Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 54
Einar Már skrifar um tíma- bil þar sem krakkar sköpuðu heiminn dálítið sjálfir. Jóhann Pétursson risinn upp og í góðu formi. Hinn uppátækjasami Jóhann úr fyrstu sögum Einars Más Guðmundssonar. Fyrir okkur sem dáumst að óttalegum villing- um, eru það gleðileg tíðindi sem við höfum lengi beðið eftir. „Hann hefur nú verið að banka á dyrnar í langan tíma en það var fyrst núna sem ég ljáði honum eyra,“ segir Einar. „Ég hef reyndar vitað af þessari sögu, þótt hún hafi tekið nýja stefnu þegar maður fór að fást við hana. Aldur Jóhanns og félaga er mjög greinilegur í sögunni. Þetta eru unglingar en Einar segir menn ráða meira í aldurinn út frá að- stæðum. „Hins vegar er hvolpa- vitið farið að segja til sín – mjög svo,“ segir hann. En hvers vegna bítlatímabilið? „Þessir strákar voru uppi þá og svo hefur maður verið að horfa á þetta tímabil í dálítið nýju ljósi og sér einmitt þetta frelsi sem mér finnst hafa verið ríkjandi þá og hvernig krakkar sköpuðu heiminn dálítið sjálfir. Það er eitthvað í nú- tímanum sem kallar á þá umfjöll- un. Hlutirnir eru allir svo njörvað- ir niður núna og allt meira háð ein- hverjum reglugerðum. Þótt ég sé ekkert að segja að þetta hafi verið eitthvað betri eða verri tímar, er ég samt að draga fram þætti sem ég hrífst af, hvernig krakkarnir fara dálítið sínu fram í þessari æsku- veröld. Þetta eru allt litlir stjórn- leysingjar.“ Hvað varðar heim unglinga núna, segir Einar þá vera að gera aðra hluti í dag, nota önnur svið í hausnum. „Þetta snýst líka um það hvernig heimurinn hefur breyst. Nú á tímum mega börn svo miklu minna. Sú staða sem ég er að lýsa eru tímar þegar krakkar fara um allan bæ og samskipti almennt eru miklu meiri. Ég mundi segja að hið forna spakmæli, maður er manns gaman, sé í hættu. Það er búið að gera allt svo tortryggilegt. Hér áður fyrr hefðu menn getað sagt: „Sjö strákar hittu skemmtilegan mann í bænum,“ en núna er maður- inn orðinn tortryggilegur. En hvað Bítlana varðar, þá voru þeir og sú menning sem varð til í kringum þá, dálítið fulltrúar hinnar djörfu lífsgleði. Þessi tón- list leysti margt úr læðingi og hún var um leið tjáning á því sem í okkur öllum bjó. Það var þess vegna sem sprengikraftur hennar varð slíkur og þvíumlíkur.“ Sagan er hvorki fortíðarþrá né heimsósómanöldur, heldur fremur saga um kátínu og gleði. „Mér finnst unglingarnir í dag mjög frískir. Þeir víla ekkert fyrir sér en ég er að fjalla um þennan tíma þegar hver átti sína eigin sögu. Nú fara allir í sama leikskólann og það er sama prógramið fyrir alla. En við sjáum samt hvernig börn í dag tileinka sér tæknina á mis- munandi hátt og hina miklu tón- listarsköpun sem er í gangi. Inni í okkur erum við alltaf eins. Þessi menning sem var sköpuð á 7. og 8. áratugnum virðist alltaf hafa aðdráttarafl. Þó að þetta sé ákveðinn tími í baksviðinu, er ég að búa til úr honum einhvers konar eilífð. Þetta eru sögur og ör- lög sem gerast inni í þessum sögu- legum römmum. Þannig leyfi ég mér að flakka fram og aftur.“ Í fyrstu sögunum um Jóhann Pétursson áttu sér stað voveiflegir atburðir og félagarnir urðu fyrir stórum skellum. Eru þeir búnir að jafna sig? „Já, já, ef þú berð þessa sögu saman við Riddarana, þá eru þeir orðnir þroskaðri og eru í sam- skiptum við hitt kynið. Það setur strik í reikninginn. En það verða ýmis áföll í þessari sögu, það eru ýmsar örlagasögur í gangi.