Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 4
4 7. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Meirihluti vill að borgarstjóri víki Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að meirihluti fólks telur að Þórólfur Árnason borgarstjóri eigi að segja af sér embætti. Stjórnmála- prófessor kemur á óvart hversu lítils stuðnings Þórólfur nýtur. SKOÐANAKÖNNUN Röskur helming- ur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason borgarstjóri eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykja- víkur vegna olíumálsins. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styð- ja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja held- ur að hann sitji áfram sem borgar- stjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt ein- stakar. „Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guð- mundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoð- un á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum.“ Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. „Miðað við það þá sýn- ir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út.“ Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjör- dæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borg- arstjóri Reykjavíkur vegna olíu- málsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt. sveinng@frettabladid.is Borgarstjóri: Sama og fylgi R-listans STJÓRNMÁL Þórólfur Árnason borg- arstjóri segir niðurstöðu skoðana- könnunar Frétta- blaðsins vera inn- legg í sína vinnu við að komast að sameiginlegri nið- urstöðu með borg- a r f u l l t r ú u m Reykjavíkurlist- ans. „Þetta virðist vera um helming- ur aðspurðra á höfuðborgarsvæð- inu sem styður mig. Það er svipað og fylgi Reykjavíkurlistans í síð- ustu kosningum.“ Þórólfur telur það rýra nokkuð niðurstöðu könnunar- innar að Reykvíkingar séu ekki ein- göngu spurðir um afstöðu sína. ■ Heldur þú að miðlunartillaga í kjaradeilu kennara og sveitar- félaga verði samþykkt? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að fjármagna næstu íbúða- kaup með 100% láni frá bönkunum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 85% 15% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Bíll endaði á hvolfi í Mývatnssveit: Grunur um ölvun BÍLVELTA Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og velti honum skammt vestan við Skútustaði. Þegar lögregla kom á staðinn um hálf eittleytið í gærdag var bíllinn mannlaus. Ökumaðurinn, sem er um þrítugt, hafði komið sér út úr bílnum af eigin rammleik og leitað aðstoðar á næsta bæ. Mað- urinn taldi sjálfur í fyrstu að allt væri í lagi með hann en við nánari athugun kom í ljós að hann var töluvert slasaður. Sjúkrabíll var kallaður til móts við lögreglu og maðurinn var færður til skoðunar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Grunur leikur á að um ölvun- arakstur hafi verið að ræða. ■ Samkeppni í íbúðalánum: KB banki og Landsbanki bjóða 100% FJÁRMÁL KB banki og Landsbank- inn hafa ákveðið að hækka íbúða- lán sín og bjóða 100 prósenta lán líkt og Íslandsbanki gerir. Framvegis gefst lántakendum kostur á lánsfjárhæð jafn hárri markaðsvirði hinnar veðsettu eignar séu um íbúðakaup að ræða. Lánsfjárhæð með 100 prósenta fjármögnun getur að hámarki verið 25 milljónir króna. Eins og áður er lánið með 4,2 prósenta verðtryggðum, föstum vöxtum. Í tilkynningu frá KB banka segir að í ákveðnum tilfellum verði boðið upp á kaup á viðbótarbrunatrygg- ingu sé mikill munur á brunabóta- mati og markaðsvirði eigna. Landsbankinn hvetur fólk til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði, sem alla jafna eru stærstu viðskipta- samningar sem einstaklingar ráð- ist í. Í tilkynningu frá bankanum segir að þol fólks gagnvart sveifl- um í efnahagslífinu sé til dæmis ekki mjög mikið, sé íbúðahúsnæði þess veðsett 100 prósent, nema að greiðslugeta þess sé þeim mun meiri. - th BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Í GRAFARHOLTI Almenningur á nú kost á að fjármagna kaup á húsnæði með 100 prósenta lánum frá bönkunum. Frjálslyndi flokkurinn: Þórólfur fær samúð SKOÐANAKÖNNUN Niðurstaða skoð- anakönnunar Fréttablaðsins um afstöðu fólks til Þórólfs Á r n a s o n a r sýnir að hann hefur heillað fólk og fær samúð þess að mati Margrét- ar Sverrisdótt- ur, varaborg- a r f u l l t r ú a F r j á l s l y n d a f l o k k s i n s . „Fyrir mitt leyti hefur staðan ekki breyst. Hún er enn jafn vonlaus pólitískt séð og hann á ekki annarra kosta völ en að segja af sér. Mér finnst hann hafa staðið sig vel sem borgar- stjóri en ég sé ekki að það breyti stöðu hans á nokkurn hátt.“ - ghg Oddviti Sjálfstæðisflokks: Snýst ekki um flokka SKOÐANAKÖNNUN Mál Þórólfs Árna- sonar snýst ekki um flokkapólitík að sögn Vilhjálmus Þ. Vilhjálms- sonar, oddvita Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn. Aðspurður um niðurstöðu skoð- a n a k ö n n u n a r Fréttablaðsins um afstöðu fólks til Þórólfs segist Vil- hjálmur ítreka það sem hann hafi sagt áður, Þórólfur verði að eiga þetta mál við eigin sam- visku. „En að lok- um er það þeirra sem réðu hann til starfa að ákveða um framhald málsins.“ Aðspurður hvort niðurstaðan komi honum á óvart segir hann að það sé margt sem komi honum á óvart þessa dagana. - ghg VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Segir það hlut- verk borgarfull- trúa Reykjavíkur- listans að ákveða framhaldið. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Borgarstjóri segir niðurstöðu skoð- anakönnunarinnar innlegg í ákvörðun um framhaldið. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Rúmur helmingur almennings vill hann burt úr ráðhúsinu. Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? JÁ 55,6% NEI 44,4% MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Varaborgarfulltrúi Frjálslynda flokksins segir að borgarstjóri eigi að segja af sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 04-05 6.11.2004 22:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.