Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 12
12 7. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Hlutabréfamarkaður lækk- aði samfellt í tíu daga, meira en nokkru sinni fyrr. Lækk- unarhrinan var rofin á mið- vikudag og hlutabréf hækk- uðu síðustu þrjá daga vik- unnar. Herra markaður er skrítinn karl. Reyndir fjárfestar, eins og War- ren Buffet, sem hafa þekkt karl- inn frá ómunatíð hafa oft bent þeim sem skemmri kynni hafa haft af karlinum að hann sé ólík- indatól. Eins sjarmerandi og skemmtilegur hann getur verið einn daginn, þá getur hann lagst fyrirvaralaust í bælið, breitt upp fyrir haus og séð ekkert framund- an nema svartnættið eitt. Kvíðinn fyrir framtíðinni tekur yfir taum- lausa gleði síðustu vikna. Karlinn er vart mönnum sinnandi og túlk- ar allt sem sagt er við hann á ver- sta veg. Nei, það er ekki gaman að eiga við hann í þessum ham. Mislyndi á markaði Hér á landi voru menn næstum búnir að gleyma þessari hlið á karlinum. Hann lagðist síðast í þunglyndi árið 2000 en fór að hressast 2001. Síðan þá hefur hann verið kátur og hress. Allt hefur gengið vel og ekki laust við að svolítils oflátungsháttar væri farið að gæta í fari hans. Hann hefur býsna sterka nærveru blessaður og auðvelt að smitast af kæti hans og bjartsýni. Hann get- ur líka verið verulega sannfær- andi í svartsýnisköstunum og fyllt samferðamenn sína ótta um að allt sé á sandi byggt og fátt sé til bjargar. Hann á það líka til að sveiflast miilli bjartsýni og svart- sýni innan sama dags. Svoleiðis lætur hann oft eftir svart- sýnisköstin og þá er erfitt að átta sig á því hvort hann muni leggjast í þunglyndi eða taka gleði sína á ný. Hann er í svoleiðis skapi þessa dagana. Hann hefur í heildina tek- ið verið bjartsýnn síðustu þrjá daga, en tíu daga þar á undan var skelfilegt að vera í návistum við hann. Hann hafði allt á hornum sér. Kannski var þetta magakveisa. Hann hafði farið dálítið geyst og þegar hann hafði gleypt á skömm- um tíma allt nýtt hlutafé frá KB banka, alls yfir 90 milljarða króna eða um ellefu prósent af lands- framleiðslunni, seig á ógæfuhlið- ina. Framundan var veisla með meira framboði og óróleikinn í iðrunum breyttist smám saman í kvíðahnút sem yfirtók taugakerf- ið á skömmum tíma. Síðustu daga hefur ástandið verið ágætt. Þeir sem þekkja hann vita að í þessu ástandi er hann til alls vís. Margt bendir til þess að hann jafni sig á þessu hægt og bítandi, en ástand hans er fráleitt stöðugt. Hann er sennilega ekki í mikilli hættu, en ætti að fara sér hægt og gæta sín á að láta ekki oflátungsháttinn ná tökum á sér á ný. Sígandi lukka er best. Magasýrur og hjartalyf Þeir sem finna hvað mest fyrir stemningu á markaðnum eru miðlarar bankanna sem sjá um kaup hlutabréfa fyrir viðskipta- vini. Þetta eru mennirnir, gjarnan miðaldra sem öskra „kaupa! selja!“ í bandarískum bíómyndum og sjást síðan taka magatöflur og hjartalyf inni á klósetti. Skjóta jafnvel á sig einum viskísopa til að róa taugarnar. Miðlarar íslensku bankanna falla ekki að þessari ímynd, en flestir viðurkenna að álagið hafi verið talsvert að undanförnu. Verst var ástandið á miðvikudag- inn þegar vísitalan féll um morg- uninn ellefta daginn í röð. Enginn vissi hvar þessi samfellda lækkun ætlaði að enda. Um hádegið fór að rofa til og dagurinn endaði með hækkun hlutabréfa. Loksins! Miðlarar bankanna segja að sveiflur innan dagsins hafi verið áberandi og markaðurinn gjarnan lækkað mikið fyrri part dagsins en jafnað sig þegar líða tók á dag- inn. Flestir eru sammála um að hlutafjárútboð KB banka og boð- uð hlutafjárútboð fleiri fyrir- tækja hafi hrint lækkununum af stað. Margir smærri og meðal- stórir fjárfestar hafi fylgst með markaðnum að undanförnu og ákveðið með sjálfum sér að þeir myndu innleysa góðan hagnað þegar fyrstu teikn væru um lækk- un. Stærri fjárfestar voru nýbún- ir að hlaða sig með kaupum í út- boði KB banka og ekki í sérstök- um kaupham. Skriðan fór af stað. vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Hlutverk fyrirtækis er ekki að skemmta almenningi með fyndnum aulgýsingum heldur að auka ávöxtun sína og ná viðskiptalegum markmiðum. Órólegur markaður San Francisco* Minneapolis Boston New York Baltimore Orlando Eins og skot 25 flugferðir í viku frá Bandaríkjunum til Íslands Betri er ein vara í hendi en margar á sjó Innflutningur í flugi frá Bandaríkjunum hefur aukist um 80% milli ára. Ástæðan er sú að gengi dollarans hefur hraðlækkað undanfarin ár og því hafa innflytjendur augastað á Bandaríkjunum til að gera hagstæð kaup. Icelandair býður 25 flugferðir á viku frá Bandaríkjunum til Íslands og þar af fraktflug fyrir stóra og smáa hluti frá New York 5 sinnum í viku. Á sama tíma og það tekur vöruflutningaskip að sækja vörufarm vestur um haf flýgur Icelandair Cargo 90 ferðir milli Íslands og Bandaríkjanna. Hafðu strax samband við Icelandair Cargo við Flugvallarveg í Reykjavík. Sími 5050 400, fax 5050 630, veffang icelandaircargo.is * Reglulegt flug til San Francisco hefst í maí 2005. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 62 11 10 /2 00 4 Geymdu það ekki til morguns sem þú getur gert í dag. Almenn skoðun er sú að smærri fjár- festar hafi verið að stökkva af lestinni. Engir stórir aðil- ar eða reyndir fjárfestar hafi hikað þessa daga. Leiðrétt- ingin hafi hins vegar verið holl lexía. Hættan eftir mikl- ar hækkanir er að viðhorfið til hlutabréfa verði rangt. Menn sjái þau sem skamm- tímafjárfestingu sem gefi margfalda og stöðuga ávöxtun, langt umfram það sem aðrir fjárfestingarkostir bjóða upp á. ,, 12-13 Viðskipti 6.11.2004 21:51 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.