“ Einar segir það hafa verið gaman að hitta Jóhann aftur. „Okkur kom bara vel saman,“ segir hann. „Hann gefur nú lítið út á mig strax í fyrsta kafla en ég kann mjög vel við hann. Það er margt tekið upp í þess- ari sögu sem ég held að ég hafi ekki ráðið við í gömlu sögunum. Svo hef ég haft tuttugu ár til þess að melta það. Þar á meðal er ástin. Ég var alltaf að reyna að nálgast hana í fyrri skrifunum en fór í kringum hana eins og köttur í kringum heitan graut. Ég átti um tíu síður sem ég hafði ætlað að koma fyrir í fyrri bókunum sem skruppu niður í hálfa í þessari nýju bók. Enda eru þetta ekkert einföld mál og væri kannski ekkert varið í þau ef þau væru það – hvorki í veruleikanum né skáld- skapnum.“ sussa@frettabladid.is 42 6. nóvember 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… Hinum líf- lega og skemmtilega Rómeó og Júlíukór frá Dramaten leikhúsinu í Stokk- hólmi á Caput tónleikum í Borg- arleikhúsinu í dag, klukkan 15.15... Víðáttum, sýningu á víðáttu- myndum Errós og Grafískri hönnun á Íslandi, sýningu sem rekur sögu grafískrar hönnunar á Íslandi fram til dagsins í dag í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi... Litlu stúlkunni með eldspýt- urnar í Íslensku óperunni á laugardags- og sunnudagseftir- miðdögum. Margrét Sigfúsdóttir sem sýnir málverk í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, verður með leiðsögn um sýningu sína í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, klukkan 15.00, en sýningu hennar lýkur á mánudag. Aðferðir sínar og verklag byggir Margrét á hefðinni og rannsóknum tuttugustu aldar mál- ara á möguleikum og þanþoli miðilsins. Við- fangsefni sitt sækir hún hins vegar einkum í íslenska náttúru og sannast því enn aðdráttar- afl hennar fyrir málara. Í nálægðinni við stór- brotið landslagið upplifa þeir stöðuga um- breytingu forma, lita og sjónarhorna. Margrét hefur búið í París til fjölda ára. Hún er menntuð í málaralist frá Parsons School of Design í París. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Frakklandi, Skotlandi og Sviss. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 8. nóvember. Kl. 19.30 Nýdönsk og Sinfónían í Háskólabíói. Leikin verða gömul og ný lög Nýdanskr- ar, auk Boleros eftir Ravel og Maskera- de svítu og Spartakus eftir Aram Katsja- túrjan. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. menning@frettabladid.is Leiðsögn um landslag í Firði Heilagur sannleikur, eða … EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Þótt ég sé ekkert að segja að þetta hafi verið eitthvað betri eða verri tímar, er ég samt að draga fram þætti sem ég hrífst af. Flosa Ólafsson þarf varla að kynna. Þessi brosmildi og landsþekkti húmoristi hefur þróað með sér ákveðna sjálfs- og kaldhæðni sem birtist um skeið í pistlum hans í Pressunni, Skessuhorni og DV. Gam- anmál Flosa ganga oftar en ekki út á kubbslega líkamsburði hans, óhóf- lega drykkju á árum áður og konur. Þess á milli skýtur hann föstum skot- um á allt milli himins og jarðar. Í bókinni Heilagur sannleikur birtir Flosi hugrenningar sínar síðustu tvo áratugi og fléttar inn í þær sjálfsævi- söguleg ágrip af bernsku sinni í Vesturbænum. Bókin er fyndin á köflum og auðlesin, kaflarnir stuttir og hnyttnir. Eftir lestur bókarinnar er ljóst að Flosa er ekkert heilagt (ekki nema þá helst eigið áfengisbindindi) en hvort einhvern sannleik er að finna í bókinni verður hver og einn að vega og meta. Titill bókarinnar gefur til kynna að um lygasögu er að ræða. Það er vel þekkt stílbragð að hefja lygasögu á þeim orðum að bókin innihaldi ein- ungis heilagan sannleik. Flosi er aftur á móti ekki að skrifa sögu heldur hugleiðingar og sannfæring (sann- leikur) hans á ýmsum málefnum bíð- ur oft lægri hlut fyrir hæðninni. Að minnsta kosti er hann ekki sjálfum sér samkvæmur þegar kemur að fegurð kvenna og fegurðarsam- keppnum eða kynlífsfræðslu barna, svo eitthvað sé nefnt. Þversagna- kennd kaldhæðnin undirstrikar þó að vissu leyti margræðni hugleiðing- anna. Þannig