 21:09 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.