Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 6. nóvember 2004 43 Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út skáldsöguna Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson. Þetta er fyrs- ta bók liðlega tvítugs rithöfundar sem slær nýjan og hroll- vekjandi tón í íslenskum bókmenntum. Það er eitthvað undarlegt á seyði í Húmdölum, blokkinni sem rís eins og kastali í jaðri borgarinnar. En þau einu sem virðast taka eftir því eru börnin. Allt virðist þetta tengjast dularfulla, einræna stráknum sem býr hjá ömmu sinni á efstu hæð í stigagangi númer átta. Fullorðna fólkið lætur hins vegar eins og ekkert sé og börnin eiga ekki annarra kosta völ en að snúa bökum saman og horfast í augu við ógnina. En það er ekki nóg með að blokkin sé að taka breyting- um. Sum barnanna eru ekki lengur sjálfri sér lík . NÝJAR BÆKUR Hjá Máli og menningu er komin út bókin Malarinn semspangólaði eftir Arto Paasilinna í þýðingu Kristínar Mändula. Gunnar Huttunen kemur til lítils bæjar í norð- urhéruðum Finnlands. Hann gerir þar upp gamla myllu og byrjar að rækta grænmeti. Gunnar er að því er virðist heið- virður maður og fyrirmynd annarra – en hann hefur einn galla: Hann þolir ekki smásmyglislegar athugasemdir og reglugerðartal yfirvalda, eða slúður sem oft fylgir í kjölfar- ið. Þá fer hann út í skóg, horfir á mánann og spangólar. Spangólið berst um allan skóg og kemur í veg fyrir að þorpsbúar sofi. Þetta verður smám saman óþolandi og þorpsbúar safna liði. Stef með lauslegum raddfærslubreytingum Caput-hópurinn hélt tónleika í Neskirkju miðvikudagskvöld sl. Flutt var verkið Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhannsson fyrir málblás- arasveit, orgel, slagverk, rafbassa og rafhljóð. Engin efnisskrá var til staðar en bera mátti kennsl á Guðna Franz- son, sem stjórnaði hljómsveitinni, og marga af helstu málmblásurum landsins. Upplýsingar um tónskáld- ið lágu heldur ekki á lausu. Eftir nokkra eftirgrennslan kom á daginn að Jóhann Jóhannsson er ungt tón- skáld, sem einkum hefur starfað við kvikmyndatónlist, og hafa verk hans vakið athygli víða um lönd eftir því sem skilja mátti . Virðulegu forsetar byggist á litlu stefi sem leikið er ofan á pedal tóni. Er það endurtekið aftur og aftur lítillega tilbreytt með laus- legum raddfærslubreytingum. Segja má að svona verk falli undir minimalisma, en það er lista- stefna sem naut hylli á sínum tíma þótt ekki sé vitað hvert gengi hennar er um þessar mundir. Verkið virðist ekki samið tónverk í venjulegum skilningi orðsins heldur í aðalatriðum spunnið, sennilega á líkan hátt því sem nú skal greina. Tónskáldið sest við hljómborð og setur tölvuna á upp- töku. Síðan er fiktað við nóturnar um stund. Nota má allar hvítu nóturnar en ekki þær svörtu. Út- koman er editeruð eftir smekk. Hér skal ekkert sagt um hvort höf- undur Virðulegra forseta hefur farið svona að, eða unnið verk sitt allt öðruvísi. En lík niðurstaða fæst úr fyrrgreindri aðferð. Spuni er ævaforn og sígild aðferð til tónlistariðkunar. Hún hentar mjög vel til að grípa stemningu augnabliksins. Veikleiki hennar er að spunafólkið hefur ríka tilhneig- ingu til að leika jafnan það sem það hefur í puttunum og hefur gert áður. Spuni er því mjög íhaldssöm tónsmíðaaðferð og greinar tónlistar sem byggja mjög á spuna staðna auðveldlega fljótt og steinrenna, eins og má vel heyra t.d. í djassi. Öðru hvoru kemur upp hreyfing meðal svokallaðra alvarlegra tón- skálda að reyna að hagnýta sér spuna í verk. Slíkt hefur þó yfirleitt runnið fljótt út í sandinn af þeim ástæðum sem fyrr greindi. Þessi vinnubrögð kunna hins vegar að henta vel í kvikmyndatónlist, en það er einmitt það svið tónlistarinnar sem Jóhann starfar á. Tónlist í kvik- mynd hefur sérstöku og sérhæfðu hlutverki að gegna. Hún er til þjón- ustu efni kvikmyndarinnar og hefur það hlutverk að skapa stemningu og gefa atburðarásinni tilfinninga- lega dýpt. Hér er nauðsynlegt að nota kunnuglegt efni og helst efni svipað því sem notað hefur verið við líkar aðstæður í öðrum kvik- myndum svo ekki fari milli mála hvernig skilja beri. Það var því einkar notalegt að sitja undir flutningi Virðulegra for- seta þarna í Neskirkjunni. Þegar leið á verkið var ekki annað að heyra en tónlistargagnrýnandi Morgunblaðs- ins væri farinn að syngja með, og er það góðs viti. Verkið var yfirleitt vel flutt þótt yfir kæmi að springi fyrir á einstaka háum tóni. Hljómurinn var ljúfur og orgel og rafhljóð blönduð- ust vel blásurunum. Til stendur að gefa verkið út á geisladiski í Bret- landi og vonandi gengur það allt vel. ■ TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON CAPUT í Neskirkju Virðulegu forsetar / Jóhann Jóhannsson JÓHANN JÓHANNSSON Verkið virðist ekki samið tónverk í venjulegum skilningi orðsins heldur í aðalatriðum spunnið. 54-55 (42-43) Menning 5.11.2004 20:39 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.