getur mótsagnakennd- ur rökstuðningur hans virkað á suma sem kostur en á aðra sem galli. Sum- ir hafa húmor fyrir Flosa. Aðrir ekki. Helsti galli Heilags sannleika er sundurlaus uppbygging bókarinnar. Tengingar á milli kaflanna eru stund- um mjög augljósar en oftast nær litlar sem engar. Pistlarnir eru að vísu skemmtilega skrifaðir og eiga vel heima á síðum dagblaða en hvort þeir eiga erindi í heila bók er önnur spurning. Jafnframt verður sjálfs- hæðnin leiðinleg til lengdar og for- tíðarþráin þreytandi. Einhverra hluta vegna er undirritaður ekki sannfærð- ur um að lífið hafi verið svona miklu betra á uppvaxtarárum Flosa en nú. En höfundurinn hittir oft naglann á höfuðið eins og í umfjöllun sinni um trúarhita Íslendinga eða dreifbýlisþrá þéttbýlinga andstætt þéttbýlisþrá dreifbýlinga. Þá kemst Flosi á flug. Á heildina litið er bókin ágætis afþreying en innihaldinu lýsir Flosi afar vel þegar hann skrifar um aðferð- ir sínar við að lækna eigin ólund: „Mér hefur gefist best að setjast við ritvél- ina og skrifa einhverja himinhrópandi dellu, helst glórulaust píp.“ ■ Hin djarfa lífsgleði æskunnar BÆKUR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Heilagur sannleikur Flosi Ólafsson ! 1 1 .tb l.2 1 .árg .2 0 0 4 G L E Y M D A R H E T J U R Nóvember 2004 11. tbl. 21. árg. 899 kr. m. vsk Sólrún Bragadóttir söngkona um ungaeiginmanninn, klíkustarfsemina í Íslenskuóperunni og Bergþór Pálsson ERFIÐLEIKARNIR AÐ BAKI FERÐABLAÐ FYLGIR María Huld Markan ➝ Hundaveðreiðar ➝ María Sólrún Sigurðardóttir ➝ Þórarinn Eldjárn ➝ Nýir ilmir ➝ Sigga á Sirkus ➝ Flottheit ➝ Brynja Davíðsdóttir ➝ Jenni í Brain Police ➝ Baltimore og Washington ➝ Jón Sigurðsson ➝ Þórey Vilhjálmsdóttir ➝ María Solveig og Sigfús, kenndur við Heklu „ÉG VAR ALLTAF HRÆDDUR“ Átakanleg saga manns sem var misnotaður í Heyrnleysingja- skólanum VÆNGJUÐ ÁSTJón Ársæll og Steinunn Þórarinsdóttir HVAR BORGAR SIG AÐ BÚA?Úttekt á kjörum Reykvíkinga og landsbyggðar-fólks N Ý T T B L A Ð Á N Æ S TA S Ö L U S TA Ð ! Á s k r i f t a r s í m i : 5 1 5 5 5 5 5 María Solveig og Sigfús, kenndur við Heklu Þórey Vilhjálmsdóttir, hjónin Jón Ársæll Þórðarson og Steinunn Þórarinsdóttir og fleiri. KRAFTMIKIL HJÓN SPENNANDI VIÐTÖLM A N N L ÍF F E R Ð IR FERÐABLAÐ Nice • Stokkhólmur • New York • Martinique • Kaupmannahöfn • Marseille • Frankfurt • Prag • Róm Við SilfuránaEinar Kárason í Argentínu SkemmtilegarskíðaferðirÁsdís Halla, Helgi Jóhannesson,Eyjólfur Kristjánsson og fleiri Á vit áhugamálannaFjallgöngugarpur, maraþonhlaupari og jógaiðkandi HAUST 2004 FERÐABLAÐ FYLGIR Bókaútgáfan Andi hefur sent frá sérskáldsöguna Undir 4 augu eftir Þorgrím Þráins- son, sem er sjálf- stætt framhald metsölubókar- innar Svalasta 7an sem kom út árið 2003. Undir 4 augu er saga um fjórtán ára ungmenni sem eru bundin tryggðarböndum en eiga erfitt með að fóta sig á hálu svelli unglingsáranna. Jóel fórnar landsliðinu til að geta heimsótt föður sinn í Kína þar sem hann lendir í miklum ævintýrum og lífsháska. Álf- hildur og Tommi stinga saman nefj- um á Akureyri og Tinna er send í skyndi til London. Vinirnir þrá nær- veru hver annars en margt fer öðru- vísi en ætlað er. Hjá Máli og menningu er komin útný bók um Múmínálfana vinsælu, Örlaganóttin, eftir Tove Jansson. Steinunn Briem þýddi Í nágrenni við Múmínhúsið er eldfjall nýfarið að gjósa og morgun einn er Múmíndal- urinn allur að fara í kaf. Sem betur fer bjargast fjölskyld- an um borð í fljót- andi hús sem rek- ur hjá. En það er skrítnasta hús sem þau hafa nokkurn tíma séð og eini íbúi þess, leikhúsrottan Emma, er ekki alls kostar vingjarnleg. NÝJAR BÆKUR 54-55 (42-43) Menning 5.11.2004 20:37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.