Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 11
Ég skora á alla kjörna fulltrúa í borgarstjórn, hvort heldur þeir eru í meiri- hluta eða minnihluta, að leggj- ast ekki svo lágt í sinni pólitík að ráðast á borgarstjóra okkar vegna þessa máls. Skrítið siðferði ef borgarstjóri þarf að segja af sér Nú er hart vegið að borgarstjóra okkar og orðið siðferði kemur þar oft fyrir í umræðunni og sumir halda því fram að hann ætti að segja af sér, þó ekki væri nema vegna sið- ferðilegra sjónarmiða, vegna vitn- eskju sinnar um ólöglegt samráð sem fyrrverandi starfsmaður eins af olíufélögum þessa lands. En þá vaknar sú spurning hjá mér og ör- ugglega mörgum öðrum, hvað með þá sem raunverulega bera ábyrgð í þessu svokallaða olíumáli þ.e.a.s. forstjórarnir og stjórn olíufélag- anna, verða þessir einstaklingar látnir svara til saka og munu þeir þurfa að segja af sér í þeim stjórn- um eða stjórnunarstörfum sem þeir nú starfa við? Ef málið er það alvarlegt að Þórólfur borgarstjóri verður rekinn eða neyddur til að segja af sér vegna þessa máls, þá hljótum við þegnar þessa lands að krefjast þess að allir þeir sem sátu í stjórnum olíufélagana sem og forstjórar þeirra á þessu tíma verði að segja af sér, þó ekki væri nema vegna sið- ferðislegra sjónarmiða og auðvitað bíðum við öll spennt eftir því að sjá hvernig réttarkerfi okkar bregst við og hvort þeir sem ábyrgir eru í þessu máli muni hljóta dóm sam- kvæmt því. Eða verður niðurstaðan sú að olíufélögin verða dæmd til að borga háar sektir sem við neytend- ur munum síðan greiða og Þórólfur borgarstjóri rekinn úr sínu starfi en stjórnarfólk og forstjórar olíufélag- anna vinsamlegast beðnir um að gera þetta ekki aftur og þar með sé málinu lokið. Er þetta réttarkerfi okkar? Ég er starfsmaður Strætó bs. og einn af trúnaðarmönnum starfs- fólks þess fyrirtækis. Reykjavíkur- borg er stærsti hluthafi Strætó bs. og því mikilvægt fyrir okkur starfs- fólk að hafa borgarstjóra sem sýnir okkar störfum áhuga og skilning. Þórólfur hefur sett sig vel inn í okk- ar mál og það metum við mikils og ég veit að ég tala fyrir munn stórs hluta starfsfólks er ég segi að ómak- lega er vegið að borgarstjóra vorum í þessu máli. Hann hefur viðurkennt að honum hafi orðið á mistök og að hann hefði átt að gera eitthvað í málinu, en hvenær og hvernig hann hefði átt að gera það er eitthvað sem eðlilega vefst fyrir honum. Hann hefur komið hreint fram og aðstoðað við að upplýsa málið. Það ber að virða en ekki refsa fyrir. Ég skora á alla kjörna fulltrúa í borgar- stjórn að leggjast ekki svo lágt í sinni pólitík að ráðast á borgar- stjóra okkar vegna þessa máls. Við Þórólf borgarstjóra vil ég segja, að svo lengi sem þú kemur heiðarlega fram eins og þú hefur gert hingað til, þá mun fólkið standa með þér og veita þér þann stuðning sem þú vissulega átt skilið fyrir þín störf og framkomu við okkur. Aðeins harð- asta flokksfólk þeirra flokka sem vinna munu gegn þér í þessu máli, mun fylgja sínum flokki. Því málið snýst ekki um pólitík, heldur um siðferði og réttlæti. Ég vil hafa heið- arlegan borgarstjóra með siðferðis- vitund. Höfundur er bílstjóri hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. 11SUNNUDAGUR 7. nóvember 2004 Ingibjörg og Þórólfur Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir valdi Þórólf Árnason sem eftirmann sinn í stól borgarstjóra í Reykjavík í ársbyrjun 2003 mun hann hafa upplýst hana um hlut sinn í meintu ólöglegu samráði olíu- félaganna. Ingibjörg Sólrún hefur sagt að þá hafi hún spurt Þórólf hvort hann „gæti varið sig“ og hann talið svo vera. Ingibjörg Sólrún upplýsti félaga sína í borgarstjórnarflokki R-listans hins vegar ekki um hlut Þórólfs í þessu máli og þeir gátu því ekki haft það til hliðsjónar þeg- ar hann var ráðinn til starfa. Vefþjóðviljinn á andriki.is Skjótt skipast veður í lofti Fyrir nokkrum dögum kom Steinunn V. Óskarsdóttir af stað þeirri umræðu hvort ekki væri rétt að Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, myndi taka sæti á framboðslista R-listans og verða pólitískur leiðtogi hans. Í dag hefur sú umræða tekið nokkrum breytingum og umræðurnar hjá meirihlutaflokkunum í borgarstjórn snúast um hvort Þórólfur eigi ekki að finna sér nýja vinnu. Tómas Hafliðason á frelsi.is Almenningur tapaði Allur almenningur og íslenskt atvinnulíf töpuðu á samráðinu. Ekki eingöngu hef- ur verið greitt hærra verð fyrir olíu og bensín heldur verður að taka með að verð á bensíni og olíum vegur þungt inn í neysluvísitölu sem aftur er grundvöllur verðtryggingar lána. Þannig hafði sam- ráð olíufélagana ófyrirséðar afleiðingar fyrir skuldastöðu heimilanna í landinu. Kannski er ástæða til að afnema verð- tryggingu svo örfáir einstaklingar í faðmi gróðafíknar geti ekki valdið svo ófyrir- séðum skaða. Ásta Þorleifsdóttir á vg.is/postur Ekki nóg að einkavæða Hið meinta samráð olíufélaganna er með öðrum orðum ekki áfellisdómur yfir hinum frjálsa markaði eða einka- væðingarstefnu ríkisstjórnarinnar, held- ur brýn áminning um að það er ekki nóg að einkavæða, heldur verður einka- væðingunni að fylgja aðhald og eftirlit í þágu frelsisins. Helga Guðrún Jónsdóttir á tikin.is Losa sig við olíukónginn sinn Samfylkingarfólk og aðrir borgarfulltrúar R-lista standa frammi fyrir vali núna. Þau geta valið á milli einhverra óskýrra sérhagsmuna eða notað þetta tækifæri, hrist af sér slyðruorðið og losað sig við olíukónginn sinn. Það er eina leiðin til að blása nýju lífi í veikar glæður gamla hugsjónaeldsins. Verði sérhagsmunirnir ofan á get ég ekki séð að R-listinn verði langlífur úr þessu og satt að segja óska ég honum ekki langlífis verði það niður- staðan. Pétur Maack Þorsteinsson á sellan.is GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON BIFREIÐARSTJÓRI UMRÆÐAN BORGARSTJÓRI OG OLÍUSAMRÁÐIÐ ,, AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Hagkvæmir og traustir prentarar fyrir fyrirtæki CANON BLEKSPRAUTUPRENTARAR Canon færir þér gæði Canon i6500 A3+ litableksprautuprentari Canon i6500 er A3+ litableksprautuprentari með fjögurra hylkja kerfi - Single Ink - sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Þá býr i6500 yfir Microfine Droplet tækni sem dregur enn úr rekstrarkostnaði en eykur gæði að sama skapi. · Prentar 17 bls. á mín. í sv/hv. · Prentar 12 bls. á mín. í lit. · 4800x1200 punkta upplausn. · Arkamatari fyrir 100 bls. Verð: 49.900 kr. Canon ip4000 Hagkvæmur alhliða prentari Canon ip4000 er hagkvæmur alhliða prentari sem býður m.a. upp á einstök gæði í ljósmyndaprentun. Canon ip4000 er með fimm hylkja kerfi - Single Ink - sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Hann býr yfir nýrri hönnun með tveimur pappírsbökkum og er með ,,duplex” og CD-R/DVD prentun. Mikið af hugbúnaði fylgir með. · Prentar allt að 25 bls. á mín. í sv/hv. · Prentar 17 bls. á mín. í lit. · 4800x1200 punkta upplausn. · Microfine Droplet tækni. Verð: 29.900 kr. Canon ip2000 Flottur, hraðvirkur og auðveldur Canon ip2000 er hraðvirkur prentari sem býður upp á rammalausa prentun – blæðingu - og þ.a.l. verður ekki hvítur rammi yst á blaði. Canon ip2000 er með Microfine Droplet tækni sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði og meiri gæðum. · Prentar allt að 20 bls. á mín. í sv/hv. · Prentar 15 bls. á mín. í lit. · Allt að 4800x1200 punkta upplausn. · Rammalaus prentun - blæðing. Verð: 14.900 kr. Canon ip3000 Fjölhæfur og öflugur prentari Canon ip3000 er fjölhæfur og öflugur prentari sem býr yfir nýrri hönnun með tveimur pappírsbökkum og er með ,,duplex” og CD-R/DVD prentun. Canon ip3000 er með fjögurra hylkja kerfi - Single Ink - sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Mikið af hugbúnaði fylgir með. · Prentar allt að 22 bls. á mín. í sv/hv. · Prentar 15 bls. á mín. í lit. · 4800x1200 punkta upplausn. · Microfine Droplet tækni. Verð: 21.900 kr. Af hverju eiga fyrirtæki að velja Canon prentara? Hagkvæmir í rekstri: Frábærar niðurstöður í könnunum óháðra samtaka. Hraðvirkir: Þekktir fyrir hraða án þess að fórna gæðum. Direct Printing: Hægt að prenta beint úr stafrænni myndavél án þess að nota tölvu. Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem veita þér faglega ráðgjöf við val á rétta prentaranum. Síminn er 569 7700 og netfangið er prentlausnir@nyherji.is Söluaðilar um land allt. 10-11 Leiðari 6.11.2004 21:56 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.